Allt í vinnslu

Jæja þá er loksins komið að því, ég er farin að skoða íbúðir en ætla samt ekkert að fara að kaupa strax ekki fyrr er verðbólgan minnkar og íbúðaverð fer meira lækkandi. Smile

Ég er samt búin að vera að skoða íbúðir á netinu og allt í Hafnarfirði, því þar vil ég vera. Fann eina rosa flotta í Engjahlíðinni það eina sem vantaði var bara útsýnið en væri samt alveg til í að búa í þeirri íbúð.

Ég var/er búin að finna draumastaðinn minn sem er bara hérna hinum megin við vinnuna mína í Dalsásnum,  alveg geggjað útsýni þar (þarf einhvern tíman að fara með myndavélina þangað og taka myndir af útsýninu) það er að vísu einhver stöðnun í byggingunni á blokkinni en kannski verður hún tilbúin þegar ég ákveð að kaupa. Grin

Ég ætla samt að halda áfram að skoða og sjá hvort ég detti ekki niður á einhverja íbúð. Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sama staðan hér á bæ. Við ætlum ekki að kaupa meðan allt er svona hátt.. erum samt með augun opin ef við dettum niður á eitthvað.

Vonum bara að sá tími komi sem fyrst og maður komist í sitt eigið!

Drífa (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Jóhanna Arnórsdóttir

Já nákvæmlega, ég er farin að hlakka til að geta innréttað mína eigin íbúð hehe . Vonandi að það verði með haustinu sem maður getur keypt sér og þangað til heldur maður bara áfram að safna.

Jóhanna Arnórsdóttir, 4.3.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband