Dagurinn í gær
9.4.2008 | 09:19
Var nú bara hinn rólegasti var í vinnunni, kom svo heim um 5 leytið og ákvað að prufa nýja ps2 leikinn minn sem er svona mjög nálægt því að vera bodycombat maður lærir ýmsar hreyfingar og lærir sjálfsvörn og svo er einkaþjálfari í þessu og sagt hvað maður er að brenna miklum kaloríum og alveg fullt meira. Ekkert smá sniðugt og gaman og tók dáldið mikið á hehe. Versta er að ég náði ekki að stilla eyetoy nógu vel þannig að allur líkaminn sást en þetta er bara smá stillingavandamál.
Svo var ég mætt upp í skóla hjá Sunnu um 7 leytið því hún var að fara í próf og ég var módelið hennar í kvöldförðun sem var nokkuð gaman .
Hérna sjáið þið myndir af förðuninni.
Djö myndirnar vilja ekki koma inn eins og ég vil að þær komi en hérna eru þær samt.


Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.