Stelpuútilega

Já já við stelpurnar skelltum okkur í útilegu um helgina eða frá laugardegi til sunnudags. Ætluðum nú að leggja af stað upp úr hádeginu eða um 1 en nei nei það breyttist stórlega og við komumst ekki af stað fyrr en um fjögurleytið.

Við stelpurnar fórum á Flúðir með fellihýsið hjá Kollu. Þegar á staðinn á var komið tók smá tími í að ákveða hvar við ættum að vera því það var svo mikið af fólki þar en enduðum svo á svæðinu þar sem sem yngra fólkið er. He he við tók smá tími í það að koma fellihýsinu fyrir og í það fengum við einhvern mann því við Kolla vorum ekki alveg að geta bakkað Grin haha.

Eftir að það var búið skelltum við því upp og fólk var dáldið hissa á að sjá 4 stelpur saman og mjög hissa á að við gátum sett þetta upp, mennirnir voru alltaf að bíða eftir að við myndum kalla á þá til að fá hjálp en allt kom fyrir ekki. Bjórinn var opnaður á meðan við vorum að setja fellihýsið upp og svo var byrjað að grilla, fórum í nokkur spil og drykkjuspil sem var ekkert smá gaman. Við ákváðum svo að fara á smá rölt, kíktum aðeins á Útlagann en vildum ekki að borga okkur inn fyrir klukkutíma þannig að við röltum bara meira og hittum þá gamla bekkjarfélaga og enduðu þeir á því að bjóða okkur á ball og þar skemmtum við okkur.

Vöknuðum á sunnudaginn um 10 leytið sumir voru þunnari en aðrir en ég nefni engin nöfn LoL hehe. Við ákváðum að drífa okkur í bæinn áður en við yrðum rukkaðar fyrir nóttina og vorum lagðar af stað rétt rúmlega 12. Gerðum ísstopp í Hveragerði og hvað er að þessu fólki sem leggur í stæði fyrir þá sem eru með fellihýsi og þess háttar en samt er það ekki með neitt. Ég var sko ekki sátt og þetta er mjög mikil frekja í þessu fólki.

Jæja ætla að hætta þessu rausi og fara að gera eitthvað af viti

heyrumst blæblæ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband