Er ekki verið að grínast

Ég fór með burrann minn í þjónustuskoðun í gær og eitt er víst að ég fer sko aldrei aftur með hann í þjónustuskoðun ég borgaði helv.... 48.995.- fyrir þetta, takk fyrir og góðann daginn Devil ég gjörsamlega missti andlitið. Ég vissi að þetta væri dýrt en VÁÁÁÁ EKKI svona dýrt Crying ég fann alveg til með kortinu þegar hann var að strauja það. Frown Þeir meira að segja skiptu um þurrkublöð og ég er nýbúin að kaupa ný blöð. Ég var ekkert alveg sátt við það en já ég sko fer ekki aftur með bílinn minn í þjónustuskoðun enginn tilgangur lengur því hann er dottinn úr ábyrgð.

Svo út í aðra sálma þá var ég förðunarmódel hjá Sunnu í gær, ekkert smá gaman. Ég fékk svona náttúrulega förðun og var klædd í bikinitopp og með blóm í hárinu, þetta var ekkert smá flott. Svo var ég send í myndatöku hjá ekkert smá hressum ljósmyndurum, maður var nú samt alveg nett stressaður því maður vissi ekki alveg hvernig maður átti að vera en samt þetta var fjör. Grin

Jæja ég ætla að fara að drulla mér að gera eitthvað, ég ætti tæknilega séð að fara í skólann í kvöld en ég er ekki að nenna því það er próf og það gildir svo lítið að það tekur því varla, þannig að ég ætla að sleppa því.

Hey já ég fékk 9 fyrir minnistilraunina mína í sálfræði, kennarinn var ekkert smá sáttur við hana og ég líka hehe Tounge

Ok nú er ég sko hætt

blæjó

Heyrumst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ

Gaman að geta fylgst með þér hér.
Já þetta er klikkun að þessar upphæðir sem maður þarf að borga fyrir bílana!!

Kveðja Drífa frænka

Drífa Magg (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Smilla

Ertu að fíflast??? 50 þús. kall!!

Ég held að ég hafi borgað 20 þús fyrir minn síðast. Ég passaði mig reyndar á því að vera ekki búin að fara með hann í smur, skipta um þurrkublöð og þess háttar. Mér fannst það alveg nógu andsk. dýrt.  en 50 þús....ég hefði ráðist á þann sem straujaði kortið.  

Smilla, 16.4.2008 kl. 19:08

3 Smámynd: Jóhanna Arnórsdóttir

ég var búin að heyra að það kostaði um eða rétt yfir 20 þús að fara í þjónustuskoðun fyrir fólksbíla en ég vissi að það væri aðeins dýrara að far jeppa en samt ekki svona dýrt. Hér eftir fer ég bara til frænda míns. Þessi bílaumboð gera ekkert annað en að ræna mann.

Jóhanna Arnórsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband