Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Gallað eintak

Eða það mætti alla vegana halda það Grin hehe.

Ég nefnilega fór í sjúkraþjálfun í morgunn og kom í ljós að annar fóturinn er aðeins styttri en hinn en sem betur fer ekki mikið. Vöðvarnir framan á lærunum er víst mikið styttri en vöðvarnir aftan á. Þarf að gera teygjuæfingar fyrir það.

Ég var rannsökuð í bak og fyrir og er bara hálfvegis eftir mig í bakinu eftir allt þetta pot og þar að auki er ég tape-uð á bakinu. Þetta er að vísu dáldið fyndið og teipið er alveg í stíl við fötin sem ég er í: svart og bleikt tape. 

Þetta á eitthvað að draga úr álaginu á bakið á mér sem er reyndar satt en þetta er samt mjög spes Tounge hehe. Mér voru kenndar nokkrar æfingar sem ég á að gera og á að mæta aftur í þessari viku og þá verð ég kannski látin í tog og send í tækjasalinn...

Jæja langaði bara að tjá mig um þetta mál og ég er búin að því þannig að við heyrumst.

p.s. ætla að reyna að koma inn myndum frá menningarnótt fljótlega. 


Great og not

Damn nýbúin að sleppa orðinu að vonandi félli ekki neitt fag niður og viti menn ég fékk e-mail þar sem mér var tilkynnt um að uppeldisfræðin félli niður. Devil 

Ég er sko ekki sátt Crying


Nýjustu fréttir

 

  • Ný albúm og nýjar myndir komnar inn, ekkert smá dugleg! Cool
  • Ég byrja í sjúkraþjálfun í næstu viku, vona að brjósklosið fari batnandi eftir að ég byrja!!! Smile
  • Skólinn líka að byrja í næstu viku, búin að kaupa bækurnar og eins gott að ekkert af þessum fögum falli niður sem ég ætla að taka. Pinch
  • Seinasti sumarstarfsmaðurinn að hætta í næstu viku og það er heldur betur orðið tómlegt í vinnunni. Crying
  • Menningarnótt á morgunn og ég ætla að vera með myndavélina á lofti niðrí bæ, þannig að þeir sem vilja ekki láta taka mynd af sér PASSIÐ YKKUR!!! Grin múhahahaha
  • Stelpuhittingur í kvöld, ummm borða góðan mat og spila með stelpunum, hvaða fíflaskap munum við vera með í kvöld? W00t
  • Ein heima um helgina, hvað á ég eiginlega að gera af mér, ætti ég að taka til í íbúðinni Pinch (úff ekki að nenna!!!) eða ætti ég að vera menningarleg að deginum og fara í bæinn?  Stór spurning sem ég læt bara ráðast!!! 
  • Jæja man ekkert hvað meira er framundan þannig að ég segi bara blæjó 

 

(já fínt ætlaði að setja inn fleiri broskalla en þeir fóru eitthvað í fýlu út í mig) 


Pics

Jæja nýjar myndir komnar inn á bloggið undir Hringferð 2008 og Fjölskylduhátíð í Hrísey 2008 á samt eftir að setja inn fleiri myndir.

Nýjar myndir

Jæja komnar nokkrar nýja myndir inn á flickr síðuna mína 

http://www.flickr.com/photos/johanna_arnorsd/

Ætla líka að reyna að koma nokkrum hingað inn! 


Niðurstöður komnar

Ég hringdi í lækninn áðan og fékk niðurstöðurnar úr sneiðmyndatökunni. Það lítur út fyrir það að ég er með brjósklos en sem betur fer er það ekki stórt.

Ég á bara að fara vel með mig, fara í sund s.s. heitu pottana og sonna og ef þetta virkar ekki þarf ég að fara í sjúkraþjálfun.

Endilega látið mig vita ef ykkur langar í sund, mig vantar einhvern til að fara með Grin Nenni nefnilega ekki ein Pinch 


Geng eins og gömul kerling

Já já ég labba eins og gömul kerling og ástæðan er sú að mér er svo illt í bakinu. Ég versnaði svona rosalega í bakinu eftir hringferðina okkar systu og ástæðan er ábyggilega sú að ég svaf á þynnstu dýnu í heimi Errm (hefði átt að taka með mér uppblásnu dýnuna mína) Pinch  . Þannig að í dag fór ég til læknis til að athuga hvort eitthvað mikið sé að bakinu mínu, hvort þetta sé brjósklos, klemmd taug eða tognun. Ég var send í tölvusneiðmyndatöku og fæ niðurstöður eftir helgi. En þetta er alveg ömurlegt að vera svona, get varla gert neitt og má ekki sitja of mikið og fæ alltaf þennan dofa eða sting niður í löpp. Þetta er sko ömurlegt en vonandi að þetta fari eitthvað batnandi þegar ég fæ niðurstöður. Joyful

Jæja ætla að hætta núna þarf að fara að standa upp og rétta úr mér.

Sorry þetta raus í mér hehe Grin 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband