Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ljósmyndasamkeppni

Ég ákvað á föstudaginn að taka þátt í ljósmyndasamkeppni á veðurstofu stöð 2 og sendi inn tvær myndir svo var ég að frétta það áðan að önnur myndin mín var sýnd í sjónvarpinu á laugardaginn Grin ég er ekkert smá ánægð.

Ég ætla að láta slóðina fylgja með, fyrir ykkur sem viljið sjá hana:

http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=264c6744-35b8-43f4-a08c-a556900fad8b&mediaSourceID=69037bd0-9eac-45fb-842b-2c715a1b8d05 


He he smá meira

Leiðist í vinnunni og því ákvað ég að setja inn nokkur fyndin myndbönd LoL

Maður verður að hafa eitthvað til að hlæja að þegar þjóðfélagið er svona LoLLoLLoL 


Ykkur til dægrastyttingar


Ekkert smá stolt

Ég fékk út úr heimildaritgerðinni minni úr íslensku í gær sem ég fékk aftur í hausinn í fyrsta skipti sem ég skilaði henni en ég víst óvart misskildi ritgerðina og varð að endurskrifa hana, any how þá fékk ég einkunnina í gær og ég fékk 9.0 Joyful fyrir hana, váááá ég næstum því hoppaði hæð mína ég var svo glöð og svo fékk úr annari ritgerð úr íslensku en það var kjörbókaritgerð og ég fékk 8.0 Joyful fyrir hana, ég var sko alveg sátt við hana líka. GrinGrinGrin

Nýjar fréttir af Skjánum (orðin dáldið mikið pirruð)

Svo er það skemmtilega eina ferðina enn en skjárinn er enn að bögga mig en ég heyrði í símagaurnum í gær og þar tilkynnti hann mér það að ég væri ekki sú eina sem væri að lenda í þessu, það er víst fleira fólk í götunni hjá mér. Hann ætlar sem sagt að koma og láta mig fá nýjan router og svo á eitthvað að laga þetta, veit bara ekkert hvenær það gerist. Hann sagðist ætla að hringja í dag en ekki búinn að því þannig að nú er bara að bíða.

Iss svo gleymi ég að segja frá helginna en helgin hjá mér var ekkert smá skemmtileg. Föstudagskvöldið hitti ég Hönnu og Ástu vinkonur mínar og við Ásta komum með myndaalbúmin okkar og svo fórum við þrjár að rifja upp gamlar minningar frá því við vorum 17 ára og eldri og váá ekkert smá gaman að rifja alla skandalana okkar upp og ferðalögin okkar, þetta var sko alveg toppurinn. 

Verðum að gera þetta aftur stelpur!!! Grin

Laugardagskvöldið fórum við Kolla í bíó,  og svo drógum við Birnu á ,,kaffihús", tókum smá rúnt á meðan við vorum að bíða eftir Birnu og mín bara endaði að fara yfir á ELDRAUÐU ljósi Grin ég var að fylgjast svo mikið með Kollu í símanum hehe LoL. Jæja við sóttum svo Birnu og skelltum okkur á Baltasar (hét Café Viktor áður) staðurinn er ekkert smá flottur eftir breytingarnar. Stelpurnar enduðu á fyllerýi og við vorum að kjafta við þjóninn og kokkinn á staðnum og fullt af öðru fólki og dönsuðum pínu, dj-inn þarf samt að uppfæra dáldið mikið tónlistina sína og við komum ekki heim fyrr en um 4 leytið og þetta var alveg frábært kvöld.

Komið nóg í bili

Over and out

 


Rugl og vitleysa

Heldur betur sko!!!

Skjárinn hjá mér er bara ekkert að lagast.

Búin að lenda í þessu tvisvar sinnum núna um helgina að myndlykill nái ekki sambandi og þá að sjálfsögðu þarf ég að fara að restarta öllu upp á nýtt og það endist í smá tíma. Ég er orðin verulega pirruð á þessu DevilMig langar mest af öllu að henda þessum myndlykli MMMJJJÖÖÖÖÖG fast í þau. Þegar það er búið að segja að þetta eigi að lagast núna og það lagast ekki þá verður maður mjög pirraður og reiður. DevilDevilDevil


Skjárinn hjá Símanum

Loksins loksins

Málið er það að skjárinn hjá mér er búinn að vera að frjósa síðastliðnar 3 vikurnar ég er búin að vera í stöðugu símasambandi við Símann og reyna að fá einhverja lausn á þessu.

Veit ekki hve oft ég hef þurft að restarta routernum og myndlyklinum og svo hefur þetta verið í lagi í smátíma og svo byrjar sama ballið upp á nýtt, ég var orðin dáldið mikið pirruð á þessu, það var búið að láta mig kaupa nýja snúru úr routernum og yfir í myndlykilinn og náttúrulega búin að eyða pening í það sem ég þurfti ekki einu sinni að kaupa. Ekki sátt og eins og gaurinn sagði: ,,þú átt ekkert að hlusta á þau hjá þjónustudeildinni".

En já símaviðgerðagaurinn kom í morgunn og fór að líta á þetta og sagði að línan væri nú eitthvað biluð hjá mér og við enduðum á því að þurfa að fara yfir í næstu blokk og reyna að finna bilun og hann vill meina að það sé einhver bilun út í götu en Míla vill ekki meina það og segir að ég eigi bara að láta minnka hraðann á netinu hjá mér sem var gert alla vegana í bili þannig að ég  geti nú verið á netinu og horft á skjáinn og svo ætlar gaurinn að hafa aftur sambandi við mig á morgunn til að athuga hvort sé ekki allt í lagi og láta mig vita hvort það verði eitthvað gert í sambandi við með línuna út í götu.

Vildi bara létta af brjósti mínu og deila þessu með ykkur, líður ykkur ekki betur að vita af þessu? hehe LoL 


Verð bara að tjá mig

Ha ha ha ha ha ha ha LoL ég verð nú bara að skrifa um þessa Íslendinga sem eru með regnhlífar í þessu veðri.

Jæja málið er það að það var jarðaför hjá okkur í dag og veðrið ekki búið að vera það besta því það er búið að vera rok og rigning, fyrir ykkur hin sem ekki vitað hvernig veðrið er búið að vera í dag.

Ég tók eftir því svo þegar fólkið var komið upp í garð að ein kona var með regnhlíf á sér, regnhlífin gerði ekkert annað en að fjúka upp og sama hvað hún reyndi að laga hana þá fauk hún alltaf aftur upp og regnhlífin var orðin bara ónýt.

Ég skil ekki hvað Íslendingar eru að gera með regnhlíf í svona veðri, jæja ég varð bara að tjá mig um þetta, fannst þetta frekar fyndið

umbrella460


Gleymdi einu

Lenti í voða creeeeeepppyyyyyyy atviki í nótt. Frown

Málið er það að ég sem sagt óvart sofnaði með ljósið kveikt í nótt og vaknaði svo um 5 leytið í nótt við eitthvað þrusk fyrir utan gluggan minn Bandit (hélt þetta væri einhver perri eða einhver sem væri að skoða herbergið og séð hvað hann gæti stolið) þannig að ég ákvað að slökka ljósið var samt ekki alveg að þora að hreyfa mig en ákvað samt að gera þetta og þruskið hætti stuttu eftir að ég slökkti ljósið en svo dáldið síðar þegar ég var að alveg að sofna aftur og enn smá í sjokki eftir hitt þá heyri ég aftur þruskið og þá varð ég sko hrædd og þorði varla að hreyfa mig, hafði mig ekki einu sinni í það að kíkja út um gluggan til að athuga hvort ég sæi eitthvað.

Þannig að ég er enn í smá sjokki yfir þessu!!!

Varð bara að deila þessu með ykkur, þetta er eitthvað sem maður vill ekki lenda í.


Kominn tími til að skrifa

Ég er nú búin að gera margt en samt ekki Grin hehe.

Í seinustu viku skilaði ég tveimur ritgerðum og fór í sögupróf sem ég náði sem betur Wink

Skrapp upp í bústað um seinustu helgi og vá hvað það var gott, eiginlega endurnærðist og náði að læra fullt þar. Borðuðum ossa gott grillað læri, prófaði einnig að keyra jeppann hans pabba í fyrsta skipti eftir að hann kom úr breytingu og fór á stóru dekkin og vá hehe rosa skrýtið að keyra svona stóran bíl því hann er búinn að breikka svo mikið út af bretttaköntunum en rosa gaman að keyra hann og fólk starði bara á bílinn þegar ég skrapp niður í sjoppu Grin haha.

Búin að fara tvisvar sinnum á laugarveginn í þessari viku og labba hann, eitt skiptið með Írisi að taka ljósmyndir og svo í seinna skiptið með systu og strákunum, rosa gott að fara í labbitúr Tounge 

Í gær var svo saumó hjá okkur stelpunum, fengum vörukynningu á snyrtivörum rosa fjör og við vorum þrjár sem fengum nudd og vá hvað það var gott Tounge svo komum við allar með eitthvað gott að borra og átum á okkur gat Sideways svo var bara kjaftað fram á kvöld og mikið hlegið LoLhaha.

Hmmm hvað fleira er ég búin að gera??? man ekki fleira í bili þannig að ég læt þetta duga Joyful þarf líka að fara að vinna í þessari blessuðu heimildaritgerð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband