The weekend!!!

Helgin var heldur betur skemmtileg.

Þetta sem sagt byrjaði á föstudaginn þar sem við krakkarnir í vinnunni ákváðum að grilla í hádeginu. Við pabbi keyptum læri til að grilla fyrir þau og meðlæti og svo stóð pabbi yfir grillinu og eldaði þessu alveg frábæru læri. Ummmm hvað það var gott og svo lágum við öllu afvelta eftir mikið át Cool hehe.

Við systa ákváðum líka klukkan 10 um morguninn að föstudeginum að skella okkur norður í Hrísey og hitta ættingjana og taka þátt í fjölskylduhátíðinni. Ég kom heim um hálf 3, henti ofan í tösku og brunaði að sækja systu og strákana. Lentum svo í smá leit að handklæðum því við báðar gleymdum að taka handklæði með okkur en loksins fundum við þau í Krónunni og að auki þá fann ég mér jakka í Intersport surprise surprise Grin hehe. Ok svo lögðum við í hann. Ég keyrði dáldið greitt en ekkert of greitt eða það var ekki fyrr en í Öxnadalnum þar sem ég gaf dáldið mikið í því við þurftum að ná ferjunni klukkan 9 annars hefðum við þurft að bíða í 2 tíma til að komast út í eyju. Jæja alla vegana þegar ég var að taka framúr tveimur bílum í Öxnadalnum keyri ég ekki framhjá löggunni og hún blikkar mig en ég var bara rétt yfir hundrað. Þegar við komum að afleggjarnum út á Árskógssand varð ég heldur betur að gefa í. ÚFF!!! Við erum að tala um mikið stress ég var vel yfir 100 meira svona 120-125 nema í kröppustu beygjunum og ég held að ég hafi náð á tæpum 10 mínútum SHITT ÞETTA VAR ROSALEGT!!! Sem betur fer náðum við en klukkan var akkúrat þegar við komum það sem hjálpaði okkur var að það var verið að hýfa upp fellihýsi þannig að við náðum að henda öllu dótinu úr bílnum og setja vagninn hans Sigurðar saman og fleygja okkur í ferjuna Halo . það var ekkert smá gott að koma til Möggu og þeirra og fá smá staup til að afstressa sig Blush haha.

Laugardagurinn var nú bara rólegur fullt af skemmtiatriðum, hún frænka mín vann söngvakeppnina, hjólböruformúluna og ratleikinn en í honum vann ég mín fyrstu verðlaun og voru þau ekki af verri endanum en ég fékk gullmedalíu Tounge ekkert smá sátt og Jón Arnór líka (hann er ekkert smá stoltur og vildi fá að fara og sýna krökkunum hana í leikskólanum Joyful hehe)

Kvöldvakan var nokkuð skemmtilegt og listflugið sem við fengum að sjá var ekkert smá flott svo var brenna og þar var sungið dátt. Við systa fórum heim eftir brennuna til að koma strákunum í háttinn enda komið langt yfir háttatímann hjá þeim. Horfðum svo á Disturbia en þegar ég var hálfnuð að horfa á myndina var ég byrjuð að dotta og systa löngu farin að sofa.

Tókum eitt ferju heim og tókum því rólega enda ekkert í tímaþröng en svo týpískt þegar ég er að taka framúr bíl alveg þegar ég er að nálgast Göngin þá mæti ég löggunni en hún blikkaði mig ekki sem betur fer Pinch hehe.

Jæja nóg komið af þessari sögu en svo á föstudaginn næsta er ég að komast í vikufrí og þá ætlum við systa að fara með strákana í tjaldferðalag, vona samt að við fáum tjaldvagninn og við ætlum að fara hringinn og vera í viku sem verður bara vonandi ljúft, verð samt held ég að kaupa fyrir strákana DVD-ferðaspilara til að setja í bílinn Wink hehe.

Jæja ætla að hætta áður en ég fæ krampa í puttana af því að pikka svona mikið og ætla að fara að gera SUDOKU ég er alveg sjúk í það Cool hehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ.

Ég kíki nú reglulega hingað þó að ég kvitti ekki alltaf.

Maður sér ykkur vonandi á Egilsstöðum á hringferðinni ykkar.. ég reikna með að verða á svæðinu!
Kv. Drífa

Drífa frænka (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband