Innbrotsfaraldur í borginni!!!

InnbrotsþjófurÞað er víst innbrotsfaraldur í borginni og urðum við pabbi fyrir ónæði frá einum innbrotsþjófi en sem betur hefur komið styggð að honum og hann hefur ekki komist inn í íbúðina.

Ég var sem sagt að útbúa matinn og var litið á eldhúsgluggann og sé þar liggja skrúfur í gluggakistunni, fannst þetta eitthvað voða skrýtið þannig að ég fer að skoða og sá að það var búið að skrúfa stormjárnið í sundur og glugginn laflaus og búið að færa til grillið úti á svölum hjá okkur, þannig að það hefur einhver reynt að komast inn en ekki náð því og guð hvað ég er fegin því ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði einhverju verið stolið.

Við erum búin að hringja í lögregluna og láta hana vita og búin að laga gluggann og setja krækju á hann og hér eftir verða allir gluggar lokaðir á meðan við erum ekki heima.

Ég bið ykkur að vera vel á verði og fylgjast með nágrönnum ykkur ef þeir eru ekki heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG, ég væri búin að hringja í Securitas áður en ég væri búin að skrúfa stormjárnið fast.

Smill (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Jóhanna Arnórsdóttir

Það verður næst á dagskrá hjá okkur að tala við öryggisþjónustu  Ég þarf bara að vera nógu dugleg að ýta á pabba til að hringja í þá

Jóhanna Arnórsdóttir, 4.12.2007 kl. 20:37

3 identicon

úfff...já, þó manni sé nú ekki alveg sama um dótið sitt að þá er enn verri tilhugsun um að einhver hafi verið að rótast í öllu sem maður á

Smill (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband