Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Einkunnir

Nú er sko mikil gleði hjá mér Grin hehe. Ég nefnilega náði í einkunnirnar áðan og það kom í ljós að ég náði öllum fögunum.

Þetta er alveg þvílíkur léttir sérstaklega með stærðfræðina. Fyrst maður er búinn að ná þessari stærðfræði ætli það sé þá ekki best að taka næstu 6 einingar í viðbót. Þá ætti held ég að vera búin með kjörsviðið líka í stærðfræði.

En já einkunnirnar sem ég fékk voru:

Stærðfræði 6

Saga 7

Sálfræði 9

Vá hvað ég varð hissa með sálfræðina ég vissi alveg að ég væri búin að ná henni en kannski ekki alveg með 9 Grin hehe. En ég er sko alveg sátt við þessa einkunn, eiginlega bara mjög sátt.

Jæja langaði bara að tjá mig um þetta Cool


Seinasta prófið í kvöld

Ég hélt nú að ég yrði nú eitthvað stressuð en ég finn ekki fyrir miklu stressi, það kannski kemur í dag þegar það fer að líða nær prófinu. Pinch

Ég er svo innilega ekki að nenna að læra undir það, mig langar að vera komin í sumarfrí frá skólanum. Þetta verður samt ljúft að vera búinn í kvöld og svo þarf maður bara að ná í einkunnirnar sínar á mánudaginn.

Gvöð hver ætli niðurstaðan úr þeim verði Woundering ég vona að hún verði góð, alla vegana sæmileg og ég hafi náð prófunum. Smile

Jæja best að halda áfram próflestrinum og demba sér í minniskaflann.


Prófatímabil

ÆJI já þessu blessuðu próf!!!

Fór í fyrsta prófið af þremur í gær og það var saga. Ég veit ekkert hvernig mér gekk Errm nema bara svona lala vona samt að ég hafi náð  Woundering.

Næsta próf er á morgunn og það er stærðfræði og ég er ekki enn byrjuð að læra fyrir það. Ég er bara ekki að hafa mig í það. Ég er einhvern vegin hálf slöpp og með kvef og þá langar manni bara að liggja upp í rúmi og sofa.

Nóttin hjá mér var nú eitthvað hálf furðuleg. Var alltaf að vakna og draumarnir voru sko ekkert heilbrigðir en mig dreymdi sögu, ég meina hvað er málið. Ætli mig muni ekki þá dreyma stærðfræði þarnæstu nótt Pinch

Ég er svo innilega að vona það að ég nái þessari stærðfræði því ég er bara ekki að nenna að taka hana aftur GetLost 

Jæja nú verð ég að fara að gera eitthvað af viti og kíkja í þessar blessuðu bækur. Ooooooohhhhhhh boooooriiiiing.

Heyrumst!!!

Wish me luck tomorrow  Smile


1.maí

Dagurinn var nú bara hálf rólegur. Kolla kom í morgunn með Söru og við skruppum í Perluna og hefðum betur átt að sleppa því. Við erum að tala um brjálæði þar Pinch maður var bókstaflega í kremju. Hittum Birnu og Alexander og fórum og fengum okkur ís ummmm nammi Cool hehe. Skruppum í Rúmfatalagerinn og Hagkaup og komum svo heim til mín og Kolla gaf Söru að borða og fór svo heim.

Við tók lærdómurinn hjá mér, settist út á svalir í góða veðrinu og sólinni og las þar, svaka þægilegt.

Fór í gönguferð yfir til systu og fór að pína hana mú ha ha ha ha ha ha ha ha LoL nei nei segi bara svona.

Alla vegana ég ætlaði að tala um ókurteisi í ökumönnum gegn gangandi vegfarendum. Ég þarf sem sagt að fara yfir gangbraut þegar ég labba til systu og á leiðinni til hennar og á leiðinni heim stoppa ég við hana og bíð eftir að bílarnir stoppi til að hleypa mér yfir en vitið þið hvað. Enginn stoppar bara keyrt á fullri ferð framhjá.

Þetta finnst mér vera mikil ókurteisi!!!

Hey já sá sem kannast við Hays-nefndina má alveg láta mig vita hvert hlutverk hennar var!!! Wink


Síðasti tíminn og svo próf

Já síðasti tíminn í skólanum er búinn og nú eru bara próf framundan, úff smá kvíði verð ég nú bara að segja en samt mesti kvíðinn er fyrir stærðfræðinni GetLost .

Nú verður maður bara að vera duglegur að læra en því miður verður nú ekki mikið um lesningu um helgina nema kannski á kvöldin. Ég og pabbi verðum nefnilega að passa strákana hjá systu og þá verður sko ekkert hægt að læra fyrr en þeir eru sofnaðir.

Ég er búin að spá mikið hvað ég eigi að gera með þeim um helgina, þannig að ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug endilega látið mig vita Wink .

Alla vegana þá ætla ég að hafa þetta stutt núna og koma mér bara upp í rúm og lesa smá í sögu, próf úr henni næsta þriðjudag og mikið að lesa og læra verkefni.

Heyrumst og góða nótt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband