Skrift Íslendinga

Alveg merkilegt hvernig sumt fólk skrifar og þá er ég nú ekki að setja út á stafsetninguna heldur skriftina þeirra. Búin að taka eftir því að flestir læknar og margir prestar skrifa alveg rosalega illa. Maður er að fá reikninga frá þessu fólki og maður varla skilur hvað það er að skrifa og hvað þá undirskriftina þeirra.

Það ætti að senda þetta fólk á skriftarnámskeið 101 og kenna því að skrifa almennilega!!! 


Update!!!

Hmmmm það er nú það!!!

Vorið á næsta leyti og bráðlega komið sumarfrí frá skólanum það verður nú ljúft. Þetta er búið að vera dáldið strembin önn, en ég er að ljúka íslenskunni núna og eins gott að ég nái því prófi því þessi áfangi er dáldið erfiður.

Páskarnir eru afstaðnir og voru þeir nú bara mjög rólegir, hitti vinina og fór upp í bústað á páskadag og var sá dagur alveg kaloríubombudagur, páskaegg og svo var þríréttað í matinn hjá okkur hehe og svo bakaði Guðbjörg frænka mín rosa gott súkkulaðisuffle og ég var með heita salsasósu og dorritos og ég var nú nokkuð dugleg upp í bústað því ég var að gera verkefni fyrir náttúrufræði og labbaði hring um hverfið okkar svona aðeins til að hreyfa mig og brenna þessu páskaeggi af mér þó svo að það hafi ekki verið mikil brennsla.

Ég held að brjósklosið sé að koma upp eina ferðina enn er alla vegana komin með smá dofa niður í tær og voðalegan verk í mjóbakið og ég er sko ekki sátt og verð að vera dugleg að gera æfingar til að ná því inn aftur. Held að ástæðan sé sú að ég var í útivinnu í 3 daga fyrir páska og beygði mig alltaf vitlaust niður.

Prófin á næsta leyti bara tæpur mánuður þangað til þau byrja og mánuður þangað til ég klára prófin, pælið í því, OMG!!!

Svo heyrði ég í Möggu frænku í dag og erum svona næstum því búin að negla niður helgina sem við ætlum að fara upp á Kaldbak eins gott að það komi ekki jarðaför!!!

Jæja held ég hafi þetta ekki lengra í bili.


Oooojjjjjjjjjjjjjj

Eruð þið að grínast hvað PTC er vont, þið sem finnið ekki bragðið eruð mjög heppin.

Ég var sem sagt í verklegum náttúrufræðitíma og vorum að fara í erfðir. Ein tilraunin sem við áttum að gera var að smakka PTC sem er eitthvað efni sem sumir finna bragðið af og sumir ekki. Ég var ein af þeim heppnu sem fann bragðið og ooooojjjjjjjjjjjjjj barasta ég þurfti að stökkva fram og ná í vatnsflöskuna mína og skola vel munninn en bragðið var ekki að fara þannig að kennarinn gaf okkur öllum tyggjó sem fundu bragðið. Þetta var sko ógó!!!!! Mér fannst ég enn hafa bragðið þegar ég kom heim úr skólanum áðan en það er farið núna sem betur fer Smile hehe.

Jæja langaði bara að tjá mig um hvað þetta var ÓGEÐSLEGA vont en nú er ég að spá í að fara að skríða upp í rúm og lúlla mér

Hasta luego


Menningarleg

Já ég var sko menningarleg í kvöld Smile og skellti mér í leikhús með systur minni, en ástæðan fyrir leikhúsferðinni er sú að það er skylda í síðasta áfanganum í íslensku að sjá leikrit. Stór hluti af hópnum mínum fór í gær á Rústað en það var bara ekkert að heilla mig (búin að heyra að það koma ógeðslegir atburðir þarna í ljós) þannig að ég skellti mér á Dubbledusch Cool og ég mæli alveg með því. Ég hló ekkert smá mikið LoL og leikararnir léku þetta mjög vel. það varð dáldið fyrirsjáanlegt en það eyðilagði ekki neitt og endirinn kom töluvert á óvart, það sem gerði þetta líka dáldið öðruvísi var að salurinn sem við vorum í var lítill og maður næstum sat við sviðið annað en í þessum stóru leikhúsum. Nú bara bíð ég eftir því að kennarinn minn láti mig vita hvernig ég eigi að skrifa leikhúsgagnrýni því ég er nú farin að hlakka dáldið til að gera hana.

Jæja ég held að nú sé kominn tími til að fara að lúlla, ætli ég verði ekki vakin af litlum gríslingum í fyrramálið og þarf þar að auki að læra undir próf og byrja á uppkasti að næstu bókmenntagreiningu. Busy, busy, busy

Góða nótt

Hasta luego


Allt í vinnslu

Jæja þá er loksins komið að því, ég er farin að skoða íbúðir en ætla samt ekkert að fara að kaupa strax ekki fyrr er verðbólgan minnkar og íbúðaverð fer meira lækkandi. Smile

Ég er samt búin að vera að skoða íbúðir á netinu og allt í Hafnarfirði, því þar vil ég vera. Fann eina rosa flotta í Engjahlíðinni það eina sem vantaði var bara útsýnið en væri samt alveg til í að búa í þeirri íbúð.

Ég var/er búin að finna draumastaðinn minn sem er bara hérna hinum megin við vinnuna mína í Dalsásnum,  alveg geggjað útsýni þar (þarf einhvern tíman að fara með myndavélina þangað og taka myndir af útsýninu) það er að vísu einhver stöðnun í byggingunni á blokkinni en kannski verður hún tilbúin þegar ég ákveð að kaupa. Grin

Ég ætla samt að halda áfram að skoða og sjá hvort ég detti ekki niður á einhverja íbúð. Wink 


humm

Ætlaði að skrifa eitthvað gáfulegt en held að það verði ekkert úr því.

Ég er búin að vera hálf veik síðan á laugardagsmorgunn og gat sko alls ekki mætt til vinnu í gær sökum veikinda, við skulum bara segja að ég er búin að missa 2 1/2kg síðan á laugardaginn. En ég er mætt til vinnu núna sem betur fer. Nenni ekki að vera veik!!!

Komst að því að ég er klaufabárður en ég eyðilagði iPodinn minn á laugardaginn með því að missa hann á flísarnar heima, ég get að vísu hlustað á hann en allt í stafrófsröð eftir artistum en ég sé ekkert á skjáinn, ég ætla að athuga hvort hægt sé að gera við hann annars er ég búin að redda mér öðrum en frændi minn ætlar að kaupa nýjan fyrir mig út í Svíþjóð og kom með hann í næstu viku þegar hann kemur til landsins. iPod hérna heima er alveg fáránlega dýr en hann kostar 39.000.- alveg fáránlega dýrt það er lagður 3x tollur á hann áður en hann kemur í búðirnar hérna heima. Ég fæ hann sko mikið ódýrari úti hjá frænda mínum.

Jæja verð að fara núna er að fara út að vinna. 

P.S. Get víst ekki hlustað á iPodinn því hann slekkur á sér eftir smá tíma og er bara gjörsamlega í ruglinu. 


Nóg að gera hjá minni!!!

Alveg fullt að gera hjá mér, nóg að gera í skólanum, þarf að skila sögugreiningaritgerð fyrir næstu viku og er rétt svo byrjuð með hana en ég er samt ekki alveg að fatta hana. Er líka að bíða eftir því að þessi blessaði kennari setji inn dæmi sem við getum notað þegar við gerum ritgerðina og einnig er ég að bíða eftir að þessi blessaði kennari sendi mér mail til baka við spurningunn. Pirrandi hvað sumir kennarar eru lengi að svara manni.

Aní há þá er ég líka búin að vera hjá læknum í þessari vikunni en ég fór til tannlæknis og var þar í mesta lagi korter inni hjá honum og borgaði rúmar 6 þúsund fyrir þetta. Væri alveg til í að vera tannlæknir og fá svona vel borgað. Tounge 

Einnig var ég hjá augnlækni áðan og ég er með 125% sjón sem er mjög gott og alveg sátt við það en hann lét mig fá hvíldargleraugu/lesgleraugu sem eiga að auðvelda mér lestur. Þannig að mín fór áðan að kaupa gleraugu og fann ein alveg rosa flott umgjörðin kostaði ekki nema 26.900.- en allt í allt þegar ég er komin með glerið líka þá mun þetta kosta mig rúm 50 þús. og fæ 10% í staðgreiðsluafslátt. Ástæðan fyrir þessu af hverju þetta er svona dýrt er af því að glerið er eitthvað sér styrkt því það þarf að bora í glerið út af umgjörðinni. Ég er víst ekkert að fara ódýrustu leiðina í þessu hehe LoL eins gott að þau verði þess virði þessi gleraugu og líka eins gott að stéttarfélagið mitt endurgreiðir mér hluta af þeim.  Cool en ég þarf víst að bíða í 10 daga að minnsta kosti eftir þeim, því glerið var búið hjá þeim.

Jæja over and out, er farin út í snjókomuna að vinna smá. 


Nýja uppáhaldið mitt

GrinGrinGrin Ég á það víst til að taka ástfóstri við hinum og þessum söngvurum/hljómsveitum og nú er þessi í uppáhaldi hjá mér og heitir David Cook og svo náttúrulega held ég enn upp á Daughtry og Kings of leon. En hér koma nokkur með David Cook Cool

 


Svefn, draumar og kvef

Svefninn minn er búinn að vera eitthvað skrýtinn, veit samt ekki af hverju að vísu svaf ég vel í nótt en þar síðustu nætur var svefninn eitthvað skringilegur og þar að auki dreymdi mig ýmislegt á spænsku, ég meina hvað er málið? Pinch Það mætti halda að ég væri með spænsku á heilanum. Mig hefur að vísu áður dreymt fög í skólanum svona eins og stærðfræði og sögu Grin en það er bara daginn fyrir próf og ég er sko ekkert að fara í próf strax í spænsku. Vitleysan sem maður getur stundum dreymt en samt meikar það alveg sens í draumnum Cool

Svo er mín bara stútfull af kvefi og það er að gera mig brjálaða, ég get ekki andað með nefinu nema að vera með nefsprey og svo er bara Niagrafalls ásamt Gullfossi í nefinu og þar að auki lekur úr augunum líka svo er ég á þessu skeiði þar sem ég þarf að hnerra en get það ekki, ekkert smá pirrandi!!! Fór í tíma í gær og úff það fór heill tissjúpakki fyrir nefið á mér. Langaði liggur við að setja túrtappa í nefið á mér eins og í myndinni ,,She´s the man"! Halo hehe. Ég er núna aðeins að skána og það fór ekki alveg heill tissjúpakki í tímanum áðan og ekkert smá fegin að ég slapp við að lesa upp í spænskunni.

Jæja ég er að spá í að leggjast fyrir núna, ég er alveg hundslöpp af þessu kvefi.


Mismunun og ekkert annað!!!

Ég var að skoða heimabankann minn í morgunn og sá þar að tryggingarnar af bílnum eru komnar inn og hljóðar sá reikningur upp á 138.000.- ég var sko ekki sátt og fór beint niður eftir í VÍS og talaði við þá og þeir ætluðu eitthvað að sjá hvað þeir gætu lækkað þetta mikið af því að ég bý hjá pabba og hann er með tryggingar hjá VÍS. 

Ég vissi að tryggingarnar væru búnar að hækka en ekki alveg svona mikið!!! 

Ok svo fór ég niður í Vörð og þar var lægsta tilboðið 130.000.- svo fór ég niður í TM og þar var lægsta 143.000.- en  ég kíkti einnig á elisabet.is og þar gat ég fengið tryggingu fyrir rúmlega 107.000.- hljómar aðeins betur en mér finnst þetta mikil mismunun fyrir einstakling sem er að borga bara tryggingar af bíl og hefur alltaf verið tjónlaus og borgað sína reikninga á réttum tíma að maður skuli ekki fá nema 10% í afslátt. Á meðan systir mín er að borga 106.000 í tryggingar fyrir íbúð, 2 bíla, og eitthvað fullt meira. Það er sko greinilegt að það er ekki mikið hægt að koma á móti manni.

Ég var svo að fá hringingu núna áðan frá VÍS þar sem þeir lækkuðu tryggingarnar í tæplega 115.000.- þannig að ég er að fá sama afslátt og pabbi og ég er að spá í að halda áfram hjá VÍS. Þannig þeir gátu komið aðeins á móts við mig.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband