Jólaprófin búin og jólaskapið löngu komið

Var í mínu seinasta prófi í gær sem var íslenska og mikið er ég fegin að þessu er lokið. Prófið gekk ágætlega þangað til annað kemur í ljós. Ég var samt næstum því búin að skila prófinu án þess að hafa klárað prófið. Ég var að fara yfir allt prófið og tékka hvort ég hefði gleymt einhverju og viti menn ég bara gleymdi síðasta blaðinu, fannst eitthvað skrýtið að ég hafði bara gert 10 bls. en prófið átti að vera upp á 11 bls. þannig að ég bara dreif í því að klára blaðsíðuna og skilaði því svo af mér. Nú er bara að bíða eftir einkunnunum sem verða afhentar 16.des.

 

Jólaskapið er sko löngu komið og ég er búin að vera að hlusta á jólalögin á meðan ég var að læra undir prófið. Búin að setja upp jólaljósin og ákvað að setja jólaljós inn í herbergi hjá mér sem er ekki nóg með það en þegar ég setti þau upp var ég með málband en circaði bara út fjarlægðina á milli ljósanna en ætli maður sé samt ekki aðeins dáldið geðveikur í þessu hehe Grin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

AUÐVITAÐ mælir maður á milli pera!!!
Til lukku með próflok...hlakka líka hriiiikalega til að klára þessi próf.

Smilla, 10.12.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Jóhanna Arnórsdóttir

Takk takk  ekkert smá fegin og gengi þér vel með þín próf

Já nákvæmlega, þetta kallast víst reglustikusýki hehe

Jóhanna Arnórsdóttir, 10.12.2008 kl. 19:00

3 Smámynd: Smilla

issss nei neinei - þetta er misskilningur með reglustikuna. Þeir sem nota hana EKKI eru kærulausir sauðir sem pirra mig með ójöfnum jólaskreytingum *hóst* 

Smilla, 10.12.2008 kl. 19:17

4 identicon

Til hamingju með að vera búin í prófum :)

Kannski þið bíðið bara með að kíkja til mín þar til í svona febrúar/mars þar sem ég hvorki mæli með reglustiku né tek ljósin niður á réttum tíma :S

Annamaría (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Smilla

Ég kem á þrettándanum og ríf þetta niður hjá þér

Smilla, 12.12.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband