Færsluflokkur: Bloggar

GPS-tækið komið í hús

Já já mín bara búin að kaupa GPS-tæki. Ekkert smá gaman að vera komin með svona tæki og nú get ég séð réttan hraða á burranum mínum. Svo þarf ég að láta setja festinguna í burrann þannig að ég geti séð almennilega á hann. Maður er búinn að fikta svolítið í því og læra smávegis á það, þannig að það er svaka fjör hjá mér Cool

Tækið sem ég kauptaði :p Hér er svo gripurinn sem ég keypti Smile

Jæja best að fara að taka sig til fyrir Sálarballið sem ég er að fara á í kvöld. Þarf að finna í hvaða fötum ég ætla að fara og mála mig og gera mig ennþá sætari LoL hehe. 


Sumarið er tíminn

Jeiiijjjjj fyrsti almennilegi sólardagurinn í dag Grin enda líka brunnin eftir daginn. Finn samt ekkert til, alla vegana ekki ennþá Tounge hehe.

Jæja það er víst orðið dáldið langt síðan að ég hef bloggað en því miður er einhver ritstífla í mér.

Maður er nú bara að vinna á fullu og maður er gjörsamlega búinn á því eftir vinnudaginn. Byrjaði svo í ræktinni í dag og er að kenna systu og ég vona nú að ég hafi ekki alveg gert út af við hana.

Vá ég er bara ekkert að finna hvað ég eigi að segja, nema bara stefnt á utanlandsferð í maí á næsta ári til Flórída með Kollu og þeim og þá ætla ég sko að taka almennilegt sumarfrí 2-3 vikur.

Ætla að reyna að taka smá frí í sumar, þarf að panta dráttarbeisli fyrir burrann minn, þarf að fá mér kastara á burrann og alveg fullt meira sem ég þarf að gera.

Vá þetta er bara ekkert að ganga að finna eitthvað sniðugt að segja þannig að ég ætla bara að láta þetta duga í bili.

Það er greinilegt að maður á bara ekkert líf fyrir utan vinnuna og þessi einstöku skipti sem maður hittir vinina.


Einkunnir

Nú er sko mikil gleði hjá mér Grin hehe. Ég nefnilega náði í einkunnirnar áðan og það kom í ljós að ég náði öllum fögunum.

Þetta er alveg þvílíkur léttir sérstaklega með stærðfræðina. Fyrst maður er búinn að ná þessari stærðfræði ætli það sé þá ekki best að taka næstu 6 einingar í viðbót. Þá ætti held ég að vera búin með kjörsviðið líka í stærðfræði.

En já einkunnirnar sem ég fékk voru:

Stærðfræði 6

Saga 7

Sálfræði 9

Vá hvað ég varð hissa með sálfræðina ég vissi alveg að ég væri búin að ná henni en kannski ekki alveg með 9 Grin hehe. En ég er sko alveg sátt við þessa einkunn, eiginlega bara mjög sátt.

Jæja langaði bara að tjá mig um þetta Cool


Seinasta prófið í kvöld

Ég hélt nú að ég yrði nú eitthvað stressuð en ég finn ekki fyrir miklu stressi, það kannski kemur í dag þegar það fer að líða nær prófinu. Pinch

Ég er svo innilega ekki að nenna að læra undir það, mig langar að vera komin í sumarfrí frá skólanum. Þetta verður samt ljúft að vera búinn í kvöld og svo þarf maður bara að ná í einkunnirnar sínar á mánudaginn.

Gvöð hver ætli niðurstaðan úr þeim verði Woundering ég vona að hún verði góð, alla vegana sæmileg og ég hafi náð prófunum. Smile

Jæja best að halda áfram próflestrinum og demba sér í minniskaflann.


Prófatímabil

ÆJI já þessu blessuðu próf!!!

Fór í fyrsta prófið af þremur í gær og það var saga. Ég veit ekkert hvernig mér gekk Errm nema bara svona lala vona samt að ég hafi náð  Woundering.

Næsta próf er á morgunn og það er stærðfræði og ég er ekki enn byrjuð að læra fyrir það. Ég er bara ekki að hafa mig í það. Ég er einhvern vegin hálf slöpp og með kvef og þá langar manni bara að liggja upp í rúmi og sofa.

Nóttin hjá mér var nú eitthvað hálf furðuleg. Var alltaf að vakna og draumarnir voru sko ekkert heilbrigðir en mig dreymdi sögu, ég meina hvað er málið. Ætli mig muni ekki þá dreyma stærðfræði þarnæstu nótt Pinch

Ég er svo innilega að vona það að ég nái þessari stærðfræði því ég er bara ekki að nenna að taka hana aftur GetLost 

Jæja nú verð ég að fara að gera eitthvað af viti og kíkja í þessar blessuðu bækur. Ooooooohhhhhhh boooooriiiiing.

Heyrumst!!!

Wish me luck tomorrow  Smile


1.maí

Dagurinn var nú bara hálf rólegur. Kolla kom í morgunn með Söru og við skruppum í Perluna og hefðum betur átt að sleppa því. Við erum að tala um brjálæði þar Pinch maður var bókstaflega í kremju. Hittum Birnu og Alexander og fórum og fengum okkur ís ummmm nammi Cool hehe. Skruppum í Rúmfatalagerinn og Hagkaup og komum svo heim til mín og Kolla gaf Söru að borða og fór svo heim.

Við tók lærdómurinn hjá mér, settist út á svalir í góða veðrinu og sólinni og las þar, svaka þægilegt.

Fór í gönguferð yfir til systu og fór að pína hana mú ha ha ha ha ha ha ha ha LoL nei nei segi bara svona.

Alla vegana ég ætlaði að tala um ókurteisi í ökumönnum gegn gangandi vegfarendum. Ég þarf sem sagt að fara yfir gangbraut þegar ég labba til systu og á leiðinni til hennar og á leiðinni heim stoppa ég við hana og bíð eftir að bílarnir stoppi til að hleypa mér yfir en vitið þið hvað. Enginn stoppar bara keyrt á fullri ferð framhjá.

Þetta finnst mér vera mikil ókurteisi!!!

Hey já sá sem kannast við Hays-nefndina má alveg láta mig vita hvert hlutverk hennar var!!! Wink


Síðasti tíminn og svo próf

Já síðasti tíminn í skólanum er búinn og nú eru bara próf framundan, úff smá kvíði verð ég nú bara að segja en samt mesti kvíðinn er fyrir stærðfræðinni GetLost .

Nú verður maður bara að vera duglegur að læra en því miður verður nú ekki mikið um lesningu um helgina nema kannski á kvöldin. Ég og pabbi verðum nefnilega að passa strákana hjá systu og þá verður sko ekkert hægt að læra fyrr en þeir eru sofnaðir.

Ég er búin að spá mikið hvað ég eigi að gera með þeim um helgina, þannig að ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug endilega látið mig vita Wink .

Alla vegana þá ætla ég að hafa þetta stutt núna og koma mér bara upp í rúm og lesa smá í sögu, próf úr henni næsta þriðjudag og mikið að lesa og læra verkefni.

Heyrumst og góða nótt


Karíókí og alveg brill sími

Ákvað að taka mér smá pásu frá lærdómi nánar tiltekið stærðfræði er búin að vera að skrifa reglur og sannanir sem er ekkert smá leiðinlegt og maður þarf að læra þetta allt saman, ekkert smá ömurlegt. Pinch

En já. VÁÁÁÁÁ einhvern vegin er alveg fast í mér að það sé sunnudagur í dag en það er víst ekki. Any how þá fór ég eftir skóla í gær til Kollu og við fórum yfir til mömmu hennar og Erlu í karíókí, skemmtum okkur alveg helvíti vel. Sungum alveg slatta af lögum með mismunandi frammistöðu Wink hehe en þetta karíókí er eiginlega skemmtilegra heldur en singstar, við vorum hjá þeim þangað til klukkan var langt gengin í 3 og þá héldum við heim, kellurnar orðnar nokkuð vel í því og alveg brill að sjá þær, því þær eru alveg æðislegar Tounge

Svo er það síminn minn ég kemst alltaf betur og betur að því hvað þetta er brill sími en ég fór í símann í dag og náði mér í nýtt símkort (3G símkort) sem gerir mér kleift að horfa á þá sem ég er að tala við þ.e.a.s. ef sá hinn sami sé líka með þessa þjónustu, svo fór ég að fikta ennþá meira í símanum og allt í einu þá var ég farin að horfa á skjá 1 í honum LoL

He he þannig að ég veit hvað ég geri á mánudaginn þannig að ég missi ekki af One tree hill þegar ég er í sálfræðitíma, ég bara stilli símann á skjá 1 og horfi á þáttinn Grin haha veit samt ekkert hvort Haukur kennari verði ánægður Grin hehe. Nei nei ég segi bara svona Halo

Jæja ætla að halda áfram að læra þessar reglur sem gengur ekkert smá illa Blush

Svo er rétt rúm vika í lokapróf! OMG!!!!!!!! Panic Shocking


Kominn tími á smá blogg

Hmmm hehe ég segi kominn tími á smá blogg og þá fæ ég ritstíflu, úbbs Blush.

Jæja lokaprófin nálgast eða nákvæmlega 2 vikur í þau, guð minn góðurl. Ég held að sálfræðin og sagan eigi eftir að ganga vel en annað mál er að segja um stærðfræðina því ég er alveg lost í henni en ég mun gera mitt besta.

Ég neyddist til þess á mánudaginn að kaupa mér nýjan síma því gamli síminn fór í fýlu við mig og leyfði mér ekki að tala við fólk, ég heyrði í fólkinu en þau heyrðu ekkert í mér. Eitthvað voða furðulegt. Alla vegana þá fékk ég mér NOKIA 6120 rosa flottur og hann er bleikur hehe LoL en samt ekkert rosa bleikur Joyful Pabba finnst hann samt ljótur því hann er bleikur Grin hehe. Svo er ég búin að fikta eitthvað í honum og búin að læra smá á hann og svo komst ég að því í gær að hann talar við mig LoL en ég prófaði að hringja úr heimasímanum í gær í hann og hann sagði "heima". Ég var ekkert smá hissa. Þarf samt að finna broskallana fyrir sms-in en ég er sko ekki að finna þá. Ef þið kunnið eitthvað á þennan síma þá megið þið alveg láta mig vita ef þið vitið hvar þeir eru og ef þeir séu í símanum!!! Tounge

Sunnudagurinn byrjaði snemma hjá mér því ég þurfti að greiða Þórdísi fyrir fermingu hjá systur sinni og hún hálfvegis pantaði mig til þess að greiða sér þegar hún fermist en það á eftir að koma í ljós Wink svo fór ég til Birnu að hjálpa henni með stærðfræði en það gekk ekkert voða vel því við erum búnar að læra mismunandi aðferðir. Svo fór ég til Kollu og við fórum með Söru í fyrsta skipti í sund. Hún var ekki alveg sátt fyrst en svo var hún orðin sátt og fannst voða gaman. Smile Uuuuuummmmm svo grilluðum við um kvöldið og vá hvað það var gott ToungeToungeTounge við gátum sko ekki hreyft okkur LoL hehe.

Á laugardaginn var ég komin til Kollu um 11 leytið og við skruppum í Bónus og skelltum okkur svo í Kringluna, þar leysti hún vinkonu sína af í vinnunni og á meðan rölti ég um Kringluna með Söru. Um kvöldið grillaði ég (pabbi) hehe ossalega góðan mat uummm og burraði svo til Kollu og hitti Birnu þar og við skelltum okkur í buzz og ekkert smá gaman Cool er að spá í að fá mér næst við ps2 guitar hero það er ekkert smá skemmtilegur leikur.

Úff vá þetta er orðin alveg heilmikil ritgerð og þið varla nennið að lesa lengra ef þið hafið þá lesið allt Tounge tí híhí. Ég ætla að láta þetta gott heita í bili og snúa mér að stærðfræðinni því ekki veitir af. Pinch

Adios amigos


Náttúruförðun hjá Sunnu

Hawaiianförðun 3Hawaiianförðun  

 

             Hawaiianförðun 2

 

Hérna koma nokkrar myndir frá lokaverkefni Sunnu en hún notaði náttúruförðun. Smile  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband