Hvers vegna getur fólk ekki farið eftir settum reglum?

Ég veit ekki hve oft ég hef þurft að segja fólki að það sé bannað að vera með hunda hérna í kirkjugarðinum og maður fær ýmiskonar svör til baka eins og ,,ég er með hann í ól" Er hann ekki samt hundur fyrir því?

Eða þá eins og ég var að lenda í núna að ég var að segja konu að það væri bannað að vera með hunda í garðinum og þá sagði hún að hún væri ekki komin inn í garðinn og þar að auki væri hún ekki komin að skiltinu, eins og það skipti einhverju máli hún var komin inn í garðinn og var með hund.

Svo lendum við í að þrífa upp þennan hundaskít sem forráðamenn hundanna eiga að hirða upp sjálfir.

Alveg merkilegt hvað fólk getur verið ókurteist við mann þegar maður er að benda þeim á reglur.

Ég ákvað að láta eina reglu fylgja hér með og þar segir í reglum um kirkjugarða:

Í kirkjugörðum er bannað að fara um með hesta, hunda eða önnur dýr.

Tekið úr: Reglur um umgengni í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma nr. 810/2000.

Hér er einnig slóðin yfir reglur í kirkjugörðum:

http://www.kirkjugardar.is/starfsemi/log/reglur1.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband