Börn eiga ekki að leika með eld!!!

Þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni í gær sá ég tvær stelpur hafa kannski verið svona 8-10 ára leika sér í snjóhúsi við hornið á kirkjugarðinum hjá mér. Ég sé að þær eru að henda einhverju inn í húsið og svo bara fullt af reyk, þannig að ég sný við og tala við þær. Þær voru búnar að henda alveg fullt af dagblöðum inn í húsið og kveikja í blöðunum. Ég sagði við þær að þær ættu nú ekki að vera að leika sér með eld því þetta væri nú stórhættulegt. Þær sögðu,,en þetta er í snjó!" ég sagði nú að það skipti engu máli því ef að eldurinn eða glæðurnar myndu komast í fötin þeirra þá væru þau nú fljót að fuðra upp!!! Þá kemur í þeim: ,,ÓÓÓó er það?" Þá fóru þær í það að slökkva eldinn með snjóköglum og í sameiningu tókst okkur að slökkva eldinn en það var sko ekki góð lykt af fötunum mínum Frown  þegar ég kom heim og ég get ekki ímyndað mér hvernig lyktin af fötunum hjá stelpunum hefur verið og vona að foreldrarnir hafi fundið hana og fundið  út hvað þær voru að gera af sér. 
Þannig að ég bendi foreldrum á það að láta börnin sín vita að eldur er hættulegur!!! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband