1.maí

Dagurinn var nú bara hálf rólegur. Kolla kom í morgunn með Söru og við skruppum í Perluna og hefðum betur átt að sleppa því. Við erum að tala um brjálæði þar Pinch maður var bókstaflega í kremju. Hittum Birnu og Alexander og fórum og fengum okkur ís ummmm nammi Cool hehe. Skruppum í Rúmfatalagerinn og Hagkaup og komum svo heim til mín og Kolla gaf Söru að borða og fór svo heim.

Við tók lærdómurinn hjá mér, settist út á svalir í góða veðrinu og sólinni og las þar, svaka þægilegt.

Fór í gönguferð yfir til systu og fór að pína hana mú ha ha ha ha ha ha ha ha LoL nei nei segi bara svona.

Alla vegana ég ætlaði að tala um ókurteisi í ökumönnum gegn gangandi vegfarendum. Ég þarf sem sagt að fara yfir gangbraut þegar ég labba til systu og á leiðinni til hennar og á leiðinni heim stoppa ég við hana og bíð eftir að bílarnir stoppi til að hleypa mér yfir en vitið þið hvað. Enginn stoppar bara keyrt á fullri ferð framhjá.

Þetta finnst mér vera mikil ókurteisi!!!

Hey já sá sem kannast við Hays-nefndina má alveg láta mig vita hvert hlutverk hennar var!!! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Ertu að tala um Aspartame-nefndina? Þá sem átti að ákveða (innan FDA) hvort aspartm fengi markaðsleyfi? Nefndin sagði Nei en Hays fór ekki að ráðum nefndarinnar og ákvað að leyfa Aspartame. 

Þekki ekki aðra Hays nefnd...vona að þetta hjálpi eitthvað.

Smilla, 1.5.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband