Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Erfið ákvörðum

Overload á heilanum á mér. Ég er mikið búin að vera að spekúlera Woundering hvort ég eigi að fara í söguprófið eða ekki!!! Var nefnilega að tala við eina sem er með mér í sögutíma og hún var að tala við kennarann og hann sagði að af því að prófið gildir bara 5% þá er ekki mikið í hættunni ef maður sleppur því en gerir bara heimaverkefnin sem við fáum og skilum þeim. Þetta próf gildir ekki nema 1/2 úr einkunn sem er eiginlega ekki neitt. Woundering

Þannig að nú er spurningin á ég að taka prófið eða ekki? Errm

Á ég að leggja það á mig að lesa 80 bls og læra verkefni og glósur utan af fyrir 5%?Woundering


3. bloggheimasíðan

Já 3. bloggsíðan mín, mætti halda að ég geti aldrei haldið mig við bara eina síðu. Blush

Ég ætla samt að reyna að vera dugleg að skrifa hérna inni en það fer samt líka eftir því hvað það er mikið að gera í skólanum, en það er víst alltaf nóg að gera Frown

Er að fara í próf núna á miðvikudaginn í sögu og alveg fáránlegt próf því það gildir bara 5% og við þurfum að lesa allan miðaldarkaflann sem er 80 bls og svo þurfum við aftur að taka próf úr þessu um jólin, af hverju er ekki bara hægt að taka lokapróf í þessum kafla eins og við gerðum með fyrsta kaflann og þá yrði þessum kafla bara lokið.

Jæja það þýðir víst ekkert að hugsa um þetta maður verður bara að læra.

Verð að stinga af núna í skólann.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband