Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Mér var bent á frétt áðan

og ég las fréttina.

Þetta var frétt þar sem sagt var:

Búið að opna Reykjanesbraut

Búið er að opna Reykjanesbraut eftir alvarlegt umferðarslys sem varð þar á sjötta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið á ljósastaur og endaði utan vega á hvolfi í kjölfarið. Ökumaður var einn í bílnum þegar slysið varð.

Reykjanesvegurinn var lokaður milli Strandvegar og Kaldárselsvegar en slysið varð á móts við gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Lögregla segir lítið hægt að staðfesta annað en að um alvarlegt slys sé að ræða. (Tekið af www.mbl.is)

Þetta náttúrulega hræðilegt þegar svona slys verða en það sem stakk í stúf við þessa frétt var það að sagt var gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði en málið er að þetta er eini kirkjugarðurinn í Hafnarfirði og því ekki hægt að segja gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði.

Ykkur finnst þetta kannski voða ómerkilegt að ég skuli vera að nefna þetta en þar sem ég vinn í þessum kirkjugarði fannst mér rétt að benda á þessa villu.


Snillingur eða hvað?

Kannski maður ætti að breyta um námsbraut og færa sig yfir á hársnyrtibrautina en ég var að klippa frændurna í gær og það gekk bara vel, ætlaði líka að vera með rakvél en hún bilaði þannig að ég varð að nota bara skæri á allt hárið og strákarnir voru ekkert smá duglegir að sitja á meðan ég klippti þá Smile

Jón Arnór og Sigurður Jóhann


Jólin á næsta leiti

Jæja þá er maður aaaaaallllllveeeeeeeeeg að verða búinn að kaupa jólagjafirnar, eiginlega bara ein eftir og það er systa. Fékk nýja hugmynd af gjöfum fyrir strákana og búin að kaupa hana, þannig að stóri hausverkurinn er farinn Grin hehe. Nú á ég bara eftir að þrífa heima og klára að skreyta Tounge 

Svo er bara rólegur vinnudagur á morgunn, ætla að setja upp jólasveinahúfuna og bera út ostakörfur til þeirra sem koma nálægt starfsemi garðsins Cool umm vona að það verði betri ostar núna heldur en í fyrra Shocking tí hí hí.

Ef þið hafi kannski ekki tekið eftir því þá er ég komin með aukablogg og þið sem viljið fá leyniorðið hafið þá samband.

Nenni ekki að hafa þetta lengra þannig að ég segi bara over and out


Dauðaleit

Ég er búin að gera dauðaleit af stýrisleðum/stiga sleðum og vantar tvö stykki svoleiðis. Cool Ég veit ég er bjartsýn Halo en það þýðir ekkert annað. Whistling

Búin að fara í Intersport, Byko, hringdi í Toy´R´us og Útilíf, spurðist fyrir hjá vinkonu minni í Europris og alls staðar er þetta búið. Það hafa greinilega allir fengið sömu hugmynd og ég Woundering 

Silla vinkona er samt búin að vera alveg meiriháttar, benti mér á fleiri staði og að á hringja á Akureyri í skíðaþjónustuna sem ég ætla að gera og svo er einn staður í viðbót sem mér dettur í hug FootinMouth 

Ég yrði meira að segja mjög ánægð ef ég fengi bara einn sleða og ég vona að þeir séu ekki uppseldir á landinu eins og ég er búin að heyra. Pinch

P.S. sótti einkunnirnar áðan og ég náði fögunum sem ég var í og rosa ánægð með það Grin nú er bara að ákveða sig hvaða fög ég tek næst.


Var að lesa Moggann

Og rak augun í smá frétt þar sem greint er frá því að lögreglan muni sekta fólk sem ekki skafar almennilega bílana sína.

Mér finnst þetta mjög sniðugt hjá lögreglunni!!!

Mætti meira að segja vera aðeins hærri sektin!!! 

Kominn tími til að lögreglan gerði eitthvað í þessu!!! 


Jólaprófin búin og jólaskapið löngu komið

Var í mínu seinasta prófi í gær sem var íslenska og mikið er ég fegin að þessu er lokið. Prófið gekk ágætlega þangað til annað kemur í ljós. Ég var samt næstum því búin að skila prófinu án þess að hafa klárað prófið. Ég var að fara yfir allt prófið og tékka hvort ég hefði gleymt einhverju og viti menn ég bara gleymdi síðasta blaðinu, fannst eitthvað skrýtið að ég hafði bara gert 10 bls. en prófið átti að vera upp á 11 bls. þannig að ég bara dreif í því að klára blaðsíðuna og skilaði því svo af mér. Nú er bara að bíða eftir einkunnunum sem verða afhentar 16.des.

 

Jólaskapið er sko löngu komið og ég er búin að vera að hlusta á jólalögin á meðan ég var að læra undir prófið. Búin að setja upp jólaljósin og ákvað að setja jólaljós inn í herbergi hjá mér sem er ekki nóg með það en þegar ég setti þau upp var ég með málband en circaði bara út fjarlægðina á milli ljósanna en ætli maður sé samt ekki aðeins dáldið geðveikur í þessu hehe Grin 


Próf

Nú eru prófin í fullum gangi og er ég búin að taka eitt próf sem var saga 313 síðasti skylduáfanginn jiiiibbbbíííí þarf ekki að taka meiri sögu Grin en það er samt verið að reyna að fá mig í einn áfanga í viðbót og aldrei að vita hvort maður taki hann en já alla vegana ég fékk út úr söguprófinu mínu í dag en ég sendi mail í gær til að vita hvað ég hafði fengið í prófinu en fékk aldrei mail frá kennaranum, þannig að ég sendi aftur í dag mail til hans og þá hafði hann víst gleymt að senda mér mail og ég fékk 7 í prófinu og 7 í vetrareinkunn, þannig að núna er ég búin með skylduna í sögu.

Næsta próf verður ekki fyrr en á næsta þriðjudag 9.des og maður er víst byrjaður að undirbúa sig fyrir það, búin að fara yfir fyrsta hlutann í íslenskunni sem er lærdómsöldin og þetta er svo mikið sem maður þarf að læra; fullt af skáldum, textum og kvæðum, þarf að kunna að greina kvæðin og finna einkenni og fullt meira en þetta mun allt hafast en ég er búin að fá vetrareinkunnina úr íslensku og var hún 8.2 sem er bara nokkuð gott verð ég að játa Tounge


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband