Upgrade og næstu dagar

Skólinn byrjaður á fullu, ég er búin að fara í spænsku og náttúrufræði og fer svo í íslensku á morgunn. Smile

Spænskan er rosa fín og hún er eiginlega á repeat í hausnum á mér, ég er í henni á mánudögum og annan hvern miðvikudag.

Náttúrufræðin er einnig mjög fín er samt bara svo nýbyrjuð í henni að ég get eiginlega ekki dæmt hana strax, get ábyggilega gert það næsta þriðjudag en þá fer ég í bóklegan tíma og svo verklegan eftir hann og það á ábyggilega eftir að vera gaman því það verða gerðar einhverjar tilraunir og eitthvað. Annan hvern þriðjudag er ég í náttúrufræði frá 19:30 - 22:20 maður verður nú eitthvað þreyttur eftir þann dag. Pinch

Á fimmtudögum er ég í íslensku og svo annan hvern þriðjudag og þessi annar hver þriðjudagur er ég frá kl: 18 og svo tekur við langur dagur í náttúrufræði.

Snjórinn kom í gær og ég var sko alveg sátt, Grin sumir voru nú ekkert svo sáttir og það mátti alveg sjá það á umferðinni í gær að sumt fólkið var ekki að höndla þetta. Lenti á eftir einni á VINSTRI akrein og hún keyrði á svona 50 km/hraða Devil og sama hvað ég blikkaði hana þá gat hún ekki drullast yfir á hægri akrein þó svo að enginn bíll væri þar. Það var ekki fyrr en hún var komin að aðreininni upp í Breiðholt frá Reykjanesbrautinni að þá gat hún hunskast yfir á hægri og þaðan upp í Breiðholtið og að sjálfsögðu keyrði hún eiginlega fyrir bíl sem var á hægri akrein, hún gat nefnilega ekki farið fyrir aftan þennan bíl við Lindirnar og haldið sig þar NEI hún varð að ná framúr honum og já keyra fyrir hann.

Næstu helgi erum við pabbi að spá í að skella okkur í jeppaferð og prufa bílinn ef við fáum einhvern snjó og ætlum að fara inn í Hrafntinnusker með 4x4 hópnum, er farin að hlakka dáldið mikið til hef ekki farið í almennilega jeppaferð síðan 2007 en fór ekkert síðasta ár því jeppinn hjá pabba var í breytingu mestan partinn af fyrrihluta 2008.

Úúú já svo þar næstu helgi kemur Kolla heim og váá hvað ég hlakka til að sjá hana, maður er eiginlega eins og hauslaus hæna því hún er ekki á landinu en já ég hlakka til að sjá hana og já bara þau öll Grin 

Jæja komið nóg í bili og ætla að kíkja á þennan texta í spænsku sem ég á að þýða

Hasta luego!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband