Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Gleðilega hátíð
26.12.2007 | 01:22
Vá úff hvað maður er búinn að borða mikið um jólin og ég er ekkert smá sátt við snjóinn
Fékk alveg fullt af sniðugu dóti í jólagjöf og á eftir að fá 3 í viðbót þegar við vinkonurnar höldum litlu jólin þegar Kolla verður komin heim
Ég skellti mér í dag í útivistafötin og fór í gönguferð til systu í snjókomunni en hringdi svo í pabba og bað hann að sækja mig því það var kominn dáldið mikill vindur og snjókoma og ekkert voða gaman að labba heim í svoleiðis veðri. Matarboð svo áðan hjá ömmu og afa og vá held ég hafi borðað yfir mig af hangikjöti því það var svo gott hehe.
Jæja maður ætti kannski að fara að sofa núna klukkan er víst að verða hálf 2, þannig að ég segi bara góða nótt.
Blæ blæ
Bloggar | Breytt 3.1.2008 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég náði!!!
17.12.2007 | 22:14
Fór upp í skóla áðan alveg í brjálaðri rigningu og roki (labbaði upp í skóla frá systu) og náði í einkunnirnar mínar og ég er ekkert smá ánægð því ég náði öllum fögunum og fékk 7 í öllu þannig að nú get ég haldið áfram að skoða næstu fög sem ég ætla að fara í en á dáldið erfitt með að ákveða mig.
Get ekki ákveðið hvort ég eigi að taka stæ 303 eða ísl 403 en þessi fög eru kennd á sama tíma þannig að það verður árekstur að vísu er íslenskan í dreifnámi en ohhhh ég veit ekki en ég er búin með kjarnann í stærðfræðinni þannig að það er spurning hvort ég bíði þangað til á næstu önn með að taka stærðfræðina en ég hlýt að finna út úr því og svo er ég að spá í að taka sálfræði og kannski spænsku eða klára bara dönskuna og þá er ég búin með hana.
Þannig að þetta er allt stór spurning en ég get alveg velt þessu fyrir mér um jólin því skólinn byrjar ekkert fyrr en 14. jan.
Langaði bara að deila þessu með ykkur
Heyrumst blæblæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jólalýsing
17.12.2007 | 13:29
Jólalýsingin í Kirkjugarðinum í Hafnarfirði
Er komin á fullt núna. Þau byrjuðu í gær og eru með opið frá kl: 13:00 - 19:00 alla daga fram að jólum eða til og með 23. des.
Síminn stoppar ekki hérna í vinnunni og allir að spyrja um jólaljósin
Þetta er dáldið fyndið þegar maður hugsar út í þetta, mikið af því fólki sem kemur hingað ár eftir ár eða hringir til að spyrja sömu spurninganna um jólaljósin og alltaf fá þau sömu gömlu svörin, fólk virðist gleyma á milli ára.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjar myndir
14.12.2007 | 18:25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er komin í jólafrí
14.12.2007 | 09:15
Vá ljúft líf núna ég var í seinasta prófinu mínu í gær og það hefði alveg mátt ganga betur en það gekk svona lala en núna get ég farið að eiga mér líf og haldið áfram með jólaundirbúninginn. á eftir að kaupa 6 jólagjafir, gera jólakortin og skrifa á þau og svo þrífa íbúðina fyrir jólin.
En talandi um veðrið er ekki verið að grínast með það. Úff ekkert smá mikið rok: óveður á Reykjanesbrautinni og björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru að sinna 35-40 útköllum. Maður ætti bara að halda sig heima undir sæng og hafa það kósý.
Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað að viti eins og að búa til jólakort
Heyrumst blæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Up-date
10.12.2007 | 22:12
Skrapp í Þórsmörk á laugardaginn með Útivist alveg meiriháttar gaman. Við pabbi tókum Jón Arnór með okkur og hann skemmti sér mjög vel hann var samt ekki alveg sáttur við útikamarinn ekkert voða góð lykt þar inni Þannig að hápunktar hans voru að fá að vaka lengur og taka þátt í kvöldvökunni og pissa úti í frostinu hehe Hann var orðinn mjög þreyttur og stjarfur um kvöldið hehe þannig að hann alveg steinsofnaði þegar hann kom upp í koju.
Í gær þegar við komum úr Þórsmörk var ferðinni heitið á Selfoss í skírn hjá frænda mínum og svo lá leiðin í bæinn og ég beint að byrja að læra undir próf og var að læra undir próf í dag. Ég var dáldið mikið pirruð í dag í vinnunni því síminn gerði ekkert annað en að hringja og svo kom tölvukall að stilla snertiskjáinn hjá okkur og svo bara alltaf einhver truflun þannig að ég sagði við pabba klukkan 3 í dag að ég væri farin heim því ég væri orðin dáldið mikið pirruð og þreytt á þessu.
Prófið gekk alveg ágætlega þangað til annað kemur í ljós og svo á fimmtudaginn er síðasta prófið mitt sem er saga þannig að klukkan 21:45 verð ég komin í jólafrí og get farið að gera það sem ég þarf að gera fyrir jólin eins og að klára að kaupa jólagjafir og þrífa íbúðina og kannski næ ég kannski að föndra nokkur jólakört ef ég er dugleg.
Jæja kominn tími á að byrja að læra undir sögu það gefst ekki mikill tími til að læra undir það á morgunn í vinnunni ég reyni að koma inn myndum úr Þórsmörk í vikunni
Heyrumst blæblæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólapróf
4.12.2007 | 21:26
Æðislegt var búin að skrifa alveg fullt og setja inn mynd en nei mín var ekki alveg sátt hvernig myndin kom þannig að ég ákvað að breyta og þá bara datt allt út djö....
Alla vegana í gær var fyrsta prófið mitt sem var stærðfræði og mér gekk allt í lagi vil ekki segja meira fyrr en ég fæ niðurstöðurnar úr prófinu.
Nóttina fyrir prófið ætlaði ég aldrei að sofna og var alltaf að vakna dagurinn fór í það svo að læra meira undir prófið og svo þegar ég kom heim úr vinnunni ákvað ég að leggja mig og mig dreymdi bara stærðfræði
Næsta próf verður næstkomandi mánudag og það er íslenska, verð að byrja að læra undir það en erfitt að byrja að læra og einbeita sér að próflestri. Þar að auki er ég að fara í jeppaferð um næstu helgi í Þórsmörk og ekki verður nú mikið um lærdóm þá því það verður farið í gönguferðir og haldin kvöldvaka og svoleiðis.
Jæja nóg komið að rausi og ég ætla að fara að gera eitthvað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)