Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Róleg helgi að baki

Helgin búin að vera nokkuð róleg bara. Var hálf dottandi í sófanum á föstudaginn greinilega mikil þreyta eftir vinnuvikuna.

Á laugardaginn skelltum við okkur pabbi upp í bústað og hittum fjölskylduna þar. Maður skellti sér beint í bikini-ið því það var svo gott veður svo var bara flatmagað eða legið í pottinum þangað til skýjin fóru fyrir sólu og síðar kom þessi hellidemba þannig að maður var bara inni að hafa það notalegt. Ég eldaði þennan dýrindis humar Tounge ummmmm í forrétt, ekkert smá góður, aðalrétturinn var svo kjúklingur og hann var sko góður líka ummmm. Við Guðbjörg R. horfðum svo á sjónvarpið og það var farið hálf snemma í rúmið, ég að vísu fór ekki að sofa fyrr en langt gengin í 3 því ég festist yfir bók sem ég var að lesa og gat ekki hætt fyrr en ég var búin með hana Blush hehe.

Á leiðinni heim lentum við í haglél á Hellisheiðin, það er sko mjög skrýtið veður sem við fáum hérna heima á Íslandi og við fáum bara sýnishorn af veðri LoL haha.

Af því að veðrið var svo gott í dag, þá skelltum við okkur Sunna á Reykjanesskagann að taka myndir, en það styttist nefnilega í að við förum á ljósmyndanámskeiðið sem verður bara í næstu viku Grin úúú hvað mig hlakkar til!!!!

Ég þarf að skella svo nokkrum myndum inn eftir daginn í dag.

Jæja komið nóg í bili

Over and out Whistling


17.júní

Gleðilega hátíð allir saman!!!

Vonandi að þið hafið átt góðann dag í dag, alla vegana átti ég það Smile hehe.

Fór á Cruser-rúntinn með Sunnu og Sollu á camaro ´88 árg. ekkert smá gaman, lögreglufylgd og læti Grin ógisslega gaman. Eftir rúntinn setumst við svo niður hjá tjörninni og spókuðum okkur í sólinni. Fengum okkur að borða á Stylnum, svaka gott og svo fengum við annan bíl sem var Dogde Monaco ´69 árgerðin og ég fékk að prófa hann og vááááá þetta var rosalegt, hann er ekki nema rúmlega 300 hestöfl og svaka stór Tounge hehe. Þessi dagur er bara búinn að vera æðislegur, gott veður og sonna.

Ætla að skella myndum af bílunum sem við vorum á.

Camaro ´88Dogde Monaco ´69


Fullt búið að gerast!!!

Já já mikið búið að gerast man samt bara ábyggilega helminginn  hehe.

Alla vegana átti ég afmæli fyrir viku, hélt afmælisboð fyrir fjölskylduna á fimmtudaginn var, hef ekki haldið svoleiðis síðan ég veit ekki hvenær. Á laugardaginn fórum við svo vinkonurnar út að borða  á Ítalíu af því að ég átti afmæli hehe og skemmtum okkur alveg konunglega, vá hvað það var gaman, það var ýmislegt rætt og mikið hlegið.

Þessi mánuður er víst búinn að vera dýr en ég er búin að kaupa GPS-tæki, búin að setja dráttarbeisli á burrann svo nú þarf ég að fara að æfa mig í að bakka með kerru svo maður geti fengið tjaldvagninn eða fellihýsi lánað.

Úff vá ég er ekki að muna neitt meira það er greinilegt að það er ekki mikið búið að gerast hehe en alla vegana þá er 17.júní á morgunn og ég er að fara með Sunnu og Sollu á rúntinn á camaro sem verður alveg geggjað Grin

Jæja verð að hætta núna er í einvherju veseni með msn-ið þannig að ég ætla að prufa að restarta tölvunni, þangað til næst.

Blæjó


Djammið

Ég og systa kíktum á djammið í gær byrjuðum að sötra heima hjá henni fórum svo til Snjólaugar og héldum áfram að sötra þar. Um hálf eittleytið ákváðum við að nú væri kominn tími til að fara í bæinn á Sálina hans Jóns míns. Sálin byrjaði að spila stuttu seinna og lá við að þakið ætlaði að rifna af húsinu Wink hehe.

Okkur var svo farið að líða eins og við værum orðnar gamlar því mest megnis af fólkinu þarna inni var mikið yngra en við Woundering . Svo fannst okkur vera orðið svo troðfullt þarna inni og súrefni af skornum skammti þannig að við eiginlega flúðum út. Við erum að tala um að í hvert skipti sem einhver einn fór út þá hleyptu dyraverðinum einum 5 inn þannig að já það var orðið dáldið mikið af fólki. Eftir NASA fórum við á Viktor og úff okkur leið eins nýju kjöti þar Sideways og svo fórum við hring á Glaumbar og Dubliners, svo lá leiðin bara á Bæjarins bestu og skeltum pulsu ofan í okkur og hringdum við í leigubílstjórann okkar hana Ingu og hún kom og náði í okkur.

Við systa rifjuðum upp hvernær við hefðum bara tvær farið saman á djammið og það eru víst ein 9 ár síðan það er alveg slatti langt síðan Grin hehe.

Jæja ég ætla að hætta núna og fara að góna á imbann.

Blæjó


GPS-tækið komið í hús

Já já mín bara búin að kaupa GPS-tæki. Ekkert smá gaman að vera komin með svona tæki og nú get ég séð réttan hraða á burranum mínum. Svo þarf ég að láta setja festinguna í burrann þannig að ég geti séð almennilega á hann. Maður er búinn að fikta svolítið í því og læra smávegis á það, þannig að það er svaka fjör hjá mér Cool

Tækið sem ég kauptaði :p Hér er svo gripurinn sem ég keypti Smile

Jæja best að fara að taka sig til fyrir Sálarballið sem ég er að fara á í kvöld. Þarf að finna í hvaða fötum ég ætla að fara og mála mig og gera mig ennþá sætari LoL hehe. 


Sumarið er tíminn

Jeiiijjjjj fyrsti almennilegi sólardagurinn í dag Grin enda líka brunnin eftir daginn. Finn samt ekkert til, alla vegana ekki ennþá Tounge hehe.

Jæja það er víst orðið dáldið langt síðan að ég hef bloggað en því miður er einhver ritstífla í mér.

Maður er nú bara að vinna á fullu og maður er gjörsamlega búinn á því eftir vinnudaginn. Byrjaði svo í ræktinni í dag og er að kenna systu og ég vona nú að ég hafi ekki alveg gert út af við hana.

Vá ég er bara ekkert að finna hvað ég eigi að segja, nema bara stefnt á utanlandsferð í maí á næsta ári til Flórída með Kollu og þeim og þá ætla ég sko að taka almennilegt sumarfrí 2-3 vikur.

Ætla að reyna að taka smá frí í sumar, þarf að panta dráttarbeisli fyrir burrann minn, þarf að fá mér kastara á burrann og alveg fullt meira sem ég þarf að gera.

Vá þetta er bara ekkert að ganga að finna eitthvað sniðugt að segja þannig að ég ætla bara að láta þetta duga í bili.

Það er greinilegt að maður á bara ekkert líf fyrir utan vinnuna og þessi einstöku skipti sem maður hittir vinina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband