Karíókí og alveg brill sími
24.4.2008 | 22:47
Ákvað að taka mér smá pásu frá lærdómi nánar tiltekið stærðfræði er búin að vera að skrifa reglur og sannanir sem er ekkert smá leiðinlegt og maður þarf að læra þetta allt saman, ekkert smá ömurlegt.
En já. VÁÁÁÁÁ einhvern vegin er alveg fast í mér að það sé sunnudagur í dag en það er víst ekki. Any how þá fór ég eftir skóla í gær til Kollu og við fórum yfir til mömmu hennar og Erlu í karíókí, skemmtum okkur alveg helvíti vel. Sungum alveg slatta af lögum með mismunandi frammistöðu hehe en þetta karíókí er eiginlega skemmtilegra heldur en singstar, við vorum hjá þeim þangað til klukkan var langt gengin í 3 og þá héldum við heim, kellurnar orðnar nokkuð vel í því og alveg brill að sjá þær, því þær eru alveg æðislegar
Svo er það síminn minn ég kemst alltaf betur og betur að því hvað þetta er brill sími en ég fór í símann í dag og náði mér í nýtt símkort (3G símkort) sem gerir mér kleift að horfa á þá sem ég er að tala við þ.e.a.s. ef sá hinn sami sé líka með þessa þjónustu, svo fór ég að fikta ennþá meira í símanum og allt í einu þá var ég farin að horfa á skjá 1 í honum
He he þannig að ég veit hvað ég geri á mánudaginn þannig að ég missi ekki af One tree hill þegar ég er í sálfræðitíma, ég bara stilli símann á skjá 1 og horfi á þáttinn haha veit samt ekkert hvort Haukur kennari verði ánægður
hehe. Nei nei ég segi bara svona
Jæja ætla að halda áfram að læra þessar reglur sem gengur ekkert smá illa
Svo er rétt rúm vika í lokapróf! OMG!!!!!!!! Panic
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.