blogg blogg
8.3.2008 | 00:22
Djö slúbbertinn ég var búin að skrifa alveg góða færslu og svo ýti ég á back-space hnappinn og allt datt út þannig að ég þarf að byrja aftur upp á nýtt.
Ok þá byrja ég og ætla að muna að c/p núna hehe
Í gærmorgunn fór ég í það að skipta felgunum mínum og reyna að fá nýjar í staðinn en NEI allt kom fyrir ekki þeir áttu engar felgur sem myndu passa undir burrann minn þannig að ég átti bara að fá endurgreiddar felgurnar og endurgreiðslan átti að ganga í gegn seinnipartinn í gær en ég er ekki enn búin að fá endurgreitt og ég er búin að hringja þangað niður eftir og reyna að tala við þá en fékk bara verkstæðið og þeir gáfu mér samband við verslunina en enginn svaraði þar ekkert smá lélegt af þeim þannig að ég þarf að bíða fram yfir helgi með að hringja aftur í þá og tala við þá og ef ekkert gerist mun ég fara þangað niður eftir og skammast í þeim en já nóg með þetta svo bað ég þá um að umfelga nýju dekkjunum yfir á gömlu felgurnar og ég var rukkuð fyrir það en fékk það á helmingsverði, mér finnst alveg að þeir hefðu getað gefið mér þetta frítt. Þetta var ekkert létt að skipta um dekk fyrst á nýju felgurnar og svo að henda þeim undan og setja gömlu undir aftur.
En ég er komin á nýju dekkin og ekkert smá mikill munur, hin dekkin voru alveg orðin ónýtt.
Næsta mál á dagskrá er að mér leiðist pabbi skrapp í jeppaferð um helgina og minns er alein heima að vísu voða fínt en nú þarf ég að tala við sjálfa mig hehe Var hjá systu í mat áðan og við eða ég eldaði fyrir okkur kjúlla með gratineruðum kartöflum í sveppaostasósu og sveppasósa með þessu og salat ummmmm ekkert smá gott svo bara góndum við á imbann.
Ætti maður kannski að fara að lúlla sér og byrja daginn snemma á morgunn og halda áfram að læra undir þetta stærðfræðipróf sem er á mánudaginn sem mér kvíður ekkert smá fyrir en eftir næstu viku þá er ég komin í páskafrí í rétt rúma viku sem er voða fínt
Ég er hætt núna og segi bara arrivederci
Athugasemdir
hæhæ
var bara að kíkja hvernig þetta er gert hjá þér því að ég var að stofna bloggsíðu handa mér . Svo kemur bara í ljós hvernig mér gengur. Wish me luck. Kveðja systa
Guðbjörg Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.