humm

Ætlaði að skrifa eitthvað gáfulegt en held að það verði ekkert úr því.

Ég er búin að vera hálf veik síðan á laugardagsmorgunn og gat sko alls ekki mætt til vinnu í gær sökum veikinda, við skulum bara segja að ég er búin að missa 2 1/2kg síðan á laugardaginn. En ég er mætt til vinnu núna sem betur fer. Nenni ekki að vera veik!!!

Komst að því að ég er klaufabárður en ég eyðilagði iPodinn minn á laugardaginn með því að missa hann á flísarnar heima, ég get að vísu hlustað á hann en allt í stafrófsröð eftir artistum en ég sé ekkert á skjáinn, ég ætla að athuga hvort hægt sé að gera við hann annars er ég búin að redda mér öðrum en frændi minn ætlar að kaupa nýjan fyrir mig út í Svíþjóð og kom með hann í næstu viku þegar hann kemur til landsins. iPod hérna heima er alveg fáránlega dýr en hann kostar 39.000.- alveg fáránlega dýrt það er lagður 3x tollur á hann áður en hann kemur í búðirnar hérna heima. Ég fæ hann sko mikið ódýrari úti hjá frænda mínum.

Jæja verð að fara núna er að fara út að vinna. 

P.S. Get víst ekki hlustað á iPodinn því hann slekkur á sér eftir smá tíma og er bara gjörsamlega í ruglinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband