Róleg helgi að baki

Helgin búin að vera nokkuð róleg bara. Var hálf dottandi í sófanum á föstudaginn greinilega mikil þreyta eftir vinnuvikuna.

Á laugardaginn skelltum við okkur pabbi upp í bústað og hittum fjölskylduna þar. Maður skellti sér beint í bikini-ið því það var svo gott veður svo var bara flatmagað eða legið í pottinum þangað til skýjin fóru fyrir sólu og síðar kom þessi hellidemba þannig að maður var bara inni að hafa það notalegt. Ég eldaði þennan dýrindis humar Tounge ummmmm í forrétt, ekkert smá góður, aðalrétturinn var svo kjúklingur og hann var sko góður líka ummmm. Við Guðbjörg R. horfðum svo á sjónvarpið og það var farið hálf snemma í rúmið, ég að vísu fór ekki að sofa fyrr en langt gengin í 3 því ég festist yfir bók sem ég var að lesa og gat ekki hætt fyrr en ég var búin með hana Blush hehe.

Á leiðinni heim lentum við í haglél á Hellisheiðin, það er sko mjög skrýtið veður sem við fáum hérna heima á Íslandi og við fáum bara sýnishorn af veðri LoL haha.

Af því að veðrið var svo gott í dag, þá skelltum við okkur Sunna á Reykjanesskagann að taka myndir, en það styttist nefnilega í að við förum á ljósmyndanámskeiðið sem verður bara í næstu viku Grin úúú hvað mig hlakkar til!!!!

Ég þarf að skella svo nokkrum myndum inn eftir daginn í dag.

Jæja komið nóg í bili

Over and out Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband