Sveitasælan

Ahh gott að komast í sveitina og slappa af Smile

En föðurfjölskyldan hittist í gær og vorum við 35 manns s.s. amma og afi, börn, barnabörn og barnabarnabörn vantaði að vísu tvo í viðbót en vá ekkert smá mörg.

Þegar við komum á Höfðabrekku var svo rosalega mikið rok og rigning að þegar Jón Arnór var að labba inn í húsið þá bara fauk hann og hann kom alveg hágrátandi til okkar aftur. Þetta var sko ekkert smá mikið rok. Svo tók við að heilsa öllu fólkinu og kjafta við mannskapinn og fá sér smá bjór Tounge

Við fengum alveg ossa gott að borða en í boði var kalkúnn, lambakjöt og hreindýrakjöt ummmmm hvað þetta var gott og svo var marengs kaka í eftirrétt.

Það var svo bara kjaftað frameftir kvöldi og tókum við upp blöðru með helíum í og fórum að leika okkur að draga helíumið að okkur og tala svo og vááá hvað við hlógum og skemmtum okkur að þessu. Það þarf lítið til að kæta okkur. LoLLoLLoL

Í dag skruppum við Guðbjörg frænka á fjórhjól og ætluðum að skoða svæðið þar sem gamli bústaðurinn okkar var en nenntum ekki að leysa hnútinn sem var þarna á hliðinu þannig að við enduðum að fara upp fyrir Reynisbrekku og skoða okkur um þar. Það var nú samt alveg nokkuð kalt en rosa gaman. Þegar við komum til baka fréttum við að frændi okkar ætlaði að fara í björgunarleiðangur eftir okkur því við vorum búnar að vera svo lengi að þau héldu að við hefðum orðnar bensínlausar. Grin Hefði alveg verið til í fá að prófa krossarann hjá frænda mínum (fæ kannski að gera það seinna Wink)

Á leiðinni heim tókum við systa smá krókaleið heim byrjuðum á því að fara að Seljalandsfossi og þar tók ég nokkrar myndir hefði tekið fleiri ef það hefði ekki komið svona rosa mikil rigning. Ok svo urðum við rosa menningarlegar og fórum á Sögusetrið á Hvolsvelli og skoðuðum Njáluslóðir og hvernig kaupfélögin voru hérna áður fyrr. Fórum svo hjá Eyrabakka og Þrengslin heim en ég var að vonast eftir að það væri nógu mikið brim til að taka myndir en því miður var ekki nógu mikið þannig að ég ætla að bíða betri tíma

Hey Íris ef þú lest þetta þá er ég komin með næsta myndaefni fyrir okkur Wink það er að segja ef þú nennir Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega láttu mig vita hvað þú ert að pæla, klára hérna á laugardaginn/sunnudaginn og er klárlega til í myndaferð ;)

Íris Ósk (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband