Smá upp-date
16.1.2008 | 13:28
Ég byrjaði í skólanum á mánudaginn þetta er 3. önnin mín, þetta gengur hægt en þetta hlýtur að hafast á endanum. Fór í stærðfræði og sálfræði á mánudaginn og þetta var mjög fínt sálfræðin leggst vel í mig en stærðfræðin gæti kannski verið annað mál en ég ætla bara að vera bjartsýn og segja að mér takist þetta
Við Kolla fórum svo í ræktina í gær og fórum í skvass, höfum ekki farið í skvass held ég í 2 ár og vá þetta var geggjað gaman og við vorum bara nokkuð góðar miðað við 2 ára stopp hjá okkur, við erum að vísu smá aumar en ekkert til að kvarta yfir hehe.
Svo er aftur skóli í kvöld og þá fer ég í sögu, vona að ég verði ekki aftur með sama sögukennara og seinustu önn og svo annan hvern miðvikudag er ég í stærðfræði líka sem er bara voða fínt og eins gott að maður fái góða kennslu
Hmmm hvað á ég að segja meira....... jæja það verður víst ekkert meira í bili því ég þarf að restarta tölvunni því ég var að update-a hana.
Heyrumst síðan
Adios amigos
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.