Færsluflokkur: Bloggar

Geng eins og gömul kerling

Já já ég labba eins og gömul kerling og ástæðan er sú að mér er svo illt í bakinu. Ég versnaði svona rosalega í bakinu eftir hringferðina okkar systu og ástæðan er ábyggilega sú að ég svaf á þynnstu dýnu í heimi Errm (hefði átt að taka með mér uppblásnu dýnuna mína) Pinch  . Þannig að í dag fór ég til læknis til að athuga hvort eitthvað mikið sé að bakinu mínu, hvort þetta sé brjósklos, klemmd taug eða tognun. Ég var send í tölvusneiðmyndatöku og fæ niðurstöður eftir helgi. En þetta er alveg ömurlegt að vera svona, get varla gert neitt og má ekki sitja of mikið og fæ alltaf þennan dofa eða sting niður í löpp. Þetta er sko ömurlegt en vonandi að þetta fari eitthvað batnandi þegar ég fæ niðurstöður. Joyful

Jæja ætla að hætta núna þarf að fara að standa upp og rétta úr mér.

Sorry þetta raus í mér hehe Grin 


P.S.

Reyni að koma myndum inn fljótlega frá Hrísey!!!


The weekend!!!

Helgin var heldur betur skemmtileg.

Þetta sem sagt byrjaði á föstudaginn þar sem við krakkarnir í vinnunni ákváðum að grilla í hádeginu. Við pabbi keyptum læri til að grilla fyrir þau og meðlæti og svo stóð pabbi yfir grillinu og eldaði þessu alveg frábæru læri. Ummmm hvað það var gott og svo lágum við öllu afvelta eftir mikið át Cool hehe.

Við systa ákváðum líka klukkan 10 um morguninn að föstudeginum að skella okkur norður í Hrísey og hitta ættingjana og taka þátt í fjölskylduhátíðinni. Ég kom heim um hálf 3, henti ofan í tösku og brunaði að sækja systu og strákana. Lentum svo í smá leit að handklæðum því við báðar gleymdum að taka handklæði með okkur en loksins fundum við þau í Krónunni og að auki þá fann ég mér jakka í Intersport surprise surprise Grin hehe. Ok svo lögðum við í hann. Ég keyrði dáldið greitt en ekkert of greitt eða það var ekki fyrr en í Öxnadalnum þar sem ég gaf dáldið mikið í því við þurftum að ná ferjunni klukkan 9 annars hefðum við þurft að bíða í 2 tíma til að komast út í eyju. Jæja alla vegana þegar ég var að taka framúr tveimur bílum í Öxnadalnum keyri ég ekki framhjá löggunni og hún blikkar mig en ég var bara rétt yfir hundrað. Þegar við komum að afleggjarnum út á Árskógssand varð ég heldur betur að gefa í. ÚFF!!! Við erum að tala um mikið stress ég var vel yfir 100 meira svona 120-125 nema í kröppustu beygjunum og ég held að ég hafi náð á tæpum 10 mínútum SHITT ÞETTA VAR ROSALEGT!!! Sem betur fer náðum við en klukkan var akkúrat þegar við komum það sem hjálpaði okkur var að það var verið að hýfa upp fellihýsi þannig að við náðum að henda öllu dótinu úr bílnum og setja vagninn hans Sigurðar saman og fleygja okkur í ferjuna Halo . það var ekkert smá gott að koma til Möggu og þeirra og fá smá staup til að afstressa sig Blush haha.

Laugardagurinn var nú bara rólegur fullt af skemmtiatriðum, hún frænka mín vann söngvakeppnina, hjólböruformúluna og ratleikinn en í honum vann ég mín fyrstu verðlaun og voru þau ekki af verri endanum en ég fékk gullmedalíu Tounge ekkert smá sátt og Jón Arnór líka (hann er ekkert smá stoltur og vildi fá að fara og sýna krökkunum hana í leikskólanum Joyful hehe)

Kvöldvakan var nokkuð skemmtilegt og listflugið sem við fengum að sjá var ekkert smá flott svo var brenna og þar var sungið dátt. Við systa fórum heim eftir brennuna til að koma strákunum í háttinn enda komið langt yfir háttatímann hjá þeim. Horfðum svo á Disturbia en þegar ég var hálfnuð að horfa á myndina var ég byrjuð að dotta og systa löngu farin að sofa.

Tókum eitt ferju heim og tókum því rólega enda ekkert í tímaþröng en svo týpískt þegar ég er að taka framúr bíl alveg þegar ég er að nálgast Göngin þá mæti ég löggunni en hún blikkaði mig ekki sem betur fer Pinch hehe.

Jæja nóg komið af þessari sögu en svo á föstudaginn næsta er ég að komast í vikufrí og þá ætlum við systa að fara með strákana í tjaldferðalag, vona samt að við fáum tjaldvagninn og við ætlum að fara hringinn og vera í viku sem verður bara vonandi ljúft, verð samt held ég að kaupa fyrir strákana DVD-ferðaspilara til að setja í bílinn Wink hehe.

Jæja ætla að hætta áður en ég fæ krampa í puttana af því að pikka svona mikið og ætla að fara að gera SUDOKU ég er alveg sjúk í það Cool hehe.


Hey þið!!!

Bara að minna ykkur á myndasíðuna mína á flickr.

Slóðin er: http://www.flickr.com/photos/johanna_arnorsd 

Endilega skoðið!!!


Ljósmyndanámskeið

Ég byrjaði á ljósmyndanámskeiðinu á fimmtudaginn. Þetta var mjög gaman og mjög fróðlegt. Strax á fyrstu mínútunum vorum við búin að læra alveg fullt.

Ég ákvað svo áðan að fara út að taka myndir. Fór upp í Kaldársel og ég ætla að setja nokkrar myndir inn

Myndin til vinstri er kölluð svona loðin, þá er hún á mikilli hreyfingu.

Myndin til hægri er svona fryst, þá tek ég hana á miklum hraða og kemur hún þá út eins og lækurinn sé stopp.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en læt myndirnar tala sínu máli Grin

 KaldárselKaldársel

 

 

 

 

 

 

 KaldárselKaldársel

 

 

 

 

 

Uppsetningin á myndunum er eitthvað að bögga mig, ég veit ekki hve oft ég er búin að laga þetta. Þannig að ef þetta kemur ekki rétt svona þá bara SVEKK!!!


Stelpuútilega

Já já við stelpurnar skelltum okkur í útilegu um helgina eða frá laugardegi til sunnudags. Ætluðum nú að leggja af stað upp úr hádeginu eða um 1 en nei nei það breyttist stórlega og við komumst ekki af stað fyrr en um fjögurleytið.

Við stelpurnar fórum á Flúðir með fellihýsið hjá Kollu. Þegar á staðinn á var komið tók smá tími í að ákveða hvar við ættum að vera því það var svo mikið af fólki þar en enduðum svo á svæðinu þar sem sem yngra fólkið er. He he við tók smá tími í það að koma fellihýsinu fyrir og í það fengum við einhvern mann því við Kolla vorum ekki alveg að geta bakkað Grin haha.

Eftir að það var búið skelltum við því upp og fólk var dáldið hissa á að sjá 4 stelpur saman og mjög hissa á að við gátum sett þetta upp, mennirnir voru alltaf að bíða eftir að við myndum kalla á þá til að fá hjálp en allt kom fyrir ekki. Bjórinn var opnaður á meðan við vorum að setja fellihýsið upp og svo var byrjað að grilla, fórum í nokkur spil og drykkjuspil sem var ekkert smá gaman. Við ákváðum svo að fara á smá rölt, kíktum aðeins á Útlagann en vildum ekki að borga okkur inn fyrir klukkutíma þannig að við röltum bara meira og hittum þá gamla bekkjarfélaga og enduðu þeir á því að bjóða okkur á ball og þar skemmtum við okkur.

Vöknuðum á sunnudaginn um 10 leytið sumir voru þunnari en aðrir en ég nefni engin nöfn LoL hehe. Við ákváðum að drífa okkur í bæinn áður en við yrðum rukkaðar fyrir nóttina og vorum lagðar af stað rétt rúmlega 12. Gerðum ísstopp í Hveragerði og hvað er að þessu fólki sem leggur í stæði fyrir þá sem eru með fellihýsi og þess háttar en samt er það ekki með neitt. Ég var sko ekki sátt og þetta er mjög mikil frekja í þessu fólki.

Jæja ætla að hætta þessu rausi og fara að gera eitthvað af viti

heyrumst blæblæ


Róleg helgi að baki

Helgin búin að vera nokkuð róleg bara. Var hálf dottandi í sófanum á föstudaginn greinilega mikil þreyta eftir vinnuvikuna.

Á laugardaginn skelltum við okkur pabbi upp í bústað og hittum fjölskylduna þar. Maður skellti sér beint í bikini-ið því það var svo gott veður svo var bara flatmagað eða legið í pottinum þangað til skýjin fóru fyrir sólu og síðar kom þessi hellidemba þannig að maður var bara inni að hafa það notalegt. Ég eldaði þennan dýrindis humar Tounge ummmmm í forrétt, ekkert smá góður, aðalrétturinn var svo kjúklingur og hann var sko góður líka ummmm. Við Guðbjörg R. horfðum svo á sjónvarpið og það var farið hálf snemma í rúmið, ég að vísu fór ekki að sofa fyrr en langt gengin í 3 því ég festist yfir bók sem ég var að lesa og gat ekki hætt fyrr en ég var búin með hana Blush hehe.

Á leiðinni heim lentum við í haglél á Hellisheiðin, það er sko mjög skrýtið veður sem við fáum hérna heima á Íslandi og við fáum bara sýnishorn af veðri LoL haha.

Af því að veðrið var svo gott í dag, þá skelltum við okkur Sunna á Reykjanesskagann að taka myndir, en það styttist nefnilega í að við förum á ljósmyndanámskeiðið sem verður bara í næstu viku Grin úúú hvað mig hlakkar til!!!!

Ég þarf að skella svo nokkrum myndum inn eftir daginn í dag.

Jæja komið nóg í bili

Over and out Whistling


17.júní

Gleðilega hátíð allir saman!!!

Vonandi að þið hafið átt góðann dag í dag, alla vegana átti ég það Smile hehe.

Fór á Cruser-rúntinn með Sunnu og Sollu á camaro ´88 árg. ekkert smá gaman, lögreglufylgd og læti Grin ógisslega gaman. Eftir rúntinn setumst við svo niður hjá tjörninni og spókuðum okkur í sólinni. Fengum okkur að borða á Stylnum, svaka gott og svo fengum við annan bíl sem var Dogde Monaco ´69 árgerðin og ég fékk að prófa hann og vááááá þetta var rosalegt, hann er ekki nema rúmlega 300 hestöfl og svaka stór Tounge hehe. Þessi dagur er bara búinn að vera æðislegur, gott veður og sonna.

Ætla að skella myndum af bílunum sem við vorum á.

Camaro ´88Dogde Monaco ´69


Fullt búið að gerast!!!

Já já mikið búið að gerast man samt bara ábyggilega helminginn  hehe.

Alla vegana átti ég afmæli fyrir viku, hélt afmælisboð fyrir fjölskylduna á fimmtudaginn var, hef ekki haldið svoleiðis síðan ég veit ekki hvenær. Á laugardaginn fórum við svo vinkonurnar út að borða  á Ítalíu af því að ég átti afmæli hehe og skemmtum okkur alveg konunglega, vá hvað það var gaman, það var ýmislegt rætt og mikið hlegið.

Þessi mánuður er víst búinn að vera dýr en ég er búin að kaupa GPS-tæki, búin að setja dráttarbeisli á burrann svo nú þarf ég að fara að æfa mig í að bakka með kerru svo maður geti fengið tjaldvagninn eða fellihýsi lánað.

Úff vá ég er ekki að muna neitt meira það er greinilegt að það er ekki mikið búið að gerast hehe en alla vegana þá er 17.júní á morgunn og ég er að fara með Sunnu og Sollu á rúntinn á camaro sem verður alveg geggjað Grin

Jæja verð að hætta núna er í einvherju veseni með msn-ið þannig að ég ætla að prufa að restarta tölvunni, þangað til næst.

Blæjó


Djammið

Ég og systa kíktum á djammið í gær byrjuðum að sötra heima hjá henni fórum svo til Snjólaugar og héldum áfram að sötra þar. Um hálf eittleytið ákváðum við að nú væri kominn tími til að fara í bæinn á Sálina hans Jóns míns. Sálin byrjaði að spila stuttu seinna og lá við að þakið ætlaði að rifna af húsinu Wink hehe.

Okkur var svo farið að líða eins og við værum orðnar gamlar því mest megnis af fólkinu þarna inni var mikið yngra en við Woundering . Svo fannst okkur vera orðið svo troðfullt þarna inni og súrefni af skornum skammti þannig að við eiginlega flúðum út. Við erum að tala um að í hvert skipti sem einhver einn fór út þá hleyptu dyraverðinum einum 5 inn þannig að já það var orðið dáldið mikið af fólki. Eftir NASA fórum við á Viktor og úff okkur leið eins nýju kjöti þar Sideways og svo fórum við hring á Glaumbar og Dubliners, svo lá leiðin bara á Bæjarins bestu og skeltum pulsu ofan í okkur og hringdum við í leigubílstjórann okkar hana Ingu og hún kom og náði í okkur.

Við systa rifjuðum upp hvernær við hefðum bara tvær farið saman á djammið og það eru víst ein 9 ár síðan það er alveg slatti langt síðan Grin hehe.

Jæja ég ætla að hætta núna og fara að góna á imbann.

Blæjó


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband