Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hvað fær fólk til að gera svona hluti???

Okkur var tilkynnt það áðan upp í vinnu að það hafa verið framin skemmdarverk upp í garði.

Ég fór að skoða þetta og þá var búið að sparka í einn kross og hann var brotinn og svo á þremur legsteinum var búið að sparka upp ljósaluktum og vösum sem er skrúfað ofan í legsteinana. Þannig að það hlýtur nú að hafa þurft eitthvað afl til að sparka þessu upp.

Mér finnst þetta svo mikið virðingarleysi gagnvart þeim látnu og aðstandendum þeirra.

Fær ekkert lengur að vera í friði, þarf að skemma allt sem í vegi þess verður?

 Ég er svo orðlaus yfir þessu!!!


Sveitasælan

Ahh gott að komast í sveitina og slappa af Smile

En föðurfjölskyldan hittist í gær og vorum við 35 manns s.s. amma og afi, börn, barnabörn og barnabarnabörn vantaði að vísu tvo í viðbót en vá ekkert smá mörg.

Þegar við komum á Höfðabrekku var svo rosalega mikið rok og rigning að þegar Jón Arnór var að labba inn í húsið þá bara fauk hann og hann kom alveg hágrátandi til okkar aftur. Þetta var sko ekkert smá mikið rok. Svo tók við að heilsa öllu fólkinu og kjafta við mannskapinn og fá sér smá bjór Tounge

Við fengum alveg ossa gott að borða en í boði var kalkúnn, lambakjöt og hreindýrakjöt ummmmm hvað þetta var gott og svo var marengs kaka í eftirrétt.

Það var svo bara kjaftað frameftir kvöldi og tókum við upp blöðru með helíum í og fórum að leika okkur að draga helíumið að okkur og tala svo og vááá hvað við hlógum og skemmtum okkur að þessu. Það þarf lítið til að kæta okkur. LoLLoLLoL

Í dag skruppum við Guðbjörg frænka á fjórhjól og ætluðum að skoða svæðið þar sem gamli bústaðurinn okkar var en nenntum ekki að leysa hnútinn sem var þarna á hliðinu þannig að við enduðum að fara upp fyrir Reynisbrekku og skoða okkur um þar. Það var nú samt alveg nokkuð kalt en rosa gaman. Þegar við komum til baka fréttum við að frændi okkar ætlaði að fara í björgunarleiðangur eftir okkur því við vorum búnar að vera svo lengi að þau héldu að við hefðum orðnar bensínlausar. Grin Hefði alveg verið til í fá að prófa krossarann hjá frænda mínum (fæ kannski að gera það seinna Wink)

Á leiðinni heim tókum við systa smá krókaleið heim byrjuðum á því að fara að Seljalandsfossi og þar tók ég nokkrar myndir hefði tekið fleiri ef það hefði ekki komið svona rosa mikil rigning. Ok svo urðum við rosa menningarlegar og fórum á Sögusetrið á Hvolsvelli og skoðuðum Njáluslóðir og hvernig kaupfélögin voru hérna áður fyrr. Fórum svo hjá Eyrabakka og Þrengslin heim en ég var að vonast eftir að það væri nógu mikið brim til að taka myndir en því miður var ekki nógu mikið þannig að ég ætla að bíða betri tíma

Hey Íris ef þú lest þetta þá er ég komin með næsta myndaefni fyrir okkur Wink það er að segja ef þú nennir Tounge

 


Ættarmót

Við ætlum að loka snemma í dag í vinnunni og fara austur í sveitina. 

Ættingjarnir frá Svíþjóð komnir og við ætlum öll að hittast austur á Höfðabrekku hjá frænku okkar og borða saman og hafa það gott.

89154342315.05-yfirlit-638 

Þetta er Hótel Höfðabrekka en það sjást ekki alveg öll húsin sem eru þarna hjá þeim Cool


...

Þá er heimildaritgerðin komin út úr tölvunni og komin í möppu og nú á bara eftir að skila henni.

Næst á dagskrá er að lesa undir sögupróf, þarf að læra allt um Sameinuðu Þjóðirnar, ESB, deilur milli Ísraelsmanna og Araba og bara alveg fullt meira fyrir miðvikudaginn. Einhvern vegin er ég nú bara óskaplega róleg yfir þessu. Smile

Skrapp í bíó með Írisi í gær á ,,Journey to the center of the earth" hún var bara nokkuð góð og algjör ævintýramynd, líka upplifelsi að fara á 3D mynd og finnast allt koma á móti sér. Grin 

Jæja þá er komið að lærdómnum!!!


Mikil þreyta í gangi

Ó já það er sko þreyta búin að fá svona tæpa 5 tíma í svefn. Málið er það að systa hringir í okkur um 11 leytið í gær og biður okkur um að koma því Sigurður var kominn með svo ljótann hósta og átti erfitt með andadrátt. Pabbi varð eftir hjá Jóni Arnóri á meðan við fórum með Sigurð. Systa vissi alveg hvað var að honum því hann hefur fengið þetta áður og var þetta barkabólga. Frown

Drengurinn var sko ekki sáttur við að leyfa lækninum að skoða sig, hann hágrét alveg og barðist um. Við systa reyndum að róa hann niður á meðan það var verið að mæla lífsmörkin og hlusta hann. Eftir þetta róaðist hann því læknirinn fór að taka til lyf fyrir hann. Svo kom það hræðilega ég fékk sko tárin í augun en það þurfti að setja grímu fyrir nefið og munninn og þurfti hann að anda að sér lyfi og úff drengurinn alveg hágrét og barðist um en eftir smá tíma tók hann að róast og bara snögti á meðan hann var með þetta á sér en það var allt annað að hlusta á andadráttinn eftir þetta. Við komum ekki heim fyrr en rúmlega eitt. (þurftum að bíða alltaf heillengi á milli lækna og hjúkrunarfólks) svo kom ég heim og viti menn gat ekki sofnað fyrr en langt gengin í þrjú.

Eitt er víst ég ætla snemma að sofa í kvöld. Gasp

En út í aðra sálma þá lauk ég næstum við heimildaritgerðina en ég á bara eftir að gera inngang og lokaorð og ég held að það verði nú ekki mikið mál þannig að um helgina get ég farið að einbeita mér að söguprófinu.

úúú svo í næstu viku er fjölskyldan frá Svíþjóð að koma og verður hittingur hjá okkur fjölskyldunni austur á Höfðabrekku næstu helgi en við erum að fara að sjá í fyrsta skipti nýjustu ættingjana í fjölskyldunni. Þetta verður sko eitthvað fjör Wink

Jæja best að fara að fá sér að borða áður en maður fer út í þetta veður að vinna. Pinch 


Nú er úti veður vont

og á víst eftir að versna Pinch  ojjjjj sko.

Ég hef nú voða lítið að segja nema það er bara nóg að gera í skólanum því þann 24. sept er ég að fara í fyrsta lotuprófið af þremur í sögu og á einmitt að skila heimildaritgerð úr Íslandsklukkunni þennan sama dag. Ætla nú að vera búin með hana um helgina þannig að ég muni geta einbeitt mér að sögu, því það er víst alveg nóg að lesa Gasp  Þarf að lesa um Sameinuðu Þjóðirnar, ESB og það sem tilheyrir því og svo um Austur-Evrópu, þ.a.a. læra kort af Evrópu og skiptingu Palestínu og Ísraels og svo eitthvað fleira en þið viljið ekkert vita það. 

Sjúkraþjálfunin gengur vel, ég er tvisvar í viku og á fullu í æfingum meira að segja búin að fá grænt ljós í líkamsrækt þannig að nú er bara að fara að kaupa sér kort og byrja að æfa og styrkja bakið.

Veit ekkert hvað ég á að segja meira þannig að ég segi bara over and out... 


Prófun

Var aðeins að leika mér að gera panorama-mynd og ákvað að leyfa ykkur að sjá líka Tounge 

Sólsetur á Straumi 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband