Upgrade og næstu dagar
14.1.2009 | 22:06
Skólinn byrjaður á fullu, ég er búin að fara í spænsku og náttúrufræði og fer svo í íslensku á morgunn.
Spænskan er rosa fín og hún er eiginlega á repeat í hausnum á mér, ég er í henni á mánudögum og annan hvern miðvikudag.
Náttúrufræðin er einnig mjög fín er samt bara svo nýbyrjuð í henni að ég get eiginlega ekki dæmt hana strax, get ábyggilega gert það næsta þriðjudag en þá fer ég í bóklegan tíma og svo verklegan eftir hann og það á ábyggilega eftir að vera gaman því það verða gerðar einhverjar tilraunir og eitthvað. Annan hvern þriðjudag er ég í náttúrufræði frá 19:30 - 22:20 maður verður nú eitthvað þreyttur eftir þann dag.
Á fimmtudögum er ég í íslensku og svo annan hvern þriðjudag og þessi annar hver þriðjudagur er ég frá kl: 18 og svo tekur við langur dagur í náttúrufræði.
Snjórinn kom í gær og ég var sko alveg sátt, sumir voru nú ekkert svo sáttir og það mátti alveg sjá það á umferðinni í gær að sumt fólkið var ekki að höndla þetta. Lenti á eftir einni á VINSTRI akrein og hún keyrði á svona 50 km/hraða og sama hvað ég blikkaði hana þá gat hún ekki drullast yfir á hægri akrein þó svo að enginn bíll væri þar. Það var ekki fyrr en hún var komin að aðreininni upp í Breiðholt frá Reykjanesbrautinni að þá gat hún hunskast yfir á hægri og þaðan upp í Breiðholtið og að sjálfsögðu keyrði hún eiginlega fyrir bíl sem var á hægri akrein, hún gat nefnilega ekki farið fyrir aftan þennan bíl við Lindirnar og haldið sig þar NEI hún varð að ná framúr honum og já keyra fyrir hann.
Næstu helgi erum við pabbi að spá í að skella okkur í jeppaferð og prufa bílinn ef við fáum einhvern snjó og ætlum að fara inn í Hrafntinnusker með 4x4 hópnum, er farin að hlakka dáldið mikið til hef ekki farið í almennilega jeppaferð síðan 2007 en fór ekkert síðasta ár því jeppinn hjá pabba var í breytingu mestan partinn af fyrrihluta 2008.
Úúú já svo þar næstu helgi kemur Kolla heim og váá hvað ég hlakka til að sjá hana, maður er eiginlega eins og hauslaus hæna því hún er ekki á landinu en já ég hlakka til að sjá hana og já bara þau öll
Jæja komið nóg í bili og ætla að kíkja á þennan texta í spænsku sem ég á að þýða
Hasta luego!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annáll 2008
7.1.2009 | 09:45
Verð nú að játa að árið 2008 hafi verið dáldið viðburðaríkt!!!
Við skulum byrja á því að ég hélt áfram í skólanum og sú önn gekk bara mjög vel.
Kaup ársins voru: burrinn minn, gps-tækið mitt og dráttarbeisli undir burrann og er ég bara rosaánægð með þetta allt saman því þetta er allt saman búið að koma að góðum notum.
Viðburðir: Þorrablót með fjölskyldunni á Höfðabrekku og svo var haldið ættarmót í september með allri fjölskyldunni, en fjölskyldan frá Svíþjóð kom öllsömul og var alveg æðislegt að hitta þau, þetta var dáldið púsl að því þau voru 10 sem komu en þetta hafðist allt saman og ættarmótið var haldið einnig á Höfðabrekku því frænka mín er með hótel og því nóg af herbergjum enda vorum við 35 manns og þá erum við bara að tala um ömmu og afa og svo börn, barnabörn og barnabarnabörn en þetta var alveg æðislega gaman.
Ferðalög: Sumarið fór nú dáldið mikið í ferðalög því ég fór norður á fjölskylduhátíðina í Hrísey. Skrapp á Flúðir með stelpunum í smá djammferð svaka fjör þar hehe og svo fórum við systa í vikuferð hringinn um landið og fengum alveg frábært veður, vorum í alveg rúmlega 20 stiga hita í Ásbyrgi sem var frábært. Um verslunarmannahelgina skrapp ég á Laugarvatn með Kollu og Söru og var þar yfir eina nótt og skundaði svo upp í bústað og var þar alla helgina og hafði það mjög gott, fórum á smá rúnt inn í Landmannalaugar og var það rosa gaman.
Rúnturinn: Fór á 2 fornbílarúnta í sumar annar var á 17.júní og hinn var á Ljósanótt og fékk ég að prufukeyra Dodge Monaco ´69 einungis 300 hestar og algjör dreki enda líka alveg unun að keyra þann bíl.
Fréttir: Greindist með brjósklos í ágúst og byrjaði í sjúkraþjálfun og gekk brjósklosið til baka. Amma greindist með ristilkrabbamein rétt fyrir jólin og var send í aðgerð viku fyrir jól, þaðan var hún útskrifuð á Þorláksmessu og fór norður í Hrísey en varð að fara aftur inn á spítala á Akureyri því hún hafði fengið bakteríusýkingu og varð að fara í einangrun en nú er hún öll á batavegi og kemur aftur til borgarinnar í næstu viku.
Sittlítið af hverju: Fór á ljósmyndanámskeið í sumar og var það mjög fróðlegt. Sendi inn ljósmynd eftir mig og var hún sýnd í veðurfréttunum á stöð 2. Fór á 4x4 sýninguna og skoðaði alla flottu jeppana. Fór út að borða með vinnunni á Rauðará og alveg geggjaður maturinn sem við fengum. Svo náttúrulega átti ég afmæli í sumar og fór ég út að borða með vinkonunum á Ítalíu og hélt líka smá kökuboð fyrir fjölskylduna (hef ekki gert það síðan ég veit ekki hvenær). Já og svo að lokum þá hélt ég áfram í skólanum og ég náði báðum prófunum.
Over and out
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skólastelpa bráðum aftur
5.1.2009 | 22:38
Já já skólinn er að byrja aftur s.s. næsta mánudag og ætli fögin sem ég skráði mig í verða kennd, það er sko stór spurning??? En ég skráði mig í ísl503, nat103 og spæ103.
Ég verð að játa það að ég er farin að hlakka til að byrja í skólanum en þriðjudagar eiga sko eftir að vera langir, vinna frá 8-17 og skóli frá 18-22:20 s.s. mjöööög laaaaannnngiiiiirrr dagar en þetta verður bara gaman
Jæja ég nenni ekki meira í bili, er að vinna í annál 2008 og hann kemur síðar og ætla að horfa á þennan vestra sem er í sjónvarpinu.
Later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HAPPY NEW YEAR
3.1.2009 | 00:25
Búin að vera að reyna að setja inn mynd hérna frá gamlárskvöldi en það er sko ekki að ganga!!!
Alla vegana
GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAU GÖMLU
Ég vona að allir hafi átt góð áramót, ég átti það alla vegana.
Var heima á áramótunum fyrsta skipti síðan 1996 held ég, það eru alla vegana mörg ár síðan ég var heima, annars höfum við pabbi verið flest öll árin heima hjá ömmu og afa. Við pabbi elduðum rosa góðan mat, ég var með humarhala í forrétt og pabbi grillaði lambafille í aðalrétt og svo var það ís í eftirrétt yfir áramótaskaupinu. Systa, strákarnir og Styrmir voru í mat hjá okkur og sofnuðu strákarnir ekki fyrr en um 1 leytið enda voru þeir búnir að borða snakk og nammi þannig að það var mikið fjör hjá þeim, þeir voru nú samt hræddir yfir látunum í flugeldunum. Styrmir þurfti að fara að vinna um nóttina eða klukkan 2 þannig að systa og strákarnir gistu bara hjá okkur. Um 2 leytið kom Íris og sótti mig og við skelltum okkur á Broadway á Sálina og en ég verð nú að játa að ég hef farið á betra ball með þeim, þeir hefðu mátt spila gömlu lögin sín og hafa þau aðeins líflegri, svo var ekkert annað er slagsmál þarna inni á Broadway og svo voru bara börn þarna inni 16 ára upp í 20 ára í meirihluta sem voru útúrdrukkin og gerðu ekkert annað en að slást, þannig að við eiginlega gáfumst upp á að vera þarna inni og fórum á rúntinn niður í bæ og þar var heldur betur lifandi líf og ég kom heim um 5 leytið og var svo vakin af litlum gutta um 11 leytið á nýársdag.
Við systa skelltum okkur líka einnig á brennu fyrr um kvöldið, tók að vísu smá tíma að leita að brennunni en fundum hana loksins og svo var einhver hálfviti sem stakk bara einni stórri rakettu niður í jörðina og að sjálfsögðu náði rakettan ekki neinum krafti til að fara á loft og brotnaði þá prikið og hún féll niður og sprakk 3-4 metra frá okkur, við vorum mjög heppin að hafa ekki slasast því það voru 4 börn með okkur og 4 fullorðnir. Maðurinn sem gerði þetta fékk sko ærlega að heyra það frá okkur en sá var ekki sátt og sagði að við ættum bara að koma okkur í burtu ef við vildum ekki láta skjóta okkur niður.
Ég meina það hvað er að sumu fólki???
Jæja ég er hætt í bili reyni að koma þessari mynd inn á morgunn.
Bloggar | Breytt 5.1.2009 kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér var bent á frétt áðan
28.12.2008 | 01:33
og ég las fréttina.
Þetta var frétt þar sem sagt var:
Búið að opna Reykjanesbraut
Búið er að opna Reykjanesbraut eftir alvarlegt umferðarslys sem varð þar á sjötta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið á ljósastaur og endaði utan vega á hvolfi í kjölfarið. Ökumaður var einn í bílnum þegar slysið varð.
Reykjanesvegurinn var lokaður milli Strandvegar og Kaldárselsvegar en slysið varð á móts við gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Lögregla segir lítið hægt að staðfesta annað en að um alvarlegt slys sé að ræða. (Tekið af www.mbl.is)
Þetta náttúrulega hræðilegt þegar svona slys verða en það sem stakk í stúf við þessa frétt var það að sagt var gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði en málið er að þetta er eini kirkjugarðurinn í Hafnarfirði og því ekki hægt að segja gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði.
Ykkur finnst þetta kannski voða ómerkilegt að ég skuli vera að nefna þetta en þar sem ég vinn í þessum kirkjugarði fannst mér rétt að benda á þessa villu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Snillingur eða hvað?
21.12.2008 | 12:00
Kannski maður ætti að breyta um námsbraut og færa sig yfir á hársnyrtibrautina en ég var að klippa frændurna í gær og það gekk bara vel, ætlaði líka að vera með rakvél en hún bilaði þannig að ég varð að nota bara skæri á allt hárið og strákarnir voru ekkert smá duglegir að sitja á meðan ég klippti þá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólin á næsta leiti
18.12.2008 | 23:01
Jæja þá er maður aaaaaallllllveeeeeeeeeg að verða búinn að kaupa jólagjafirnar, eiginlega bara ein eftir og það er systa. Fékk nýja hugmynd af gjöfum fyrir strákana og búin að kaupa hana, þannig að stóri hausverkurinn er farinn hehe. Nú á ég bara eftir að þrífa heima og klára að skreyta
Svo er bara rólegur vinnudagur á morgunn, ætla að setja upp jólasveinahúfuna og bera út ostakörfur til þeirra sem koma nálægt starfsemi garðsins umm vona að það verði betri ostar núna heldur en í fyrra tí hí hí.
Ef þið hafi kannski ekki tekið eftir því þá er ég komin með aukablogg og þið sem viljið fá leyniorðið hafið þá samband.
Nenni ekki að hafa þetta lengra þannig að ég segi bara over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dauðaleit
16.12.2008 | 22:21
Ég er búin að gera dauðaleit af stýrisleðum/stiga sleðum og vantar tvö stykki svoleiðis. Ég veit ég er bjartsýn en það þýðir ekkert annað.
Búin að fara í Intersport, Byko, hringdi í Toy´R´us og Útilíf, spurðist fyrir hjá vinkonu minni í Europris og alls staðar er þetta búið. Það hafa greinilega allir fengið sömu hugmynd og ég
Silla vinkona er samt búin að vera alveg meiriháttar, benti mér á fleiri staði og að á hringja á Akureyri í skíðaþjónustuna sem ég ætla að gera og svo er einn staður í viðbót sem mér dettur í hug
Ég yrði meira að segja mjög ánægð ef ég fengi bara einn sleða og ég vona að þeir séu ekki uppseldir á landinu eins og ég er búin að heyra.
P.S. sótti einkunnirnar áðan og ég náði fögunum sem ég var í og rosa ánægð með það nú er bara að ákveða sig hvaða fög ég tek næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Var að lesa Moggann
15.12.2008 | 09:17
Og rak augun í smá frétt þar sem greint er frá því að lögreglan muni sekta fólk sem ekki skafar almennilega bílana sína.
Mér finnst þetta mjög sniðugt hjá lögreglunni!!!
Mætti meira að segja vera aðeins hærri sektin!!!
Kominn tími til að lögreglan gerði eitthvað í þessu!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólaprófin búin og jólaskapið löngu komið
10.12.2008 | 15:02
Var í mínu seinasta prófi í gær sem var íslenska og mikið er ég fegin að þessu er lokið. Prófið gekk ágætlega þangað til annað kemur í ljós. Ég var samt næstum því búin að skila prófinu án þess að hafa klárað prófið. Ég var að fara yfir allt prófið og tékka hvort ég hefði gleymt einhverju og viti menn ég bara gleymdi síðasta blaðinu, fannst eitthvað skrýtið að ég hafði bara gert 10 bls. en prófið átti að vera upp á 11 bls. þannig að ég bara dreif í því að klára blaðsíðuna og skilaði því svo af mér. Nú er bara að bíða eftir einkunnunum sem verða afhentar 16.des.
Jólaskapið er sko löngu komið og ég er búin að vera að hlusta á jólalögin á meðan ég var að læra undir prófið. Búin að setja upp jólaljósin og ákvað að setja jólaljós inn í herbergi hjá mér sem er ekki nóg með það en þegar ég setti þau upp var ég með málband en circaði bara út fjarlægðina á milli ljósanna en ætli maður sé samt ekki aðeins dáldið geðveikur í þessu hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)