Kominn tími á smá blogg

Hmmm hehe ég segi kominn tími á smá blogg og þá fæ ég ritstíflu, úbbs Blush.

Jæja lokaprófin nálgast eða nákvæmlega 2 vikur í þau, guð minn góðurl. Ég held að sálfræðin og sagan eigi eftir að ganga vel en annað mál er að segja um stærðfræðina því ég er alveg lost í henni en ég mun gera mitt besta.

Ég neyddist til þess á mánudaginn að kaupa mér nýjan síma því gamli síminn fór í fýlu við mig og leyfði mér ekki að tala við fólk, ég heyrði í fólkinu en þau heyrðu ekkert í mér. Eitthvað voða furðulegt. Alla vegana þá fékk ég mér NOKIA 6120 rosa flottur og hann er bleikur hehe LoL en samt ekkert rosa bleikur Joyful Pabba finnst hann samt ljótur því hann er bleikur Grin hehe. Svo er ég búin að fikta eitthvað í honum og búin að læra smá á hann og svo komst ég að því í gær að hann talar við mig LoL en ég prófaði að hringja úr heimasímanum í gær í hann og hann sagði "heima". Ég var ekkert smá hissa. Þarf samt að finna broskallana fyrir sms-in en ég er sko ekki að finna þá. Ef þið kunnið eitthvað á þennan síma þá megið þið alveg láta mig vita ef þið vitið hvar þeir eru og ef þeir séu í símanum!!! Tounge

Sunnudagurinn byrjaði snemma hjá mér því ég þurfti að greiða Þórdísi fyrir fermingu hjá systur sinni og hún hálfvegis pantaði mig til þess að greiða sér þegar hún fermist en það á eftir að koma í ljós Wink svo fór ég til Birnu að hjálpa henni með stærðfræði en það gekk ekkert voða vel því við erum búnar að læra mismunandi aðferðir. Svo fór ég til Kollu og við fórum með Söru í fyrsta skipti í sund. Hún var ekki alveg sátt fyrst en svo var hún orðin sátt og fannst voða gaman. Smile Uuuuuummmmm svo grilluðum við um kvöldið og vá hvað það var gott ToungeToungeTounge við gátum sko ekki hreyft okkur LoL hehe.

Á laugardaginn var ég komin til Kollu um 11 leytið og við skruppum í Bónus og skelltum okkur svo í Kringluna, þar leysti hún vinkonu sína af í vinnunni og á meðan rölti ég um Kringluna með Söru. Um kvöldið grillaði ég (pabbi) hehe ossalega góðan mat uummm og burraði svo til Kollu og hitti Birnu þar og við skelltum okkur í buzz og ekkert smá gaman Cool er að spá í að fá mér næst við ps2 guitar hero það er ekkert smá skemmtilegur leikur.

Úff vá þetta er orðin alveg heilmikil ritgerð og þið varla nennið að lesa lengra ef þið hafið þá lesið allt Tounge tí híhí. Ég ætla að láta þetta gott heita í bili og snúa mér að stærðfræðinni því ekki veitir af. Pinch

Adios amigos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Arnórsdóttir

He,he ritstíflan er greinilega úr sögunni Allir biðja að heilsa á mínum bæ. Litli frændi þinn bara veikur og er að fyllast af kvefi. En ég sjálf er búin að vera dugleg að setja inn myndir hjá strákunum á barnaland og solleiðis . Endilega bara að kíkja þangað og skoða. Heyrumst seinna .Kveðja systa.

Guðbjörg Arnórsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband