Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Börn eiga ekki að leika með eld!!!

Þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni í gær sá ég tvær stelpur hafa kannski verið svona 8-10 ára leika sér í snjóhúsi við hornið á kirkjugarðinum hjá mér. Ég sé að þær eru að henda einhverju inn í húsið og svo bara fullt af reyk, þannig að ég sný við og tala við þær. Þær voru búnar að henda alveg fullt af dagblöðum inn í húsið og kveikja í blöðunum. Ég sagði við þær að þær ættu nú ekki að vera að leika sér með eld því þetta væri nú stórhættulegt. Þær sögðu,,en þetta er í snjó!" ég sagði nú að það skipti engu máli því ef að eldurinn eða glæðurnar myndu komast í fötin þeirra þá væru þau nú fljót að fuðra upp!!! Þá kemur í þeim: ,,ÓÓÓó er það?" Þá fóru þær í það að slökkva eldinn með snjóköglum og í sameiningu tókst okkur að slökkva eldinn en það var sko ekki góð lykt af fötunum mínum Frown  þegar ég kom heim og ég get ekki ímyndað mér hvernig lyktin af fötunum hjá stelpunum hefur verið og vona að foreldrarnir hafi fundið hana og fundið  út hvað þær voru að gera af sér. 
Þannig að ég bendi foreldrum á það að láta börnin sín vita að eldur er hættulegur!!! 

Bara brill!!!

Löggan er byrjuð að sekta fólk fyrir að skafa ekki rúðurnar á bílunum sínum. Mætti kannski vera aðeins hærri sekt en vonandi að þetta sé nóg til þess að fólk fari að hugsa betur og skafa rúðurnar, fólk mætti líka hreinsa betur snjóinn af bílunum sínum því það er ekkert gaman að vera fyrir aftan næsta bíl sem hefur ekki hreinað snjóinn af bílnum sínum og það getur gert það að verkum að næsti bíll fyrir aftan hann fái allan snjóinn á sig og  blindist og þar með getur orsakast slys, eins erum við að tala um húddið og ljósin hreinsa líka af því!!! 

Ég mæli með að fólk fari á næstu bensínstöð og fjárfesti sér í sköfu með kústi áföstum, mjög sniðugt fyrir þá sem ekki eiga svona. Wink


Djamm í gær

Geggjað djammið hjá okkur stelpunum í gær. Byrjuðum heima hjá Kollu og þar söfnuðumst við saman og elduðum þessa æðislega góðu pizzu Smile svo bara var kjaftað og við gerðum okkur sætar og fínar fyrir djammið. Við vorum nú allar eitthvað voða óákveðnar með að fá okkur í glas en svo enduðum við allar á fyllerýi nema Annamaría hún ákvað að vera á bíl.

Byrjuðum á Vegamótum þar sem að nokkrir drykkir voru drukknir þar hehe Cool Skelltum okkur svo á English Pub að hitta bróður hennar Sillu þar sem hann bauð okkur Southern Comfort skot og áttum að gera einhverjar kúnstir við að drekka þetta haha Grin vá hvað okkur sveið rosalega í munninn og niður í maga eftir þessar kúnstir hehe LoL Ég var komin heim eitthvað rúmlega 3 held ég.

Í dag var víst dáldið þynnka og þreyta í gangi :S sérstaklega þreyta, ég er sko að tala um það að ég hef ekki einu sinni meikað að læra þannig að ég verð að vera rosa dugleg á morgunn að læra í vinnunni bæði fyrir stærðfræðina og svo sálfræðina en ég er víst að fara í próf um næstu helgi í sálfræði. Smá kvíði í gangi því ég hef aldrei farið í próf á netinu en þetta hlýtur að ganga vel Wink

Komið nóg í bili ætla að fara að horfa Dexter og kannski poppa mér. Tounge

Adios amigos Cool


Hvað er með þetta veður?

Hvernig væri það að veðrið færi nú að batna og það myndi ákveða sig hvernig það ætlaði að vera!!! Grin

Getur ekki bara verið snjór og þessi rigning má koma í vor hehe Cool leiðinlegt að fá þessa hláku því það verður alla á floti.

Ég lenti nú í því á mánudaginn þegar ég var að koma úr skólanum og á leiðinni út í bíl að ég steig ofan í þennan stóra polla því ég sá hann ekki fyrir dimmu og snjó yfir pollinum en ég verð nú bara að játa að þetta var dáldið fyndið Cool hehe. Bara mín heppni!!!

Ekkert smá leiðinlegt veður í morgunn og í dag. Ég lenti í því að festa mig þegar ég kom inn í garðinn og vantaði bara nokkra metra í það að ég kæmist í stæði hehe Grin en það var víst ekkert annað en að hoppa inn í hús og galla sig upp og svo fórum við pabbi í það að draga hann upp. Það tók nú ekki langan tíma að ná burra upp en svo þurfti ég að taka doddann og ná í systu heim til hennar og þá var nú orðið dáldið skaplegra veður.

Við pabbi þurftum að fara út að vinna moka snjó og taka gröf. Fólkið var nú heppið að það kom ekki akkúrat hvolfa yfir þegar líkfylgdin kom upp í garð.

En já út í aðra sálma núna Tounge Nýja aðdráttarlinsan mín er komin og ekkert smá gaman hjá mér núna Grin Nú get ég tekið betri myndir langt í burtu Smile Hrafninn flýgur

Þessa mynd tók ég í dag, akkúrat þegar hrafninn var að reyna að fljúga en gekk voða illa og það var snjókoma og skafrenningur úti.

Oki komið nóg í bila ætla að fara að finna mér eitthvað að borða og henda mér í sturtu.

Heyrumst síðar Wink


Margliður af hærra stigi

Kræst þessi stærðfræði er að gera mig geðveika Devil ég botna hvorki upp né niður í þessu. Að vísu er ég bara búin að fara í tvo tíma og þetta virkaði svo auðvelt þegar kennarinn var að sýna þetta en svo þegar ég kem heim og byrja að reikna sjálf þá er þetta ekkert svo auðvelt nema kannski fyrsta dæmið sem ég gat. Sem sagt ég er að lenda í vandræðum með fyrrhlutann í dæmunum og svo þegar ég fæ rétt svar úr fyrrihlutanum er seinni hlutinn pís of cake.

Þannig að ef einhverjir bjóða sig fram í að hjálpa mér með þetta aðeins þá skal ég glöð þiggja þá hjálp  


Smá upp-date

Ég byrjaði í skólanum á mánudaginn þetta er 3. önnin mín, þetta gengur hægt en þetta hlýtur að hafast á endanum. Fór í stærðfræði og sálfræði á mánudaginn og þetta var mjög fínt sálfræðin leggst vel í mig en stærðfræðin gæti  kannski verið annað mál en ég ætla bara að vera bjartsýn og segja að mér takist þetta Grin
Við Kolla fórum svo í ræktina í gær og fórum í skvass, höfum ekki farið í skvass held ég í 2 ár og vá þetta var geggjað gaman og við vorum bara nokkuð góðar miðað við 2 ára stopp hjá okkur, við erum að vísu smá aumar en ekkert til að kvarta yfir Cool hehe.
Svo er aftur skóli í kvöld og þá fer ég í sögu, vona að ég verði ekki aftur með sama sögukennara og seinustu önn og svo annan hvern miðvikudag er ég í stærðfræði líka sem er bara voða fínt og eins gott að maður fái góða kennslu Smile 
Hmmm hvað á ég að segja meira....... jæja það verður víst ekkert meira í bili því ég þarf að restarta tölvunni því ég var að update-a hana.
Heyrumst síðan
Adios amigos Cool 

Litlu jólin

Við vinkonurnar hittumst á laugardaginn og fórum út að borða á Ruby Thusday og rosa góður matur. Eftir það fórum við til bróður hennar kollu til að kíkja á kettlingana og vá hvað þeir voru sætir svo var haldið heim til Kollu þar sem við byrjuðum að rífa upp pakkana hehe Grin . Takk stelpur fyrir æðislegar gjafir Kissing
Fórum svo að spila pictionary ekkert smá gaman og við Kolla unnum Önnumaríu og Birnu.Wink hehe
 
Skrapp svo í ræktina í gær og vá við Kolla entumst í klukkutíma, vorum mjög hissa á okkur og mikið var þetta gott. :) hituðum upp í hálftíma og tókum svo nokkrar æfingar og teygjur eftir á.
 
Jæja vinnan kallar heyrumst síðar Cool 

Annáll 2007

Ég hélt að ég myndi ekki eftir miklu sem gerðist á þessu ári en það er greinilegt að það er fljótt að rifjast upp hehe. Grin

 Ég náði meiraprófinu í byrjun ársins þannig að  nú má mín keyra vörubíl og ég stóð mig vel í prófinu. Mjög sátt með það!!! Cool

Skráði mig svo í kvöldskóla í FB og náði þessum 3 fögum sem ég tók í vorprófunum.

Fór í afmælis-sumarbústaðaferð með Sunnu og þar var svakafjör og mega flottur bústaður. Bakaði köku þar en hún varð smá slys Blush en rosa góð samt sem áður hehe. LoL

Fór í jeppaferð með pabba og nokkrum úr Utanvinafélaginu 4x4 og sú ferð var bara ævintýri út í eitt. Lentum í miklum krapa þannig að þær voru ófáar festurnar þar og ein þeirra stóð yfir í nokkra tíma. Pabbi varð að vaða útí krappann og það var víst nokkuð mikið kalt, til að ná að setja reipi í bílinn og svo varð næsti bíll að kippa í okkur o.s.frv. Við vorum 7 tíma að komast 23 km. í þeirri ferð.

Fór í 3 fermingar og ein þeirra var norður í land í Hrísey hjá Dísu Rún.

Keypti mér rosa flotta digital myndavél :P hehe og nú get ég skemmt mér við að taka myndir (þarf samt að læra aðeins betur á hana)

Eldur kom upp í kjallaríbúðinni fyrir neðan okkur og stigagangurinn fullur af reyk, við hringdum í 112 og létum íbúendur vita. 

Skrapp austur á Egilsstaði á kirkjugarðsráðstefnu þar var svakafjör fyrir utan fundinn hehe Grin en hann var stuttur miðað við hvað hann er venjulega svo var farið í ferð í aðrennslisgöng 1. fyrir Kárahnjúka og þetta er svaka stórt.

Við tók sumarvinnan eftir þessa ferð og var alveg brjálað að gera enda tók ég ekkert frí nema 2 daga til að skreppa út til Glasgow með Birnu í “smá” verslunarleiðangur hehe Tounge og smá afslöppun þó svo að hún hafa ekki verið mikil í öllum þessum verslunum LoL hehe

Kolla vinkona eignaðist litla prinsessu sem heitir Sara Margrét og ég skrapp nokkrum sinnum upp í sumarbústað og tók þá Sigurð Jóhann og Jón Arnór með.

Við krakkarnir í vinnunni fórum út að borða á Rauðará eins og venjulega og var maturinn alveg meiriháttar og svaka gaman, skrapp svo á Papaball eftir matinn með Birnu og skemmtum við okkur ekkert smá mikið. Cool

Tók smá frí frá jólaprófalestri og fór í jeppaferð í Þórsmörk í byrjun des. og þar var að sjálfsögðu fjör eins og alltaf.

Náði jólaprófunum og var svo bara að undirbúa jólin og slappa af um hátíðarnar.

Ég ætla að láta þetta gott heita núna

Heyrumst síðar


Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla

VÁÁ!!! Heldur betur letilíf í gangi hjá mér Wink ég er sko ekkert búin að gera í dag nema góna á imbann og svo aðstoða við smá matarboð hérna heim.

Nýja árið gengið í garð og árið 2008 komið. Við pabbi vorum í mat hjá ömmu og afa, svaka góður matur, fengum hvítlaukshumarhala í forrétt, lambafille í rjómasósu og ís í eftirrétt, ummm hvað þetta var gott Grin Kvöldið varð svo bara rólegt hjá mér ætlaði að fara til systu en hún veiktist um kvöldið þannig að ég varð bara róleg og horfði á mynd heima, þetta var voða kósý liggja bara upp í rúmi og góna á mynd Smile 

Við Birna fórum út að borða á sunnudaginn á Ruby thusday og svo til systu í playstation, ég eða við kynntum Birnu fyrir Disney-golfi í playstation og við skemmtum okkur bara heldur betur LoL hehe.

Jæja ætla að láta þetta duga í bili nenni ekki að koma með annál fyrir síðasta ár þannig að við heyrumst bara síðar.

Er sko ekki að nenna að fara í vinnu á morgunn hehe


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband