Mikil þreyta í gangi

Ó já það er sko þreyta búin að fá svona tæpa 5 tíma í svefn. Málið er það að systa hringir í okkur um 11 leytið í gær og biður okkur um að koma því Sigurður var kominn með svo ljótann hósta og átti erfitt með andadrátt. Pabbi varð eftir hjá Jóni Arnóri á meðan við fórum með Sigurð. Systa vissi alveg hvað var að honum því hann hefur fengið þetta áður og var þetta barkabólga. Frown

Drengurinn var sko ekki sáttur við að leyfa lækninum að skoða sig, hann hágrét alveg og barðist um. Við systa reyndum að róa hann niður á meðan það var verið að mæla lífsmörkin og hlusta hann. Eftir þetta róaðist hann því læknirinn fór að taka til lyf fyrir hann. Svo kom það hræðilega ég fékk sko tárin í augun en það þurfti að setja grímu fyrir nefið og munninn og þurfti hann að anda að sér lyfi og úff drengurinn alveg hágrét og barðist um en eftir smá tíma tók hann að róast og bara snögti á meðan hann var með þetta á sér en það var allt annað að hlusta á andadráttinn eftir þetta. Við komum ekki heim fyrr en rúmlega eitt. (þurftum að bíða alltaf heillengi á milli lækna og hjúkrunarfólks) svo kom ég heim og viti menn gat ekki sofnað fyrr en langt gengin í þrjú.

Eitt er víst ég ætla snemma að sofa í kvöld. Gasp

En út í aðra sálma þá lauk ég næstum við heimildaritgerðina en ég á bara eftir að gera inngang og lokaorð og ég held að það verði nú ekki mikið mál þannig að um helgina get ég farið að einbeita mér að söguprófinu.

úúú svo í næstu viku er fjölskyldan frá Svíþjóð að koma og verður hittingur hjá okkur fjölskyldunni austur á Höfðabrekku næstu helgi en við erum að fara að sjá í fyrsta skipti nýjustu ættingjana í fjölskyldunni. Þetta verður sko eitthvað fjör Wink

Jæja best að fara að fá sér að borða áður en maður fer út í þetta veður að vinna. Pinch 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband