Hvernig stendur á því...

að pósturinn hérna í Hafnarfirði er með svona rosalega lélega þjónustu. 

Við hérna í Kirkjugarðinum erum að fá póst sendan hingað rúmlega viku eftir að hann er stimplaður. 

Mér finnst þetta til háborinnar skammar. Garðurinn er löngu orðinn innanbæjar og það ætti nú ekki að vera erfitt að skutla smá pósti til okkar á hverjum degi alla vegana annan hvern dag. 

Sama hvað við kvörtum þá er greinilega ekki hlustað á okkur.

Ég bara varð að tjá mig um þetta Tounge 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Margrét Finnsdóttir

Ég hef tekið eftir þessu líka með sum bréf. Stundum koma þau ekki fyrr en mörgum dögum seinna en önnur daginn eftir.......

Kolbrún Margrét Finnsdóttir, 13.2.2008 kl. 14:34

2 identicon

Þið megið vera fegnar að fá póstinn!!! Við hér á Laugarvatni fáum hann ekki næstum alltaf, veit dæmi þess að fólk hefur verið að bíða eftir sendingum í nokkrar vikur!!! Ég er t.d. að bíða eftir pakkasendingu sem að fór af stað fyrir 3 vikum síðan og er ekki enn komin, tekur 3 daga í bænum!!!

Síðast liðið sumar voru 3 mánaða skammtur af pósti þegar nýjir eigendur tóku við búðinni/póstinum!!! 

Íris Ósk (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband