Annáll 2008

Verð nú að játa að árið 2008 hafi verið dáldið viðburðaríkt!!!

Við skulum byrja á því að ég hélt áfram í skólanum og sú önn gekk bara mjög vel.

Kaup ársins voru: burrinn minn, gps-tækið mitt og dráttarbeisli undir burrann og er ég bara rosaánægð með þetta allt saman því þetta er allt  saman búið að koma að góðum notum.

Viðburðir: Þorrablót með fjölskyldunni á Höfðabrekku og svo var haldið ættarmót  í september með allri fjölskyldunni, en fjölskyldan frá Svíþjóð kom öllsömul og var alveg æðislegt að hitta þau, þetta var dáldið púsl að því þau voru 10 sem komu en þetta hafðist allt saman og ættarmótið var haldið einnig á Höfðabrekku því frænka mín er með hótel og því nóg af herbergjum enda vorum við 35 manns og þá erum við bara að tala um ömmu og afa og svo börn, barnabörn og barnabarnabörn en þetta var alveg æðislega gaman.

Ferðalög: Sumarið fór nú dáldið mikið í ferðalög því ég fór norður á fjölskylduhátíðina í Hrísey. Skrapp á Flúðir með stelpunum í smá djammferð svaka fjör þar hehe og svo fórum við systa  í vikuferð hringinn um landið og fengum alveg frábært veður, vorum í alveg rúmlega 20 stiga hita í Ásbyrgi sem var frábært. Um verslunarmannahelgina skrapp ég á Laugarvatn með Kollu og Söru og var þar yfir eina nótt og skundaði svo upp í bústað og var þar alla helgina og hafði það mjög gott, fórum á smá rúnt inn í Landmannalaugar og var það rosa gaman.

Rúnturinn: Fór á 2 fornbílarúnta í sumar annar var á 17.júní og hinn var á Ljósanótt og fékk ég að prufukeyra Dodge Monaco ´69 einungis 300 hestar og algjör dreki enda líka alveg unun að keyra þann bíl.

Fréttir: Greindist með brjósklos í ágúst og byrjaði í sjúkraþjálfun og gekk brjósklosið til baka. Amma greindist með ristilkrabbamein rétt fyrir jólin og var send í aðgerð viku fyrir jól, þaðan var hún útskrifuð á Þorláksmessu og fór norður í Hrísey en varð að fara aftur inn á spítala á Akureyri því hún hafði fengið bakteríusýkingu og varð að fara í einangrun en nú er hún öll á batavegi og kemur aftur til borgarinnar í næstu viku.

Sittlítið af hverju: Fór á ljósmyndanámskeið í sumar og var það mjög fróðlegt. Sendi inn ljósmynd eftir mig og var hún sýnd í veðurfréttunum á stöð 2. Fór á 4x4 sýninguna  og skoðaði alla flottu jeppana. Fór út að borða með vinnunni á Rauðará og alveg geggjaður maturinn sem við fengum. Svo náttúrulega átti ég afmæli í sumar og fór ég út að borða með vinkonunum á Ítalíu og hélt líka smá kökuboð fyrir fjölskylduna (hef ekki gert það síðan ég veit ekki hvenær). Já og svo að lokum þá hélt ég áfram í skólanum og ég náði báðum prófunum. SmileSmileSmile

Over and out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband