Mér var bent á frétt áðan
28.12.2008 | 01:33
og ég las fréttina.
Þetta var frétt þar sem sagt var:
Búið að opna Reykjanesbraut
Búið er að opna Reykjanesbraut eftir alvarlegt umferðarslys sem varð þar á sjötta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið á ljósastaur og endaði utan vega á hvolfi í kjölfarið. Ökumaður var einn í bílnum þegar slysið varð.
Reykjanesvegurinn var lokaður milli Strandvegar og Kaldárselsvegar en slysið varð á móts við gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Lögregla segir lítið hægt að staðfesta annað en að um alvarlegt slys sé að ræða. (Tekið af www.mbl.is)
Þetta náttúrulega hræðilegt þegar svona slys verða en það sem stakk í stúf við þessa frétt var það að sagt var gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði en málið er að þetta er eini kirkjugarðurinn í Hafnarfirði og því ekki hægt að segja gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði.
Ykkur finnst þetta kannski voða ómerkilegt að ég skuli vera að nefna þetta en þar sem ég vinn í þessum kirkjugarði fannst mér rétt að benda á þessa villu.
Athugasemdir
Sko Jóhanna við ræddum þetta í gær... Það eru allavega tveir kirkjugarðar og síðan einn grafreitur!!!
Þótt svo að annar kirkjugarðurinn sé lokaður þá er það samt kirkjugarður og í grafreitinn fara ekki fleiri þá er hann eða allavega var hann ennþá til staðar ;)
Íris Ósk (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 14:23
Ég er búin að kanna málið og það er bara einn kirkjugarður í Hafnarfirði sem er garðurinn sem ég vinn í, það sem er hjá nunnunum er bara grafreitur ekki kirkjugarður og svo það sem var upp í Setbergi var grafhýsi sem er hætt og búið að moka yfir þannig að það er ekki lengur til.
Miklar spekúleringar í gangi
Jóhanna Arnórsdóttir, 28.12.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.