Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Oooojjjjjjjjjjjjjj

Eruð þið að grínast hvað PTC er vont, þið sem finnið ekki bragðið eruð mjög heppin.

Ég var sem sagt í verklegum náttúrufræðitíma og vorum að fara í erfðir. Ein tilraunin sem við áttum að gera var að smakka PTC sem er eitthvað efni sem sumir finna bragðið af og sumir ekki. Ég var ein af þeim heppnu sem fann bragðið og ooooojjjjjjjjjjjjjj barasta ég þurfti að stökkva fram og ná í vatnsflöskuna mína og skola vel munninn en bragðið var ekki að fara þannig að kennarinn gaf okkur öllum tyggjó sem fundu bragðið. Þetta var sko ógó!!!!! Mér fannst ég enn hafa bragðið þegar ég kom heim úr skólanum áðan en það er farið núna sem betur fer Smile hehe.

Jæja langaði bara að tjá mig um hvað þetta var ÓGEÐSLEGA vont en nú er ég að spá í að fara að skríða upp í rúm og lúlla mér

Hasta luego


Menningarleg

Já ég var sko menningarleg í kvöld Smile og skellti mér í leikhús með systur minni, en ástæðan fyrir leikhúsferðinni er sú að það er skylda í síðasta áfanganum í íslensku að sjá leikrit. Stór hluti af hópnum mínum fór í gær á Rústað en það var bara ekkert að heilla mig (búin að heyra að það koma ógeðslegir atburðir þarna í ljós) þannig að ég skellti mér á Dubbledusch Cool og ég mæli alveg með því. Ég hló ekkert smá mikið LoL og leikararnir léku þetta mjög vel. það varð dáldið fyrirsjáanlegt en það eyðilagði ekki neitt og endirinn kom töluvert á óvart, það sem gerði þetta líka dáldið öðruvísi var að salurinn sem við vorum í var lítill og maður næstum sat við sviðið annað en í þessum stóru leikhúsum. Nú bara bíð ég eftir því að kennarinn minn láti mig vita hvernig ég eigi að skrifa leikhúsgagnrýni því ég er nú farin að hlakka dáldið til að gera hana.

Jæja ég held að nú sé kominn tími til að fara að lúlla, ætli ég verði ekki vakin af litlum gríslingum í fyrramálið og þarf þar að auki að læra undir próf og byrja á uppkasti að næstu bókmenntagreiningu. Busy, busy, busy

Góða nótt

Hasta luego


Allt í vinnslu

Jæja þá er loksins komið að því, ég er farin að skoða íbúðir en ætla samt ekkert að fara að kaupa strax ekki fyrr er verðbólgan minnkar og íbúðaverð fer meira lækkandi. Smile

Ég er samt búin að vera að skoða íbúðir á netinu og allt í Hafnarfirði, því þar vil ég vera. Fann eina rosa flotta í Engjahlíðinni það eina sem vantaði var bara útsýnið en væri samt alveg til í að búa í þeirri íbúð.

Ég var/er búin að finna draumastaðinn minn sem er bara hérna hinum megin við vinnuna mína í Dalsásnum,  alveg geggjað útsýni þar (þarf einhvern tíman að fara með myndavélina þangað og taka myndir af útsýninu) það er að vísu einhver stöðnun í byggingunni á blokkinni en kannski verður hún tilbúin þegar ég ákveð að kaupa. Grin

Ég ætla samt að halda áfram að skoða og sjá hvort ég detti ekki niður á einhverja íbúð. Wink 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband