Alveg brjál!!!
4.3.2008 | 14:32
Vá hvað við pabbi urðum vond og reið í gær. Málið er það að fyrir helgi var hringt í okkur að spurt hvort fólkið sem væri í útförinni sem var í gær mætti fara fyrst í kaffi áður en það kæmi upp í garð, við sögðum NEI ÞAÐ KÆMI EKKI TIL GREINA!!! Svo í gær var jarðaförin klukkan 3 inni í Reykjavík og bjuggumst við því að fólkið myndi koma um 4 en aldrei kom einn einasti bíll við hringdum í útfararstjórann og ekki svaraði hann. Við vorum orðin mjög reið upp úr hálf 5 og ákváðum að við myndum loka gröfinni rétt fyrir 5 því vinnudagur okkar er ekki lengri en það. Tæpum 10 mínútum fyrir 5 kemur fyrsti bíll og passar hann að við getum ekkert gert nema að hanga og bíða eftir líkbílnum og fylgdinni og við orðin verulega pissssttt Klukkan rúmlega 5 kemur líkbíllinn og fólkið svo bara að hanga upp í garði að kjafta sem gerði það að verkum að við gátum ekki einu sinni byrjað að moka yfir. Ég átti að mæta í skólann klukkan 6 og þegar við gátum loksins byrjað að moka yfir þá gerðum við þetta á spýttinu og vorum 10 mínútur að þessu og svo þurfti ég bara að vera á 110 km hraða að gera mig til að bruna upp í skóla. Þannig að við vorum verulega reið því það var tekið fram yfir hendur okkur og verið með frekju. Ég hata svona frekju í fólki!!!
Athugasemdir
úfff...Ætla bara að láta brenna "hylkið" (ekki núna sko...bara þegar ég verð dáin) þá er ekkert vesen, engin líkfylgd eða neitt. Bara pota duftinu niður á normal vinnutíma .
Spurning um að fara bara heim og láta standa opið fram á næsta dag??
Smilla, 4.3.2008 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.