Færsluflokkur: Bloggar
Fáránlegt!!!
22.10.2008 | 08:42
Við systa pöntuðum pizzu í gær frá Rizzo Pizzeria og aldrei munum við aftur panta þarna.
Þetta byrjar á því að við fáum vitlausa pizzu, þannig að við hringjum og segjumst hafa fengið vitlausa pizzu!!! Greinilegt að við vorum að tala við nýja stelpu sem þekkti ekkert inn á þetta og spyr hvernig hún fari nú að þessu. Henni er sagt hvað hún eigi að gera og svo áttum við að SKILA hinni pizzunni sem við fengum. Þá alveg missti systir mín sig og sagði að það væri eins gott að þetta tæki ekki langan tíma því hún væri nú með börn sem þyrftu að borða. En NEI þetta tók 40 mínútur að bíða eftir þessari pizzu á meðan við þurftum að biða eftir fyrri sendingunni í 20 mínútur hinar pizzurnar sem við pöntuðum líka voru orðnar kaldar (maður vildi ekki byrja að borða fyrr en hinir væru nú búnir að fá matinn sinn). Þegar sendillinn loksins kom þá henti liggur við systa pizzunni í hann og sagðist finnast þetta mjög fáránlegt að þurfa að skila pizzu!!!
Ætluðu þau að borða pizzuna eða senda hana á einhvern annan, það hefði alla vegana mátt halda það!!!
Þannig að við ætlum okkur ekki að panta þarna aftur!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór með ömmu á Bráðamóttökuna
19.10.2008 | 10:45
Jeminn hvað maður þarf að bíða alltaf lengi á þessari blessuðu bráðamóttöku. Við mættum þarna um rúmlega 5 leytið í gærdag og við tók bið frammi í svona klukkutíma, svo komumst við inn og þar var tekið smá viðtal við okkur og svo tók við næsta bið. Svona gekk þetta alveg nokkrum sinnu hálf tíma, klukkutíma biðir, hún var send í lungnamyndatöku, hjartalínurit, blóðprufur og eitthvað fleira. Við losnuðum ekki fyrr en um 11 leytið í gærkvöldi. Maður var orðinn ansi þreyttur eftir þessa bið.
Að vísu ein af ástæðunum fyrir því að við þurftum að bíða svona lengi var sú að það varð víst eitthvað alvarlegt bílslys, það komu víst 2 sjúkrabílar á meðan við vorum að bíða frammi.
En jæja ætla ekki að tala meira um þetta núna, ætla að henda mér í sturtu og koma mér svo til ömmu og kíkja á hana og kannski læra aðeins undir próf sem ég er að fara í á morgunn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Klukk
14.10.2008 | 12:58
Hún Íris klukkaði mig og ætli maður verði ekki standa við það og skrifa eitthvað:
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
Þær eru nú ekki margar vinnurnar sem ég hef verið í:
Unglingavinnan
Nokkrir dagar á Hróa Hetti
Kirkjugarðurinn
4 bíómyndir sem ég held upp á:
Prinsess Diarys (fæ ekki leið af þeim)
xXx (ummm Vin Diesel)
Grease
LOTR
4 staðir sem ég hef búið á:
Þeir eru nú bara tveir staðirnir sem ég hef búið á:
Engjasel 29
Engjasel ..
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Chuck
Moonligt
House
CSI NY
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Svíþjóð
Finnland
Kýpur
Nova Scotia
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
dreifnam.is
flickr.com
barnaland.is
4 matarkyns sem ég held upp á:
Lambalæri a la pabbi
Humarhalar
Pizzan mín
Kjúklingur a la ég
4 bækur sem ég hef lesið oft:
Ég hef það fyrir vana að lesa ekki sömu bækurnar oft
Ísfólkið (dýrka þær bækur)
Englar og djöflar
Da Vinci lykillinn
Blekkingarleikur
4 bloggarar sem ég klukka:
Ég ætla að klukka:
Systu
Kollu
allir hinir sem ég þekki hafa gert svona áður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4x4 sýning
11.10.2008 | 22:10
Búin að fara tvisvar sinnum á sýninguna ég fékk mér helgarpassa og við pabbi skruppum í gærkvöldi að skoða og fórum svo aftur í dag með strákana og voru þeir sko hrifnir af stóru bílunum
Búin að setja fullt af myndum inn á myndasíðuna mína
http://picasaweb.google.com/johanna.arnors
Endilega skoðið og commentið ef þið viljið og getið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn ein myndasíðan
10.10.2008 | 12:27
Ákvað að fá mér enn eina myndasíðuna og verður hún notuð undir hinar ýmsu myndir en flickr-síðan verður aðeins fyrir útvaldar myndir.
Þessi nýja myndasíða réttara sagt forrit er svo þægileg að það tekur einungis nokkrar sekúndur að setja myndir inn á vefsíðuna sem fylgir forritinu og heldur öllu í röð og reglu
http://picasaweb.google.com/johanna.arnors/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já sæll
3.10.2008 | 21:30
Vvvvóóóó hverjir voru þessir 23 sem kíktu á síðuna í dag???
Ég held ég hafi aldrei séð svona marga!!! hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eftir nánari athugun...
1.10.2008 | 20:44
kom annað í ljós!!!
Það voru ekki bara þessi 4 leiði sem voru skemmd við töldum um 10-12 leiði sem var skemmt á. Það var búið að brjóta styttur og gler í luktum, velta legsteinum fram fyrir sig, brjóta einn legstein og brjóta nokkra krossa í viðbót og meira. Þegar ég var að kemba garðinn fann ég nokkrar bjórdósir við eitt leiðið og greinilegt að þar hafa skemmdarvargarnir setið að sumbli.
Við töluðum við lögregluna og hún kom og tók myndir af skemmdarverkunum en því miður getum við ekkert gert nema að reyna að hafa upp á aðstandendum og láta þá vita. Einnig var hringt frá Fréttablaðinu og það verður skrifuð grein um málið.
Við höldum að þetta séu krakkar sem eru að koma og tína þessa ofskynjunarsveppi upp garði.
Það mætti alveg kenna þessum krökkum að sýna virðingu!!!
Vonandi að þetta veki einhverja athygli og þessir skemmdarvargar skammist sín svo mikið og muni gefa sig fram en ég held að þetta séu samt of stór draumur hjá mér að þeir gefi sig fram!!! En maður má halda í vonina
Jæja nóg um þetta mál og út í aðra sálma
Út að borða á laugardaginn á Rauðará ummmmmmm nammi nammi namm, ég hlakka ekkert smá til smá partý áður en farið verður út að borða smá bolla og sonna
þannig að þetta verður svaka fjör.
Er að fara í klippingu á morgunn og en ekki alveg ákveðin hvað ég ætla að gera en mig langar að fá smá breytingu alla vegana og svo ætla hún Sunna að farða mig á laugardaginn og gera mig ossalega sæta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað fær fólk til að gera svona hluti???
30.9.2008 | 15:10
Okkur var tilkynnt það áðan upp í vinnu að það hafa verið framin skemmdarverk upp í garði.
Ég fór að skoða þetta og þá var búið að sparka í einn kross og hann var brotinn og svo á þremur legsteinum var búið að sparka upp ljósaluktum og vösum sem er skrúfað ofan í legsteinana. Þannig að það hlýtur nú að hafa þurft eitthvað afl til að sparka þessu upp.
Mér finnst þetta svo mikið virðingarleysi gagnvart þeim látnu og aðstandendum þeirra.
Fær ekkert lengur að vera í friði, þarf að skemma allt sem í vegi þess verður?
Ég er svo orðlaus yfir þessu!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sveitasælan
27.9.2008 | 19:03
Ahh gott að komast í sveitina og slappa af
En föðurfjölskyldan hittist í gær og vorum við 35 manns s.s. amma og afi, börn, barnabörn og barnabarnabörn vantaði að vísu tvo í viðbót en vá ekkert smá mörg.
Þegar við komum á Höfðabrekku var svo rosalega mikið rok og rigning að þegar Jón Arnór var að labba inn í húsið þá bara fauk hann og hann kom alveg hágrátandi til okkar aftur. Þetta var sko ekkert smá mikið rok. Svo tók við að heilsa öllu fólkinu og kjafta við mannskapinn og fá sér smá bjór
Við fengum alveg ossa gott að borða en í boði var kalkúnn, lambakjöt og hreindýrakjöt ummmmm hvað þetta var gott og svo var marengs kaka í eftirrétt.
Það var svo bara kjaftað frameftir kvöldi og tókum við upp blöðru með helíum í og fórum að leika okkur að draga helíumið að okkur og tala svo og vááá hvað við hlógum og skemmtum okkur að þessu. Það þarf lítið til að kæta okkur.
Í dag skruppum við Guðbjörg frænka á fjórhjól og ætluðum að skoða svæðið þar sem gamli bústaðurinn okkar var en nenntum ekki að leysa hnútinn sem var þarna á hliðinu þannig að við enduðum að fara upp fyrir Reynisbrekku og skoða okkur um þar. Það var nú samt alveg nokkuð kalt en rosa gaman. Þegar við komum til baka fréttum við að frændi okkar ætlaði að fara í björgunarleiðangur eftir okkur því við vorum búnar að vera svo lengi að þau héldu að við hefðum orðnar bensínlausar. Hefði alveg verið til í fá að prófa krossarann hjá frænda mínum (fæ kannski að gera það seinna
)
Á leiðinni heim tókum við systa smá krókaleið heim byrjuðum á því að fara að Seljalandsfossi og þar tók ég nokkrar myndir hefði tekið fleiri ef það hefði ekki komið svona rosa mikil rigning. Ok svo urðum við rosa menningarlegar og fórum á Sögusetrið á Hvolsvelli og skoðuðum Njáluslóðir og hvernig kaupfélögin voru hérna áður fyrr. Fórum svo hjá Eyrabakka og Þrengslin heim en ég var að vonast eftir að það væri nógu mikið brim til að taka myndir en því miður var ekki nógu mikið þannig að ég ætla að bíða betri tíma
Hey Íris ef þú lest þetta þá er ég komin með næsta myndaefni fyrir okkur það er að segja ef þú nennir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ættarmót
26.9.2008 | 10:23
Við ætlum að loka snemma í dag í vinnunni og fara austur í sveitina.
Ættingjarnir frá Svíþjóð komnir og við ætlum öll að hittast austur á Höfðabrekku hjá frænku okkar og borða saman og hafa það gott.
Þetta er Hótel Höfðabrekka en það sjást ekki alveg öll húsin sem eru þarna hjá þeim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)