Smá vandræði
26.11.2007 | 21:49
Úff ég er sko búin að reyna að setja mynd frá mér í hausinn og búin að breyta um þema og allt annað hvort kemur myndin alveg pínulítil í einu horninu eða hún kemur ekki.
Hvað á maður að gera?
Oki nú er ég búin að vera að fikta eitthvað þvílíkt hehe
Jæja þetta kemur í ljós hvernig þetta verður langaði bara að prófa þetta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagskvöld
24.11.2007 | 00:54
Já ég sit heima hjá mér á föstudagskvöldi og er búin að liggja yfir lærdómnum og það errétt rúm vika í próf og ég er búin að vera að hreinskrifa glósur fyrir íslensku, þar að auki er ekkert og þá meina ég ekkert í imbanum. Þær rásir sem ég get horft á eru rúv og þar er mynd sem ég er búin að sjá, skjár einn endurtekning á þætti sem ég er búin að sjá og svo var survivor þáttasería númer ábyggilega tuttugu og eitthvað...... Booooooring ég held ég bara fari núna í háttinn ég fer væntanlega að fá skrifkrampa ef ég skrifa mikið meira og ég ætla bara að vakna snemma, fara í sturtu og labba Laugarveginn, skoða jólaþorpið í Hafnarfirði og sjá kannski þegar það verður kveikt á jólatrénu á hafnarbakkanum á morgunn með systu og stákunum, þannig að það verður víst nóg að gera hjá mér á morgunn
Jæja ég er farin í bólið kannski ég horfi á eina DVD mynd inni í herbergi
Góða nótt
Adios amigos
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daltonbræður bara geggjaðir
18.11.2007 | 16:31





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alveg merkilegt
17.11.2007 | 19:28
Hvað er þetta með mig? Er einhver svona böggum Jóhönnu í umferðinni alla daga. Ég held það líði ekki sá dagur að eitthvað gerist í umferðinni í kringum mig.
Það er blikkað á mig því ég á bara að keyra hraðar og bara keyra yfir næsta bíl fyrir framan mig, hvað er að fólki sem gerir það? OK allt í lagi að blikka mann ef maður er að keyra of hægt en ekki þegar það er mikil umferð og maður kemst ekkert áfram út af bílum.
Svo þegar fólk er að flýta sér eins og ég lenti í dag. Strákur á bíl fyrir aftan mig á BMW lá greinilega svo á að hann keyrði næstum á mig og annan bíl þegar við vorum að skipta um akrein. Hann sá alveg stefnuljósin okkar en hann bara gaf í þó svo að ég væri hálf komin yfir á mið akreinina og sem betur fer gat hann farið á vinstri akrein og hinn bíllinn var bara heppinn yfir því að sleppa því ekki hefði ég viljað sjá þann árekstur því gaurinn var væntanlega kominn yfir 100 km hraða hjá pizza hut á sprengisandi.
Ég er mikið búin að vera að spá í að fara að blogga um umferðina hvern dag yfir því umferðin er en ég ætla ekki að gera ykkur það nema þegar mig langar mú hahahahahahaha
En já kvöldið í kvöld, ég held að leiðin liggi á Players að hlusta á Dalton og sjá hvernig þeir séu á balli og ég ætla sko að dansa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins gott
16.11.2007 | 09:12
Hver vill láta eyðileggja þessa náttúrufegurð í Þórsmörk?
Ruslið sem fólk myndi henda út um rúðurnar á bílunum, myndi strax menga umhverfið, því maður veit hvernig sumt fólk er!!!
Ef að fólk vill fara þangað kynnið ykkur þá bara áætlunarferðir og ferðafélögin sem standa fyrir ferðum þangað. Þessi staður á ekki að vera fyrir smábíla og það verður nú að vera smá ævintýrastemming í að fara þangað inn eftir.
Ég elska að fara inn í Þórsmörk og skoða fegurðina þarna og taka myndir, ég er einmitt að fara þangað núna í byrjun desember með ferðafélaginu Útivist.
![]() |
Ekki lögð malbikuð hraðbraut í Þórsmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meiraprófsbílstjórar!!!
14.11.2007 | 23:10
Hvað er málið með suma meiraprófsbílstjóra og keyra á vinstri akrein og komast ekkert áfram?
Ég tek það fram ég sjálf er með meirabílprófið og tók það á seinasta ári þannig að ég ætti alveg að muna ýmislegt úr skólanum. En já áfram með sögu.... ég var sem sagt á leið til vinkonu minnar eitt kvöldið og er að keyra suður í Hafnarfjörð og er rétt hjá Kaplakrika. Það er trailer fyrir framan mig á hægri akrein og ég er á vinstri akrein svo ákveður hann að taka framúr bílnum fyrir framan sig en nei nei hann getur ekki einu sinni drullast framúr honum og farið aftur inn á hægri akrein heldur keyrir hann var á vinstri akrein sem gerir það að verkum að ég þarf að taka framúr honum á hægri akrein. Svo þegar við erum búin að beygja á ljósunum hjá Kaplakrika þá svínar hann fyrir jeppa sem er næstum við hliðina á honum og minnstu munar að það verður árekstur.
Ég man að ég lærði að þegar maður er að keyra svona stóra bíla þá eigi maður ekkert að vera að flýta sér þú kemur á áfangastað kannski 5 mínútum seinna og maður eigi að keyra á hægri akrein nema að maður þurfi að skipta um akrein til þess að komast á afrein til vinstri en þá bara fara tímanlega þangað yfir en það var ekki málið með þennan trukkabílstjóra eða þá að bíllinn fyrir framan mann komist hreinlega ekkert úr sporunum.
Flestir þessir bílsjórar eru mjög tillitsamir en svo eru sumir sem eyðileggja þetta fyrir þeim en svo eru líka venjulegir bílstjórar sem mættu líka alveg passa sig og sýna smá tilllitsemi gagnvart trukkabílstjórunum þegar þeir eru að vinna sína vinnu þar sem mikil umferð er
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gallup, hvað er málið?
10.11.2007 | 12:03
MIkið er ég orðin þreytt á þessu Galluphringingum!!!
Það er alltaf verið að hringa og spyrja um einhvern Páll sem býr ekki einu sinni hérna og hefur aldrei nokkurn tíma verið með þetta símanúmer og það er sama hvað ég segi við þá hjá Gallup að það sé alltaf verið að hringja og spyrja um hann og þeir segja: ,,Já heyrðu ég skal koma þessu til skila".
Greinilegt að þeir koma þessu ekki til skila því alltaf er hringt aftur. Ég held ég verið dáldið reið næst ef þeir hringja aftur og segja þeim að taka þetta númer út af skránni og ef þeir gera það ekki mun ég fara lengra með þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Reikningsaðferðir
6.11.2007 | 19:10
Já búin að vera að sitja sveitt yfir stærðfræðinni í dag í vinnunni að læra dulbúnar annars stigs jöfnur, rótarjöfnur og óuppsettar jöfnur. Þetta er dáldið gaman fyrir utan það þegar maður fær eitt erfitt dæmi sem maður hefur ekki fengið áður og ekki einu sinni í líkingu við önnur dæmi sem maður er búinn að vera að læra með sömu formúlu.
Ég var s.s. komin með 5 manns í að hjálpa mér hehe og ég þakka þeim öllum fyrir hjálpina.
Ég held ég hafi komist af niðurstöðu eða ég mun alla vegana skila þessari lausn sem ég held að sé rétt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt sjónvarp og klaufinn ég
1.11.2007 | 13:52
Gærdagurinn fór í það að vinna og ákvað einnig að sleppa söguprófinu því ég sá engan tilgang í því að taka það og skellt mér þess vegna í bæinn nánar tiltekið í Elko með Kollu í gær til að skoða sjónvörp Fundum þarna eitt sjónvarp 20" LCD philips alveg rosa flott :) og ég barasta skellti mér á það. Þannig að nú get ég legið inni í herbergi á kvöldin og horft á imbann þ.e.a.s. þegar ég er ekki að læra
hehe og get tengt tölvuna og ps2 við hana
en svo þarf ég víst líka að verða mér út um loftnetssnúru
og þræða hana inn í herbergi og það verður kannski eitthvað smá mál
Eftir Elko ferðina fórum við á KFC nenntum ekki að elda og fórum til Kollu og borðuðum og vorum svo að spila um kvöldið og leika við Söru Margréti litlu dúlluna hennar Kollu
Ha ha já gleymi næstum að segja frá því hvað kom fyrir mig í morgunn, þá er ég að slökkva á vekjarklukkunni og set annan olnbogann á rúmið og teygji mig með hinni höndinni til að slökkva á henni og skil ekki þennan sársauka sem ég var með í olnboganum og strýk svona yfir hann og finn það stendur eitthvað út úr honum og kemur ekki í ljós að eg var með eyrnalokk fastan í olnboganum (fáránlegt, I know)
, þannig að ég hef einhvern vegin náð að losa annan eyrnalokkinn úr eyranu á mér í nótt og svo leggst ég ofan á hann og hann nær að stingast inn í olnbogann og nú er ég með sár á honum. Það er alveg fáránlegt hvernig mér tókst þetta en þetta er bara klaufinn ég
hehehehehehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erfið ákvörðum
30.10.2007 | 19:55
Overload á heilanum á mér. Ég er mikið búin að vera að spekúlera hvort ég eigi að fara í söguprófið eða ekki!!! Var nefnilega að tala við eina sem er með mér í sögutíma og hún var að tala við kennarann og hann sagði að af því að prófið gildir bara 5% þá er ekki mikið í hættunni ef maður sleppur því en gerir bara heimaverkefnin sem við fáum og skilum þeim. Þetta próf gildir ekki nema 1/2 úr einkunn sem er eiginlega ekki neitt.
Þannig að nú er spurningin á ég að taka prófið eða ekki?
Á ég að leggja það á mig að lesa 80 bls og læra verkefni og glósur utan af fyrir 5%?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)