Ljósmyndanámskeið
6.7.2008 | 18:37
Ég byrjaði á ljósmyndanámskeiðinu á fimmtudaginn. Þetta var mjög gaman og mjög fróðlegt. Strax á fyrstu mínútunum vorum við búin að læra alveg fullt.
Ég ákvað svo áðan að fara út að taka myndir. Fór upp í Kaldársel og ég ætla að setja nokkrar myndir inn
Myndin til vinstri er kölluð svona loðin, þá er hún á mikilli hreyfingu.
Myndin til hægri er svona fryst, þá tek ég hana á miklum hraða og kemur hún þá út eins og lækurinn sé stopp.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en læt myndirnar tala sínu máli
Uppsetningin á myndunum er eitthvað að bögga mig, ég veit ekki hve oft ég er búin að laga þetta. Þannig að ef þetta kemur ekki rétt svona þá bara SVEKK!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.