Djamm í gær
27.1.2008 | 22:39
Geggjað djammið hjá okkur stelpunum í gær. Byrjuðum heima hjá Kollu og þar söfnuðumst við saman og elduðum þessa æðislega góðu pizzu svo bara var kjaftað og við gerðum okkur sætar og fínar fyrir djammið. Við vorum nú allar eitthvað voða óákveðnar með að fá okkur í glas en svo enduðum við allar á fyllerýi nema Annamaría hún ákvað að vera á bíl.
Byrjuðum á Vegamótum þar sem að nokkrir drykkir voru drukknir þar hehe Skelltum okkur svo á English Pub að hitta bróður hennar Sillu þar sem hann bauð okkur Southern Comfort skot og áttum að gera einhverjar kúnstir við að drekka þetta haha
vá hvað okkur sveið rosalega í munninn og niður í maga eftir þessar kúnstir hehe
Ég var komin heim eitthvað rúmlega 3 held ég.
Í dag var víst dáldið þynnka og þreyta í gangi :S sérstaklega þreyta, ég er sko að tala um það að ég hef ekki einu sinni meikað að læra þannig að ég verð að vera rosa dugleg á morgunn að læra í vinnunni bæði fyrir stærðfræðina og svo sálfræðina en ég er víst að fara í próf um næstu helgi í sálfræði. Smá kvíði í gangi því ég hef aldrei farið í próf á netinu en þetta hlýtur að ganga vel
Komið nóg í bili ætla að fara að horfa Dexter og kannski poppa mér.
Adios amigos
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.