Menningarleg

Já ég var sko menningarleg í kvöld Smile og skellti mér í leikhús með systur minni, en ástæðan fyrir leikhúsferðinni er sú að það er skylda í síðasta áfanganum í íslensku að sjá leikrit. Stór hluti af hópnum mínum fór í gær á Rústað en það var bara ekkert að heilla mig (búin að heyra að það koma ógeðslegir atburðir þarna í ljós) þannig að ég skellti mér á Dubbledusch Cool og ég mæli alveg með því. Ég hló ekkert smá mikið LoL og leikararnir léku þetta mjög vel. það varð dáldið fyrirsjáanlegt en það eyðilagði ekki neitt og endirinn kom töluvert á óvart, það sem gerði þetta líka dáldið öðruvísi var að salurinn sem við vorum í var lítill og maður næstum sat við sviðið annað en í þessum stóru leikhúsum. Nú bara bíð ég eftir því að kennarinn minn láti mig vita hvernig ég eigi að skrifa leikhúsgagnrýni því ég er nú farin að hlakka dáldið til að gera hana.

Jæja ég held að nú sé kominn tími til að fara að lúlla, ætli ég verði ekki vakin af litlum gríslingum í fyrramálið og þarf þar að auki að læra undir próf og byrja á uppkasti að næstu bókmenntagreiningu. Busy, busy, busy

Góða nótt

Hasta luego


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ein spurnig hvernig getur eitthvað sem er fyrirsjáanlegt komið á óvart?

Sólveig (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Jóhanna Arnórsdóttir

Af því að maður fattaði leyndarmálið en svo í lokin kom annað mál upp sem sumir voru búnir að fatta en aðrir ekki.

Jóhanna Arnórsdóttir, 17.3.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband