Fór með ömmu á Bráðamóttökuna

Jeminn hvað maður þarf að bíða alltaf lengi á þessari blessuðu bráðamóttöku. Við mættum þarna um rúmlega 5 leytið í gærdag og við tók bið frammi í svona klukkutíma, svo komumst við inn og þar var tekið smá viðtal við okkur og svo tók við næsta bið. Svona gekk þetta alveg nokkrum sinnu hálf tíma, klukkutíma biðir, hún var send í lungnamyndatöku, hjartalínurit, blóðprufur og eitthvað fleira. Við losnuðum ekki fyrr en um 11 leytið í gærkvöldi. Maður var orðinn ansi þreyttur eftir þessa bið.

Að vísu ein af ástæðunum fyrir því að við þurftum að bíða svona lengi var sú að það varð víst eitthvað alvarlegt bílslys, það komu víst 2 sjúkrabílar á meðan við vorum að bíða frammi.

En jæja ætla ekki að tala meira um þetta núna, ætla að henda mér í sturtu og koma mér svo til ömmu og kíkja á hana og kannski læra aðeins undir próf sem ég er að fara í á morgunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æææ ekki gaman að heyra.
Vona að ekkert alvarlegt sé að hrjá hana ömmu þína.

Kveðja Drífa

Drífa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:02

2 identicon

Amma var komin með lungnabólgu en fékk strax lyf og smá næringu í æð en hún vildi ekki láta leggja sig inn eins og læknarnir vildu en hún segist vera farin að skána :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband