Ég náði!!!
17.12.2007 | 22:14
Fór upp í skóla áðan alveg í brjálaðri rigningu og roki (labbaði upp í skóla frá systu) og náði í einkunnirnar mínar og ég er ekkert smá ánægð því ég náði öllum fögunum og fékk 7 í öllu þannig að nú get ég haldið áfram að skoða næstu fög sem ég ætla að fara í en á dáldið erfitt með að ákveða mig.
Get ekki ákveðið hvort ég eigi að taka stæ 303 eða ísl 403 en þessi fög eru kennd á sama tíma þannig að það verður árekstur að vísu er íslenskan í dreifnámi en ohhhh ég veit ekki en ég er búin með kjarnann í stærðfræðinni þannig að það er spurning hvort ég bíði þangað til á næstu önn með að taka stærðfræðina en ég hlýt að finna út úr því og svo er ég að spá í að taka sálfræði og kannski spænsku eða klára bara dönskuna og þá er ég búin með hana.
Þannig að þetta er allt stór spurning en ég get alveg velt þessu fyrir mér um jólin því skólinn byrjar ekkert fyrr en 14. jan.
Langaði bara að deila þessu með ykkur
Heyrumst blæblæ
Athugasemdir
TIL LYKKE skvís
hlakka til að sjá þig þegar ég kem á klakann
Sólveig (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 07:47
Uss...rusla stærðfræðinni af eins fljótt og hægt er. Líka verra að láta líða langt á milli. Þú rústar þessu
Smill (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.