Skjárinn hjá Símanum

Loksins loksins

Málið er það að skjárinn hjá mér er búinn að vera að frjósa síðastliðnar 3 vikurnar ég er búin að vera í stöðugu símasambandi við Símann og reyna að fá einhverja lausn á þessu.

Veit ekki hve oft ég hef þurft að restarta routernum og myndlyklinum og svo hefur þetta verið í lagi í smátíma og svo byrjar sama ballið upp á nýtt, ég var orðin dáldið mikið pirruð á þessu, það var búið að láta mig kaupa nýja snúru úr routernum og yfir í myndlykilinn og náttúrulega búin að eyða pening í það sem ég þurfti ekki einu sinni að kaupa. Ekki sátt og eins og gaurinn sagði: ,,þú átt ekkert að hlusta á þau hjá þjónustudeildinni".

En já símaviðgerðagaurinn kom í morgunn og fór að líta á þetta og sagði að línan væri nú eitthvað biluð hjá mér og við enduðum á því að þurfa að fara yfir í næstu blokk og reyna að finna bilun og hann vill meina að það sé einhver bilun út í götu en Míla vill ekki meina það og segir að ég eigi bara að láta minnka hraðann á netinu hjá mér sem var gert alla vegana í bili þannig að ég  geti nú verið á netinu og horft á skjáinn og svo ætlar gaurinn að hafa aftur sambandi við mig á morgunn til að athuga hvort sé ekki allt í lagi og láta mig vita hvort það verði eitthvað gert í sambandi við með línuna út í götu.

Vildi bara létta af brjósti mínu og deila þessu með ykkur, líður ykkur ekki betur að vita af þessu? hehe LoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

hjúkk, mér líður sko miklu betur

Smilla, 6.11.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Jóhanna Arnórsdóttir

Ha ha ha já ég nefnilega hélt það líka

Jóhanna Arnórsdóttir, 6.11.2008 kl. 19:13

3 identicon

til hvers eru þeir þá með þessa þjónustudeild??

Drifa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:34

4 Smámynd: Jóhanna Arnórsdóttir

Nákvæmlega ég hef ekki guðmund um það, greinilegt alla vegana að þau eru ekki að standa sig í þessu tæknivandamálum.

Jóhanna Arnórsdóttir, 8.11.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband