Gallað eintak

Eða það mætti alla vegana halda það Grin hehe.

Ég nefnilega fór í sjúkraþjálfun í morgunn og kom í ljós að annar fóturinn er aðeins styttri en hinn en sem betur fer ekki mikið. Vöðvarnir framan á lærunum er víst mikið styttri en vöðvarnir aftan á. Þarf að gera teygjuæfingar fyrir það.

Ég var rannsökuð í bak og fyrir og er bara hálfvegis eftir mig í bakinu eftir allt þetta pot og þar að auki er ég tape-uð á bakinu. Þetta er að vísu dáldið fyndið og teipið er alveg í stíl við fötin sem ég er í: svart og bleikt tape. 

Þetta á eitthvað að draga úr álaginu á bakið á mér sem er reyndar satt en þetta er samt mjög spes Tounge hehe. Mér voru kenndar nokkrar æfingar sem ég á að gera og á að mæta aftur í þessari viku og þá verð ég kannski látin í tog og send í tækjasalinn...

Jæja langaði bara að tjá mig um þetta mál og ég er búin að því þannig að við heyrumst.

p.s. ætla að reyna að koma inn myndum frá menningarnótt fljótlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

spurning um að heimta endurgreiðslu frá TR fyrir foreldra mans þegar maður er svona gallaður.

Smilla, 26.8.2008 kl. 17:25

2 identicon

Svona rétt til að "hugga" þig þá eru flestir með annan fótinn örlítið styttri :)
Annar minn er nokkrum millimetrum styttri og ég var alltaf að drepast í bakinu en eftir að ég fékk innlegg í skóna mína til að hækka annan fótinn (þennan styttri að sjálfsögðu ) hætti ég að finna svona til. Bara snilld.
Vertu svo bara dugleg að gera æfingarnar

Já og svo er sveitaloftið hér fyrir austan að sjálfsögðu allra meina bót

Drifa frænka (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Jóhanna Arnórsdóttir

Já ég þarf einmitt að fara að kíkja austur í heimsókn til ykkar, þetta gengur ekki lengur. 

Jóhanna Arnórsdóttir, 28.8.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband