Síðasti tíminn og svo próf
1.5.2008 | 00:14
Já síðasti tíminn í skólanum er búinn og nú eru bara próf framundan, úff smá kvíði verð ég nú bara að segja en samt mesti kvíðinn er fyrir stærðfræðinni .
Nú verður maður bara að vera duglegur að læra en því miður verður nú ekki mikið um lesningu um helgina nema kannski á kvöldin. Ég og pabbi verðum nefnilega að passa strákana hjá systu og þá verður sko ekkert hægt að læra fyrr en þeir eru sofnaðir.
Ég er búin að spá mikið hvað ég eigi að gera með þeim um helgina, þannig að ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug endilega látið mig vita .
Alla vegana þá ætla ég að hafa þetta stutt núna og koma mér bara upp í rúm og lesa smá í sögu, próf úr henni næsta þriðjudag og mikið að lesa og læra verkefni.
Heyrumst og góða nótt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.