Hvað er málið?

Af hverju hefur sumt fólk svona gaman að þessu að ræða um það hvort maður sé búinn að finna sér félaga/maka eða ekki?

Ég er alltaf að fá þessu spurningu ,,ertu ekki búin að finna þér einhvern til að vera með?" Pinch og þetta fólk fær alltaf sama svarið ,,nei, og mér líður alveg ágætlega ein Joyful og það kemur einhvern tíman að því að ég finni einhvern en nú er ég bara að njóta lífsins".

Ég er bara ekki enn búin að finna hann en hann hlýtur að láta sjá sig einhvern tíma en á meðan ætla ég bara að njóta lífsins,vinna, vera í skóla, safna pening og bara margt fleira. Tounge

Jæja hafið það bara gott ég bara varð aðeins að tjá mig um þetta. Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

LOL, ég ætla að reyna að muna sérstaklega eftir þessari færslu. Ætla að minna þig á hana þegar þú verður búin að finna manninn og ert að pirra þig á því að fólk spyr þig:

"á ekki að fara að koma með kríli?" og þegar það er komið...
"á ekki að koma með annað?" og  "ætlið þið ekkert að gifta ykkur?"
og svo þegar maður er  að fara heim af fæðingardeildinni...jafnvel enn ólétt þá kemur:
"jæja, og hvenær kemur þriðja?"...and so on
svo eru klassíkerar:
"á ekkert að fara að flytja?" og "eruð þið ekki með gæludýr?"

Ég náði bara að koma með eitt svona sörpræs sem fólk náði ekki að spurja um en það var "nohhh, hva - bara komin á station" hohohoho

Sorry langt maður - bara hitamál hérna líka 

Smilla, 31.3.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Smilla

ahh...svo ég haldi kúlinu - þá er ég sko ekki lengur á station

Smilla, 31.3.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband