Færsluflokkur: Bloggar
...
22.9.2008 | 11:35
Þá er heimildaritgerðin komin út úr tölvunni og komin í möppu og nú á bara eftir að skila henni.
Næst á dagskrá er að lesa undir sögupróf, þarf að læra allt um Sameinuðu Þjóðirnar, ESB, deilur milli Ísraelsmanna og Araba og bara alveg fullt meira fyrir miðvikudaginn. Einhvern vegin er ég nú bara óskaplega róleg yfir þessu.
Skrapp í bíó með Írisi í gær á ,,Journey to the center of the earth" hún var bara nokkuð góð og algjör ævintýramynd, líka upplifelsi að fara á 3D mynd og finnast allt koma á móti sér.
Jæja þá er komið að lærdómnum!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikil þreyta í gangi
19.9.2008 | 08:19
Ó já það er sko þreyta búin að fá svona tæpa 5 tíma í svefn. Málið er það að systa hringir í okkur um 11 leytið í gær og biður okkur um að koma því Sigurður var kominn með svo ljótann hósta og átti erfitt með andadrátt. Pabbi varð eftir hjá Jóni Arnóri á meðan við fórum með Sigurð. Systa vissi alveg hvað var að honum því hann hefur fengið þetta áður og var þetta barkabólga.
Drengurinn var sko ekki sáttur við að leyfa lækninum að skoða sig, hann hágrét alveg og barðist um. Við systa reyndum að róa hann niður á meðan það var verið að mæla lífsmörkin og hlusta hann. Eftir þetta róaðist hann því læknirinn fór að taka til lyf fyrir hann. Svo kom það hræðilega ég fékk sko tárin í augun en það þurfti að setja grímu fyrir nefið og munninn og þurfti hann að anda að sér lyfi og úff drengurinn alveg hágrét og barðist um en eftir smá tíma tók hann að róast og bara snögti á meðan hann var með þetta á sér en það var allt annað að hlusta á andadráttinn eftir þetta. Við komum ekki heim fyrr en rúmlega eitt. (þurftum að bíða alltaf heillengi á milli lækna og hjúkrunarfólks) svo kom ég heim og viti menn gat ekki sofnað fyrr en langt gengin í þrjú.
Eitt er víst ég ætla snemma að sofa í kvöld.
En út í aðra sálma þá lauk ég næstum við heimildaritgerðina en ég á bara eftir að gera inngang og lokaorð og ég held að það verði nú ekki mikið mál þannig að um helgina get ég farið að einbeita mér að söguprófinu.
úúú svo í næstu viku er fjölskyldan frá Svíþjóð að koma og verður hittingur hjá okkur fjölskyldunni austur á Höfðabrekku næstu helgi en við erum að fara að sjá í fyrsta skipti nýjustu ættingjana í fjölskyldunni. Þetta verður sko eitthvað fjör
Jæja best að fara að fá sér að borða áður en maður fer út í þetta veður að vinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er úti veður vont
16.9.2008 | 15:24
og á víst eftir að versna ojjjjj sko.
Ég hef nú voða lítið að segja nema það er bara nóg að gera í skólanum því þann 24. sept er ég að fara í fyrsta lotuprófið af þremur í sögu og á einmitt að skila heimildaritgerð úr Íslandsklukkunni þennan sama dag. Ætla nú að vera búin með hana um helgina þannig að ég muni geta einbeitt mér að sögu, því það er víst alveg nóg að lesa Þarf að lesa um Sameinuðu Þjóðirnar, ESB og það sem tilheyrir því og svo um Austur-Evrópu, þ.a.a. læra kort af Evrópu og skiptingu Palestínu og Ísraels og svo eitthvað fleira en þið viljið ekkert vita það.
Sjúkraþjálfunin gengur vel, ég er tvisvar í viku og á fullu í æfingum meira að segja búin að fá grænt ljós í líkamsrækt þannig að nú er bara að fara að kaupa sér kort og byrja að æfa og styrkja bakið.
Veit ekkert hvað ég á að segja meira þannig að ég segi bara over and out...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prófun
9.9.2008 | 08:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gallað eintak
26.8.2008 | 16:23
Eða það mætti alla vegana halda það hehe.
Ég nefnilega fór í sjúkraþjálfun í morgunn og kom í ljós að annar fóturinn er aðeins styttri en hinn en sem betur fer ekki mikið. Vöðvarnir framan á lærunum er víst mikið styttri en vöðvarnir aftan á. Þarf að gera teygjuæfingar fyrir það.
Ég var rannsökuð í bak og fyrir og er bara hálfvegis eftir mig í bakinu eftir allt þetta pot og þar að auki er ég tape-uð á bakinu. Þetta er að vísu dáldið fyndið og teipið er alveg í stíl við fötin sem ég er í: svart og bleikt tape.
Þetta á eitthvað að draga úr álaginu á bakið á mér sem er reyndar satt en þetta er samt mjög spes hehe. Mér voru kenndar nokkrar æfingar sem ég á að gera og á að mæta aftur í þessari viku og þá verð ég kannski látin í tog og send í tækjasalinn...
Jæja langaði bara að tjá mig um þetta mál og ég er búin að því þannig að við heyrumst.
p.s. ætla að reyna að koma inn myndum frá menningarnótt fljótlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Great og not
22.8.2008 | 13:58
Damn nýbúin að sleppa orðinu að vonandi félli ekki neitt fag niður og viti menn ég fékk e-mail þar sem mér var tilkynnt um að uppeldisfræðin félli niður.
Ég er sko ekki sátt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fréttir
22.8.2008 | 13:30
- Ný albúm og nýjar myndir komnar inn, ekkert smá dugleg!
- Ég byrja í sjúkraþjálfun í næstu viku, vona að brjósklosið fari batnandi eftir að ég byrja!!!
- Skólinn líka að byrja í næstu viku, búin að kaupa bækurnar og eins gott að ekkert af þessum fögum falli niður sem ég ætla að taka.
- Seinasti sumarstarfsmaðurinn að hætta í næstu viku og það er heldur betur orðið tómlegt í vinnunni.
- Menningarnótt á morgunn og ég ætla að vera með myndavélina á lofti niðrí bæ, þannig að þeir sem vilja ekki láta taka mynd af sér PASSIÐ YKKUR!!!
múhahahaha
- Stelpuhittingur í kvöld, ummm borða góðan mat og spila með stelpunum, hvaða fíflaskap munum við vera með í kvöld?
- Ein heima um helgina, hvað á ég eiginlega að gera af mér, ætti ég að taka til í íbúðinni
(úff ekki að nenna!!!) eða ætti ég að vera menningarleg að deginum og fara í bæinn? Stór spurning sem ég læt bara ráðast!!!
- Jæja man ekkert hvað meira er framundan þannig að ég segi bara blæjó
(já fínt ætlaði að setja inn fleiri broskalla en þeir fóru eitthvað í fýlu út í mig)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pics
15.8.2008 | 14:09
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar myndir
14.8.2008 | 15:10
Jæja komnar nokkrar nýja myndir inn á flickr síðuna mína
http://www.flickr.com/photos/johanna_arnorsd/
Ætla líka að reyna að koma nokkrum hingað inn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Niðurstöður komnar
12.8.2008 | 09:43
Ég hringdi í lækninn áðan og fékk niðurstöðurnar úr sneiðmyndatökunni. Það lítur út fyrir það að ég er með brjósklos en sem betur fer er það ekki stórt.
Ég á bara að fara vel með mig, fara í sund s.s. heitu pottana og sonna og ef þetta virkar ekki þarf ég að fara í sjúkraþjálfun.
Endilega látið mig vita ef ykkur langar í sund, mig vantar einhvern til að fara með Nenni nefnilega ekki ein
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)