Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Hvað er málið?
31.3.2008 | 22:16
Af hverju hefur sumt fólk svona gaman að þessu að ræða um það hvort maður sé búinn að finna sér félaga/maka eða ekki?
Ég er alltaf að fá þessu spurningu ,,ertu ekki búin að finna þér einhvern til að vera með?" og þetta fólk fær alltaf sama svarið ,,nei, og mér líður alveg ágætlega ein
og það kemur einhvern tíman að því að ég finni einhvern en nú er ég bara að njóta lífsins".
Ég er bara ekki enn búin að finna hann en hann hlýtur að láta sjá sig einhvern tíma en á meðan ætla ég bara að njóta lífsins,vinna, vera í skóla, safna pening og bara margt fleira.
Jæja hafið það bara gott ég bara varð aðeins að tjá mig um þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég fæ bara ekki nóg af þessari hljómsveit
28.3.2008 | 23:33
Ég fæ bara hreinlega ekki nóg af þessum lögum og heldur ekki af söngvaranum
hehe, það er bara eitthvað við hann
Það átti að koma eitt lag í viðbót en það var greinilega ekki að vilja koma inn ekkert smá ömurlegt en það kemur bara seinna
Bloggar | Breytt 29.3.2008 kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nonni og Manni
27.3.2008 | 11:39
Já ég væri sko alveg til í að sjónvarpið myndi sýna aftur Nonna og Manna. Ég reyndi fyrir tveimur árum að verða mér út um þættina en eina svarið sem ég fékk, var að ég gæti komið niður í rúv og fengið að horfa á þættina þar. Ekki gat maður gert það þegar maður er í fullri vinnu og bara opið á daginn hjá þeim.
Þannig að ég væri alveg til í að sjónvarpið myndi endursýna þessa þætti. Mættu líka alveg gefa þá út á DVD.
![]() |
Nonni, Manni og smaladrengur hittast á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Páskar
24.3.2008 | 01:26
Díses hvernig fer ég að þessu
þetta er svo heimskulegt af mér
eina ferðina enn, var ég búin að skrifa alveg fullt og svo bara ákvað mín að skoða bara síðuna án þess að vista. EKKERT SMÁ STUPID!!!
Alla vegana ég ætla að reyna að rifja upp það sem ég skrifaði og þetta byrjaði einhvern vegina svona.
Gleðilega páska
Öll sömul og vonandi að þið hafið átt góða páska.
Mínir eru bara búnir að vera rólegir. Við Birna fórum á svaka rúnt á föstudaginn langa og enduðum bara upp í bústað en fyrst byrjuðum við á því að fara upp í Bláfjöll og svo keyrðum við Þrengslin og svo hringir frænka mín og vantar hjálp í stærðfræði. Það gekk dáldið illa að útskýra þetta í símanum og fyrst við vorum í Hveragerði ákvað ég bara að skella mér upp í bústað og hjálpa henni og sýna Birnu bústaðinn í leiðinni. Var svo í mat hjá Birnu í kvöldið og fórum svo til Kollu.
Laugardagurinn byrjaði þannig að systa og strákarnir komu í heimsókn og ég setti á skinkubrauðtertuna en ég var að fara í saumaklúbb um kvöldið hjá Kollu. Systa sofnaði svo í sófanum rétt eftir hádegið og ég kom Sigurði til þess að taka lúrinn sinn, tók smá tíma því þetta barn er þrjóskt hehe . Eftir lúrinn hans fórum við og sóttum ömmu og fórum með henni að versla. Jæja svo kom ég heim gerði mig sæta fyrir saumaklúbbinn og fór til Kollu. Kræsingarnar sem við komum allar með ummmm sleeeeef
. Kjöftuðum svo saman til um 2 um nóttina en þá var komin smá þreyta í mannskapinn og við fórum heim. Merkilegt samt að þegar ég kom heim fann ég ekki fyrir neinni þreytu og endaði í tölvunni og svo góna á imbann.
Dagurinn í dag aftur á móti er búinn að vera rólegur og mikil leti í gangi. Þannig að hann gekk út á það að borða páskaegg og sýna smá lit í það að læra undir sögupróf, hjálpa til við eldamennskuna og svo bara góna á imbann.
Núna er eg bara að láta mér leiðast og skrifa eitthvað bull sem ég er búin að gera um páskana og væri alveg til í að hafa eitt stykki karlmann hjá mér til að kúra með upp í rúmi, góna á imbann og tala saman . Hvar er sá maður???
Nóg af bulli komið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The old gang
20.3.2008 | 17:49
Fór í innflutningspartý í gær til Helga Bergs vinar míns og ekkert smá flott íbúðin og bara allt það sem var þar inni hehe . Við Hanna vorum samferða þangað og vá hvað það var gaman að hitta hluta af gamla genginu, vantaði að vísu alveg meira en helminginn en við ætlum að reyna að bæta úr því í sumar og hafa reunion. Við Hanna vorum að rifja upp ýmsa hluti og hvað það myndi vera gaman að gera farið aðeins aftur í tímann
. Það sem maður gerði ekki þá
hehe. Alltaf að hanga upp á verkstæði hjá strákunum og þessi djömm sem maður fór á, þetta var sko fjör
.
Svo á laugardaginn verður saumó hjá okkur stelpunum, það verður sko svaka fjör og eigum við allar að koma með eitthvað gómsætt þannig að ég ætla að búa til skinkubrauðtertu ummmmi nammi namm.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að elda matinn .
heyrumst síðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg búin á því!!!
18.3.2008 | 17:13
Var í gær og í dag að labba um garðinn og týna upp jólaskraut og ýmislegt drasl. Fengum 3 stráka til að koma í vinnu hjá okkur í gær og í dag og þetta var algjör lúxus að fá þá
En já eftir daginn í gær var ég gjörsamlega búin á því, ég gekk um íbúðina alveg hálfsofandi og skellti mér svo í bað með slökunarolíu og ég alveg steinsofnaði í bað hehe ekkert smá gott . Þannig að lúrinn gerði það að verkum að ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan 11 og vá ég var búin í öllum skrokknum eftir vinnudaginn og með þessar þvílíku harðsperrur. Ég veit ekki hvað ég er búin að labba marga kílómetra í gær og í dag en þeir eru sko alveg nokkuð margir og svo alltaf að stíga upp í og fara niður úr gröfunni.
Ég þarf að fara að koma mér aftur í form fyrir sumarið, bara alveg merkilegt hvað maður er latur á daginn, að vísu rænir skólinn alveg heilmiklum tíma frá manni því maður er alltaf að læra, annað hvort að gera skilaverkefni og bara heimalærdómur, sem minnir mig á það að ég þarf að fara að læra undir þetta sögupróf sem er í næstu viku.
Ok nú skal ég hætta þessu rausi og heyrumst bara.
Vedali più successivamente = see you later (italiano)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hversu ömurlegt er þetta?
16.3.2008 | 21:41
Fór út áðan því ég nennti engan vegin að hanga heima og ég endaði bara ein á rúntinum ekkert smá ömurlegt.
Þarf að fara að finna mér kall til að gera eitthvað með, einhvern sem nennir að koma með mér út í göngutúra, ferðast með eða bara kúra upp í sófa og hafa kósý. Flest allir vinir manns eru komnir með fjölskyldu og nenna ekki út eða komast ekki út.
Ég ætti kannski að stofna svona útivistaklúbb fyrir einhleypa þannig að ég auglýsi hér með eftir fólki sem vill koma í útivistaklúbb með mér og ég auglýsi líka eftir karlmanni!!!
hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dugnaður
15.3.2008 | 18:45
Systa hringdi í mig í morgunn og við ákváðum að fara á Laugarveginn með strákana og gefa öndunum brauð. Fórum um 1 leytið og lögðum upp við Hallgrímskirkju og löbbuðum niður Laugarveginn og um bæinn og skoðuðum mannlífið. Gengum framhjá tveimur rónum einn var að reyna að betla hundrað kall af okkur og svo var annar sem ákvað bara að pissa fyrir framan alla þetta var ekkert smá ógeðslegt Fólk með börnin sín í bænum og svo bara vippar einn róninn litla vininum sínum út og bara pissar fyrir framan alla ooooojjjjjjjjjjj
Jæja nóg um þetta fórum við svo niður á tjörn og þar sáum við að fuglarnir vildu ekkert borða brauðið sem var hent til þeirra, þeir syntu bara framhjá brauðinu og litu ekki einu sinni á það, þannig að við sáum engan tilgang í því að gefa þeim brauð svo við ákváðum að fara inn í Hafnarfjörð og gefa öndunum þar brauð. Þar voru þær sko ánægðar með að fá brauð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndataka
12.3.2008 | 12:34
Ég, Dóri og Íris fórum út í gær. Ég og Íris tókum myndavélarnar okkar og þrífæturna og keyrðum vestur í bæ út á Gróttu og tókum þar myndir af sólarlaginu og bara landslaginu og svo notuðum við Dóra sem fyrirsætu og tókum alveg fullt af myndum. Við vorum svo að reyna að ná mynd af tunglinu en það bara gekk ekkert rosa vel og þær komu voða furðulega út.
en samt dáldið töff því það er eins og það sjáist önnur pláneta við hliðina á tunglinu eða réttara sagt bjarmanum í kringum tunglið

Svo er ég búin að setja inn fullt af myndum inn á flickr-síðuna mína, slóðin er:
http://www.flickr.com/photos/johanna_arnorsd/
He he mér tókst að gera tengilinn virkan bloggið mitt hefur bara eitthvað á móti makka , þannig að ég lagaði þetta í tölvunni minni heima en svo getur verið að ég hendi nokkrum myndum hérna inn á bloggið.
Voyez-vous plus tard = see you later
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kósínus, sínus og tangens
11.3.2008 | 13:44
Nú er alveg voða gaman hjá mér eða hitt og heldur Nú erum við komin í hornafallareglurnar og váááááá ég var að kvarta yfir reglum úr vigrunum haha þær eru sko ekkert í samanburði við þetta
He he ég skal koma með eina hornafallareglu fyrir ykkur bara svona ykkur til yndisauka
mú hahahaha.
sin (u+v) = sin u cos v + cos u sin v
og svona reiknum við út úr þessari reglu:
sin (u + v) = cos (90° − (u + v))
= cos ((90° − u) − v)
= cos (90° − u) cos v + sin (90° − u) sin v
= sin u cos v + cos u sin v
Svo já var ég í prófi í gær vááá ekkert smá stressuð fyrir það og svo þegar ég sé prófið voru þetta ekki nema tvö blöð og bara 5 dæmi. Ég var búin að mikla þetta svo fyrir mér að það var ekki venjulegt en svo á að vísu eftir að koma út úr þessu hvort eitthvað af þessu sé rétt ég veit alla vegana að fyrsta dæmið er rétt
hehe.
Jæja best að halda aðeins áfram með þessa blessuðu stærðfræði.
Véale más adelante = see you later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)